Vikan


Vikan - 20.02.1986, Page 31

Vikan - 20.02.1986, Page 31
BESTU hamborgararnir íbænum Eiríkur í Eikagrilli fullyrðir að hamborg- ararnir hans séu þeir bestu í bænum og segist tilbúinn að standa við það hvar og hvenær sem er. Hann segist nota besta og dýrasta kjötið, UNl (ungneyti, 1. flokkur), besta grænmetið og bestu sósuna sem er heimalöguð og enginn veit uppskriftina að nema hann. Liðið sem steikir hamborgarana er sérþjálfað til þess arna og hver getur útkoman orðið önnur er bestu hamborgar- arnir í bænum? Og þeir ódýrustu líka. Eiríkur er ef til vill lifandi sönnun þess að hann hafi eitthvað til síns máls. En vilji einhver bjóða betur er honum frjálst að gera það. Fyrsta, annað og... nýja aðferð í framleiðslu Ijósaskilta. Það eru þeir Þorgeir Daníel Hjaltason og Guðni Erlendsson. í Verslunartíðindum þeirra Norðmanna er uppgötvunarferlinu lýst þannig: Hóið saman tveimur íslendingum og einum Norðmanni. Látið þá fá plast framleitt í Hollandi og rúmar þrjár milljónir norskra króna. Árangurinn er skínandi: ný gerð Ijósaskilta sem opnar nýja markaði í nú- tímaauglýsingagerð og hönnun. Til lukku, strákar! Jón Gústafsson er nýtt andlit á sjónvarpsskjánum. Þeir sem ekki kannast við svip- inn á manninum ættu að setja upp gleraugun á föstudagskvöld- um. Rokkarnir geta ekki þagnað er poppþáttur í umsjón Jóns en að auki mun hann vera að smíða Unglingana í frumskóginum, viðtalsþætti fyrir sjónvarpið. Margir hafa eflaust þekkt rödd Jóns þegar hann sást fyrst á skjánum enda er hann góðkunn- ingi hlustenda rásar eitt. Þar sá hann um Popphólfíð um langt skeið og þáttinn Um okkur síð- astliðinn vetur. Nú er hann hins vegar á kafi í Spurningakeppni framhaldsskólanna sem send er út á rás eitt á sunnudögum, en úrslitakeppnin verður send út í sjónvarpinu. Þó Jón sé bara tuttugu og tveggja ára, sem ekki telst nú hár aldur, á hann fjölskrúðugan feril að baki. Fyrir fáum árum var hann ljóshærður ungur maður í sálfræði í Háskólanum. Um svip- að leyti var hann þekktastur sem liðsmaður hljómsveitarinnar Sonus Futurae enda hefur mað- urinn engilblíða rödd. I haust fór hann svo á þáttagerðarnámskeið hjá BBC. Hárið dökknaði, Jón kom heim og stökk jafnfætis inn í dagskrá Ríkisútvarpsins. Vel gert, ekki satt? GRABLEIK VERÐMÆTI = ÍSLENSKIR HEILAR Det skulle altsa en islandsk hjerne til for at det internasjon- ale selskapet endelig skulle kunne selge et helt nytt kons- ept," segja Norðmenn og dást að heila- starfsemi íslendinga, ef marka má kynn- ingar auglýsingaskiltafyrirtækisins Zign Lite Scandinavia. Það voru nefnilega tveir íslendingar sem fundu upp alveg flunku-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.