Vikan

Tölublað

Vikan - 03.07.1986, Blaðsíða 27

Vikan - 03.07.1986, Blaðsíða 27
- Hvernig er Flokkur manns- ins uppbyggður? Það eru ráð starfandi sem i stjórna, landsráð sem er aðalráð, kjördæmaráð sem starfa í kjör- dæmunum og bæjarráð. Þá eru grunneiningarnar sem eru áhugahópar nokkurra einstakl- inga.“ - Svo flokkurinn er starfandi víðs vegar um landið? „Já, flokkurinn er starfandi á helstu stöðum og það eru flokks- félagar um allt land þó ekki séu alls staðar flokksfélög. En núna vinnum við að því að byggja flokkinn upp og koma á kjör- dæmaráðum í öllum kjördæm- um.“ - Hvert sækið þið fylgi? Er það aðallega ungt fólk sem kýs ykk- ur? Við sækjum fylgi til ungs fólks, sjómanna, verka- manna og kvenna. Og eftir kosningar kom í ljós að eldra fólk í ýmsum störfum káus okkur ekkert síður en þeir yngri. Það fann ein- hvern gamlan hugsjónaeld kvikna." - Nú er Flokkur mannsins nýtt afl og kraftmikið. Hafið þið orðið vör við að fólk sé á varð- bergi eða andsnúið ykkur? „Þetta er alveg nýtt afl, það er rétt. Aður hafa komið fram nýir flokkar sem allir voru brot úr einhverjum öðrum hreyfing- um sem þegar voru til staðar. En Flokkur mannsins er alger- lega nýr af nálinni. Hann er framandi afl sem fólk veit ekki hvernig það á að bregðast við. Við ætlum að breyta þessu þjóð- félagi og erum að fara gegn gömlu og stöðnuðu kerfi. Svo auðvitað verðum við vör við mótspyrnu. En stefnan okkar laðar líka að. Við erum hress og bjartsýn og látum ekki deigan síga. Það þykir fólki mjög sjarm- erandi." - Hvernig byggið þið ykkar flokksstarf upp? „Við byggjum það upp á virkni hvers og eins. Við vinnum saman að því að koma stefnunni okkar í framkvæmd. Við erum ekki eins og hinir, þar sem hver höndin er uppi á móti annarri og allir reyna að ota sínum tota. Við höldum ekki prófkjör því menn kaupa sér ekki sæti á framboðslista hjá okkur. Slíkt brýtur í bága við hugsjón okkar.“ - Feikilega margir halda Flokk mannsins einhvers konar trúar- hóp? / Ashildur verður svolítið þreytuleg á svipinn. „Nei, við erum enginn trúar- hópur. Að vísu trúum við á möguleika mannsins og viljum skapa honum betri framtíð. En við höfum ekki í hyggju að setja upp safn- aðarheimili og prédika yfir landslýð. Við erum fyrst og fremst pólitískt afl.“ - Ertu ánægð með árangur flokksins í kosningunum? Já, það er mjög athyglisvert að 70 ára gamlir flokkar, eins og Framsókn, ná rétt manni hérna í Reykjavík meðan Flokkur mannsins, sem er algerlega nýr, fær 2% atkvæða. Framsókn byggir á gömlum grunni, er með ítök út um allt, í fjölmiðlum og fyrirtækjum. Við höfðurn ekkert komist til almennings fyrr en kosningabaráttan hófst. Það var mjög stuttur tími en samt náðum við til þetta margra. Ég er því mjög ánægð með árangurinn.“ - Þú vaktir töluverða athygli í kosningabaráttunni fyrir skemmtilega og afslappaða fram- komu. Ertu vön að koma fram? ei, í rauninni ekki. En í gegnum hreyfinguna og flokkinn hef ég fengið mjög mikla þjálfun. Haustið ’84 fórum við nokkur héðan til Spánar sem fulltrúar manngildis- hreyfingarinnar. Þar talaði ég fyrir hönd okkar á heljarmiklum útifundi og var sú reynsla mjög skemmtileg. Svo er það náttúr- lega formaðurinn okkar, Pétur Guðjónsson, sem hefur þjálfað okkur alveg rosalega. Hann er stjórnunarráðgjafi og hefur víða haldið námskeið í ræðumennsku og framsögn. Við höfum notið góðs af þeirri þekkingu sem hann býr yfir.“ - En hvers konar tilfinning greip þig er þú komst fram á fundum og í sjónvarpi? Varstu með minnimáttarkennd gagn- vart hinum? „Nei, en þetta var virkilega spennandi. Tökum til dæmis fundinn í sjónvarpssal. Þarna kom ég, líkt og skrattinn úr sauð- arleggnum, við hliðina á Davíð Oddssyni sem menn hafa ákveðna ímynd af. Og margir hafa eflaust hugsað sem svo: Hyað hefur svona stelpukind í svdna stórlaxa? En okkar mál- staður er bara svo sterkur. Það er ekki hægt að hafa minnimátt- arkennd gagnvart hinum. Margir hafa reynt að núa mér því um nasir að ég sé ung og reynslulaus, en hvað hafa hinir verið að gera? Líttu á ástandið í þjóðfélaginu. Fólk er að sligast