Vikan

Eksemplar

Vikan - 20.02.1986, Side 57

Vikan - 20.02.1986, Side 57
Bókmenntir Myndlist Næturlíf Sport Leikir Hörumn^ Matarlyst Tíska Stjómmál Kvikmyndir Hamingja Spuni Ferðalög Heilsa Leiklist Dans Bflar HEIMSÓKN ÍVÍÐIHLÍÐ 34 VELKOMIN TIL GUÐJÓNS OG SIGGU Eftir Bryndísi Kristjánsdóttur Eitt af nýju hverfunum í Reykjavík hefur fengið viðurnefnið „milli lífs og dauða“. Ekki er það vegna þess að þar sé sérstaklega ömur- legt, fremur þvert á móti. Ástæðan er sú að hverfið liggur milli Borgarspítalans og Foss- vogskirkjugarðs. Hverfið er svo nýtt að enn eru flest húsanna ófrágengin, að minnsta kosti utanhúss, en göturnar eru skemmtilega bugð- óttar og húsin standa mishátt og gefur það hverfinu einstaklega líflegt yfirbragð og einna helst minnir hverfið á lítið þorp þarna mitt á milli hrikalegra umferðargatna og kyrrláts kirkjugarðs. Og þar sem við íslendingar erum nú svo einstaklega forvitnir um hagi annarra og finnst gaman að sjá hvernig aðrir búa þá fórum við á stúfana í nýja Hlíðahverfinu og fengum að litast um hjá hjónunum Sigríði Káradóttur og Guðjóni Guðmundssyni sem búa í Víðihlíð 34 ásamt börnum sínum, Kára og Unni. Húsið er þriggja hæða raðhús og ætlast er til að neðsta hæðin nýtist fyrir sjálfstæðan atvinnurekstur eða sem íbúð. Hjá Siggu og Guðjóni er gert ráð fyrir báðum möguleikum en sem stendur er kjallarinn ónotaður að mestu. Fjölskyldan hefur búið í húsinu síðan í nóvemb- er 1984 en smíði þess hófst í júlí 1982. „Þetta tók okkur alveg ótrúlega skamman tíma og þó unnum við eins mikið í byggingunni sjálf og við gátum en við fengum líka ómetan- lega hjálp frá ættingjum og vinum,“ segir Sigga. Húsið er teiknað hjá teiknistofunni Arko en síðar veitti Helgi Pálsson innanhússarkitekt ráðgjöf um ýmsar umbætur varðandi útlit og notagildi. Hann bætti til að mynda þakglugga við á húsbóndaherbergið og var hugmyndin þar að baki sú að hægt væri að hafa teikniborð undir glugganum og nýta birtuna til fullnustu því Guðjón, sem er rafvirkjameistari, þarf mikið að vinna með teikningar. Helgi hannaði einnig steyptu hillurnar sem aðskilja stofuna frá sjón- varpsholinu. Hversdags eru blóm á efstu hill- Vikan 8. tbl. 57

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.