Vikan

Útgáva

Vikan - 20.02.1986, Síða 61

Vikan - 20.02.1986, Síða 61
Allir hafa eflaust upplifað það einhvern tíma á ævinni að vera hundleiðir á sjálfum sér og útliti sínu. Og líklega eru flestir sjaldnast full- komlega ánægðir, vilja ljóst hár hafi þeir dökkt, blá augu hafi þeir græn og svo framvegis. En vonandi eru þeir hinir sömu ekki alltof upp- teknir af útliti sínu því það eru aðrir hlutir sem skipta meira máli og gefa lífmu gildi. Hins vegar þýðir ekki að gera alltof lítið úr þeirri staðreynd að það hefur áhrif á líðan fólks hvernig það upplifir sjálft sig og þá kemur auðvitað fleira til en útlitið en það hefur líka áhrif. Það veitir ákveðna öryggiskennd að vita að maður lítur eins vel út og mögulegt er. Þá erum við komin að upphafinu aftur - að vera hundleiður á sjálfúm sér, sem varð kveikj- an að þessum þætti. Við fengum unga konu, sem við vissum að svona var ástatt um, til að leika aðalhlutverkið. Einn morgun, þegar hún mætti ógreidd og óánægð í kennslustund og sá brosviprur á andlitum nemenda sinna, ákvað hún að gera eitthvað í málinu. Hún byrjaði á að panta sér klippingu hjá Hrund Eðvardsdóttur á Salon Veh. Að vandlega athuguðu máli ákveður Hrund að klippa hárið stutt í hnakkanum en láta síddina að mestu halda sér að framan. Síðan litar hún hárið koparbrúnt. Þessi klipp- ing gefur marga möguleika og er þægileg fyrir leikmenn að eiga við. Þegar hér var komið sögu ákvað sögupersón- an okkar að vera svolítið flott á því og pantaði sér snyrtingu hjá Ragnhildi Hjaltadóttur, snyrtisérfræðingi á Salon Veh. Hjá henni fékk hún bæði góð ráð og glæsilega kvöldsnyrtingu. Að síðustu fórum við með sögupersónuna á þrjá staði, í verslunina Fanný á Laugavegi, Kjallarann á Laugavegi og til Valgerðar Torfadóttur í Galleri Langbrók-Textíl. A þess- um þremur stöðum var hún klædd upp og ár- angurinn varð svo glæsilegur að leiðin lá beint á Hótel Sögu þar sem myndirnar voru teknar. Það þarf vart að taka það fram að allt kostar þetta peninga en við eigum það kannski stund- um inni hjá okkur að stjana svolítið við okkur og verðum ef til vill betur í stakk búin á eftir að takast á við gluggapóstinn.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.