undan þrældómi. Og ég spyr: Þarf mikið til þess að gera betur en gamli fjórflokkurinn?" - En hvernig stendur á því að svona ung manneskja eins og þú skipar fyrsta sæti á framboðslist- anum í stærsta og erfiðasta kjördæminu? „Það er enginn fenginn í fyrsta sæti nema hann sé hæfur til þess og virkur í flokknum. Nú hef ég starfað í landsráði, er formaður almenningstengsla og hef verið mjög virk í flokksstarfinu. Ég var ekki valin í þetta sæti af því að ég er ung kona ættuð utan af landi heldur vegna þess að ég er talin hæf til þess að axla þá ábyrgð sem fylgir því að sitja í fyrsta sæti á framboðslista.“ - Áttu þér góðar minningar úr kosningabaráttunni? „Já, þetta var mjög lærdóms- ríkt tímabil. Á kjördag heimsótti ég yfirkjörstjórn. Það var mjög fróðlegt, svona eins og að koma á mafíufund. Þarna sátu ekki fulltrúar kvenna eða ungs fólks. Nei, þetta voru svona gæjar sem senda manni gluggabréf í pósti. Ég sannfærðist enn betur eftir þessa heimsókn um að stjórn- málamenn eru ekki annað en dúkkur í höndum svona manna. Þeir standa bak við tjöldin og stjórna öllu.“ - Áshildur, hvað hefðir þú gert ef þú hefðir komist inn í borgar- stjórn? Getið þið starfað með fjórflokknum títtnefnda? Já, við getum starfað með hinum flokkunum í ein- stökum málaflokkum og gerum það alveg örugglega. En við færum aldrei í sam- starf við hina flokkana, aldrei. Það er nefnilega ekki hægt að kaupa okkur gegn því að láta af einhverjum af okk- ar stefnumálum. Samstarf væri ekki mögulegt nema hinir flokk- arnir samþykktu okkar stefnu- mál og forgangsröð. Ef við vildum standa í einhverjum óþverra hefðum við bara skráð okkur í hina flokkana og eflaust náð þar langt sem einstaklingar. En manngildisstefnan er okkar hugsjón og hún verður ekki brot- in á bak aftur.“ - En hvað með samskipti við hinn almenna kjósanda? „Setjum sem svo að ég hefði komist inn. Þá hefðu kjósendur fengið fulltrúa sem hefði stöðugt hamrað á þeim atriðum sem skipta okkur mestu máli, svo sem að hækka launin, leysa hús- næðisvandann og dagvistun. Og ég hefði ekki þagað yfir ein- hverjum vafasömum aðgerðum í borgarstjórn. Það er mjög auð- velt að koma upplýsingum áleið- is til fólks. Við getum dreift flugritum yfir bæinn, gefið út bæklinga, hengt upp veggspjöld. Það er nauðsynlegt að opna augu fólks fyrir spillingunni." - Eruð þið vinstri eða hægri flokkur? „Við erum mannréttindaflokk- ur. Út frá okkar hugmyndafræði er frumstætt að ræða um vinstri eða hægri. Við viljum ýmsar fé- lagslegar breytingar. Og þar með eru margir sem stimpla okkur mjög róttæk. Aftur á móti viljum við draga úr ýmsum ríkisafskipt- um og þá erum við komin í flokk einhvers konar hægri manna. En okkar markmið eru hafin upp yfir alla umræðu um vinstri og hægri. Ég held að okkur hafi tek- ist í kosningabaráttunni að hrista alla stimpla af flokknum.“ - Nú eru alþingiskosningar yfirvofandi. Þið ætlið að bjóða fram? „Jú, og við höfum haldið und- irbúningsráðstefnu vegna þeirra og erum farin að leggja drögin að væntanlegri stefnuskrá. Við verðum varla mjög vinsæl meðal alþingismanna því við leggjum til að þeir fái sömu laun og þeir lægst launuðu í þjóðfélaginu. Eftir slíka breytingu er hægt að treysta alþingismönnunum, ekki fyrr. En hvort laun alþingis- manna yrðu lækkuð eða laun þeirra lægst launuðu hækkuð, það er svo annað mál! En við ætlum ekki bara að bjóða fram til Alþingis, við ætl- um að ná inn mönnum. Til þess þurfum við auðvitað fleira fólk til starfa með okkur. Við erum búin að skipuleggja mjög skemmtilegt starf næstu mánuð- ina. Það er aðgengilegt fyrir hvern þann sem starfa vill með okkur.“ - Svo við snúum okkur að öðru. Manngildishreyfingin er alþjóðleg en hvað með Flokk mannsins, er hann til annars staðar? Sko, svipaðir flokkar eru í gangi víða um lönd. En þeir hljóta að laga sig að mismunandi þjóðfélögum. Við höfum samband við þessar hreyfingar. I fyrra- haust áttum við til dæmis þátt í því að stofna flokka í Finn- landi og á írlandi. Það eru mjög 27. TBL VI KAN 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.