Vikan

Tölublað

Vikan - 03.07.1986, Blaðsíða 8

Vikan - 03.07.1986, Blaðsíða 8
Tracy er fyrrverandi barna- stjarna hjá Eileen Ford. Hún byrjaði feril sinn 12 ára gömul en hefur smám saman hækkað í tign og er nú fulltrúi Ford við ýmis tækifæri, eins og til dæmis hér í dómnefnd keppninnar. Tracy ber titilinn director of special events, en það þýðir að hún er framkvæmdastjóri allra meiri háttar sýninga og viðburða á vegum fyrirtækisins. Einnig ritstýrir hún FMQ (Ford Models Quarterly) sem er fréttablað. Hún segist ferðast mjög mikið og sé ósjálfrátt alltaf að leita að stúlkum fyrir Ford Models, enda sé það hluti af starfinu. „Hér á íslandi hef ég séð fjöld- ann allan af fallegum stúlkum,“ segir Tracy. „Yfirleitt hefur stúlkum frá Norðurlöndunum gengið mjög vel í þessari keppni og einnig sem fyrirsætum FM. Þrjár norrænar stúlkur hafa sigrað að undanförnu, frá Nor- egi, Svíþjóð og Danmörku, og þeim hefur gengið svo vel að þær eru toppmódel í dag. Sú sem sigr- aði á síðasta ári er kanadísk og sem dæmi um skjótan frama þá var komin forsíðumynd af henni í Vogue tveimur mánuðum eftir keppnina. Það er ekki endanlega ákveðið hvar aðalkeppnin, sem Valgerður tekur þátt í, verður, en hún verður í ágúst ’87. Þeir staðir sem helst koma til greina eru Hollywood, Tucson, Miami og Hawaii. Þetta er ekki venju- leg fegurðarsamkeppni heldur leit að fyrirsætum og er keppn- inni sjónvarpað um allan heim. Auk 250 þúsund dollara (ca 10 milljóna ísl. kr.) og þriggja ára samnings fær sigurvegarinn ótal smærri gjafir, svo sem hálsmen II HEIMASÆTA" i KJÖSINN að verðmæti 10 þúsund dollarar (400 þús. ísl.), pels og fleira.“ Tracy er fædd og uppalin í New York og þótt hún hafi að mestu unnið hjá Ford Models var hún um tíma eftir háskólanám í París og Flórens að kynna sér högg- myndalist, arkitektúr og ljós- myndun. Þetta er fyrsta heimsókn hennar til íslands en sjálfsagt ekki sú síðasta því að hún kunni sannarlega að meta ekta íslenskt umhverfi - og það hana - er hún var tekin tali á Kiðafelli í Kjós stuttu eftir keppnina. Hún leit fremur út eins og hver önnur frískleg heima- sæta en fulltrúi módelheimsveld- is. „Ég hafði lesið mér svolítið til um landið, hverina, hreina loftið og sterku litina í náttúrunni. Og svo auðvitað um ykkar stórkost- lega kvenforseta. Ég hafði heyrt að það væri hægt að gista á sveitabæ og það langaði mig að gera svo að hér er ég nú og nýt kyrrðarinnar, anda að mér hreina loftinu og þamba ferska vatnið. Þetta með loftið og vatn- ið tel ég einmitt ástæðuna fyrir fallegri húð íslenskra kvenna. Ég elska sveitalíf og hesta, er búin að fara á hestbak og helst vildi ég komast í veiði líka en ég hef víst ekki tíma til alls sem mig langar að gera. Ég vildi að ég gæti verið lengur, ég hef nefnilega á tilfinningunni að Is- land sé eins og óuppgötvað að vissu leyti, svo ferskt er það. Ég reyni að komast burt frá New York um hverja helgi og fer á hestbak í Central Park helst einu sinni í mánuði. - En ég kem aftur í sveitasæluna á íslandi, bíðið þið bara!“ 8 VIKAN 27. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.