Vikan

Eksemplar

Vikan - 20.02.1986, Side 28

Vikan - 20.02.1986, Side 28
 i&jí/rirtyfe mmm m&, EfaBBíVÍStíMHSÍi „Já, þær voru varla komnar í heiminn þegar Valgeir var mættur uppi á Fæðingardeild til þess að skoða þær. Ég skil ekki hvernig hann fór að því að fá inngöngu - því þarna má helst enginn koma inn og alls ekki nema í hvítum slopp - en allt í einu stóð Valli úti á miðju gólfi í leðurgallan- um og góndi á þær - með þennan fræga álkusvip sinn...“ Þegar ég kom til að taka viðtal voru stúlkurnar að sjálfsögðu löngu komnar heim til sín og sváfu vært í tveimur vöggum hlið við hlið inni í svefnher- bergi. „Heima“ er á Vesturgötunni, niðri við sjó, og það var heldur hráslagalegt um að litast þetta síðdegi seint í janúar. Diddú var að velta því fyrir sér hvort hún ætti að setja stelpurnar út í vagn - „það verður víst að venja þær við þetta loftslag hérna" - en mér sýndist henni í raun og veru ekkert lítast á það. Enda fór svo dæmalaust vel um þær í vöggunum sínum. Ég spurði hvernig henni hefði orðið við þegar hún komst að því að hún gekk með tvíbura. „Ég hló. Það er alveg satt: ég hló. Þær voru þarna tvær syndandi í sónarnum og ég skellti upp úr. Aftur á móti svitnaði maðurinn minn, Þorkell, á efri vörinni! Satt að segja kom þetta mér ekki sérlega mikið á óvart. Mig grunaði eiginlega strax að þetta væru tvíburar þó ég fengi ekki staðfest- ingu á því fyrr en ég var komin hátt í fjóra mánuði á leið. Þetta er líka ættgengt; afi minn er til dæmis tvíburi." - Ertu að segja mér að þér hafi ekki brugðið nokkurn skapaðan hlut? „Nei, mér fannst þetta í raun og veru ágætt: að slá tvær flugur í einu höggi. Þetta er auðvitað erfitt svona fyrsta kastið en ég þykist vita að róðurinn verði að sama skapi auðveldari þegar fram líða stundir; þá hafa þær athygli og stuðning hvor af annarri og maður þarf væntanlega ekki að vera yfir þeim hveija mínútu. Þetta er líka gott að því leyti að nú finnst manni maður ekki þurfa að fara af stað strax aftur til þess að búa til systkini. Eiginlega held ég að þetta sé ráðstöfun náttúrunnar. Nú þegar barnsfæðingum fækkar þá fæðast bara fleiri börn í einu!“ - Heldurðu að stúlkurnar komi ekki til með að hindra þig á söngferlinum? „Nei, af hverju ættu þær að gera það?“ ansar Diddú og virðist í raun og sannleika hissa. „Þær hafa ekki gert það hingað til; ég var hoppandi og syngjandi alveg fram á síðasta dag. Þetta var náttúrlega draumameðganga, svona eins og maður les um í sögum. Ég þurfti að vísu að fresta Italíu- för en er alls ekki búin að leggja hana á hilluna; það verður bara að ráðast bæði af þeim stelpunum og peningamálum hvenær við komumst út. Nú sit ég og les vinningaskrár í happdrættum því mér finnst að það sama hljóti að gilda um mig og tví- buraforeldrana í leikritinu Bleikum slaufum sem fengu stóra vinninginn í happdrættinu! En þær eru auðvitað ágætur vinningur..." - Hvað ætlarðu að gera til Ítalíu? „Ja, það bíður eftir mér fólk í Mílanó. Ég ætla út með a!la familíuna í sérnám í óperusöng og ætla að taka með mér nokkur óperuhefti með rullum sem ég held að hæfi mér.“ - Hvaðarullureruþaðhelst? „Það er helst í ítölsku óperunni: Donizetti, Bellini og þar fram eftir götunum. Og svo Mozart: þjónustukonurnar hans!“ - Þú virtist lengi vel ekki líkleg til þess að fara út í raunverulegan óperusöng. „Nei, það hafði varla hvarflað að mér í alvöru 28 Vikan8. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.