Vikan

Tölublað

Vikan - 03.07.1986, Blaðsíða 22

Vikan - 03.07.1986, Blaðsíða 22
V E MYND VIKUNNAR Töfraveröld Woody Allen ★ ★ ★ ★ THE PURPLE ROSE OF CAIRO RAYBURN morgan r_ R TALMABGE JEWEL Kaírórósin (The Purple Rose of Cairo). Leikstjóri: Woody Allen. Aðalleikarar: Mia Farrow, Jeff Daniels og Danny Aiello. Sýningartími: 82 mín. Það er ekki ný hugmynd að gera kvikmynd um kvikmynd. Margir hafa reynt en fáum tek- ist. Woody Allen hefur með mynd sinni, Kaírórósinni, tekist að fullkomna þetta form svo ekki verður betur gert. Hugmyndin, að blanda saman persónum úr óraunveruleika kvikmynda á fjórða áratugnum og raunveru- legum persónum, er lifa við kreppuástand, er snjöll en hefði í fyrstu mátt ætla að væri ófram- kvæmanleg. Hjá Woody Allen fer saman hugmyndaauðgi og fullkomin þekking á því listformi sem hann vinnur. Kaírórósin er því með eftirminnilegum kvikmyndum síðari ára. Aðalpersóna myndarinnar er Cecilía (Mia Farrow) sem er óhamingjusöm húsmóðir sem fær fullnægingu í líf sitt með að fara i kvik- myndahús og sjá rómantískar kvikmyndir. í einni slíkri bíóferð tekur ein aðalpersóna mynd- arinnar sig út úr, ávarpar hana og gerir meira en það. Hann gengur út úr myndinni eins og ekkert sé og fer að lýsa aðdáun sinni á henni, öðrum persónum myndarinnar til mikillar ar- mæðu því ekki er hægt að halda áfram með söguþráðinn þegar eina persónu vantar. Saman fara nú skötuhjúin á flakk og verður úr mikið og skemmtilegt ævintýri áður en lausn fæst á þessari uppákomu... Það er alveg ótrúlegt hversu vel Woody Al- len hefur tekist að koma þessari absúrd hugmynd frá sér svo úr verði heilsteypt kvik- mynd. Það eru skýr mörk á milli raunveruleik- ans og hinna ímynduðu persóna sem birtist í því að persónur kvikmyndarinnar vita ekki neitt um neitt nema sögusvið myndarinnar sem þær leika í. Mia Farrow leikur hina óhamingjusömu Ceciliu og gerir það snilldarlega. Áhorfandinn fær mikla samúð með henni og stutt er í gaman- leikinn hjá henni. Woody Allen leikur ekki sjálfur í þessari mynd sinni og þótt alltaf sé gaman að honum hefði hann sjálfsagt ekki passað í neitt hlutverk hér. Kaírórósin er mynd sem kemur áhorfandanum skemmtilega á óvart og er í raun einstök kvikmyndagerð. 22 VIKAN 27. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.