Vikan

Tölublað

Vikan - 03.07.1986, Blaðsíða 33

Vikan - 03.07.1986, Blaðsíða 33
Við höfum verið sett hér og þar og látin gera ólíkustu hluti, allt eftir geðþótta forráðamanna. Við þráum það mest að komast að á einhverjum góðum stað, í tónlist- arhúsi. Ég hélt satt að segja að menn væru sammála um að í nýju tónlistarhúsi ætti óperan líka inni. Islenska óperan í Gamla bíói er ekki endanleg lausn, hún var sett á laggirnar sem neyðarúrræði. Við höfum gert það áður, í Tjarnarbíói. Nú hefur Óperan ákveðið að starfa áfram í bíóhúsinu, sem er vægast sagt ákaflega takmarkað til óperuflutnings, þó það sé skemmtilegt fyrir óperugesti og allt það. Sviðið og annað er allt of lítið, aðbúnaður alveg kol- ómögulegur og ekki hundum bjóðandi, hvað þá söngfólki. Við verðum að hugsa til framtíðar- innar. Ópera verður ekki til frambúðar í Gamla bíói. Við höf- um að vísu fengið inni í Þjóðleik- húsinu en það nægir hara ekki. Það er einmitt málið, lögum sam- kvæmt á að setja upp eina óperu í Þjóðleikhúsinu á ári en þaðan er sífellt reynt að úthýsa henni. Þið í dómnefnd hafið einungis talað við forráðamenn íslensku óperunnar, ekki stéttarfélagið. Við viljum hafa tónlistarhúsið þannig úr garði gert að þar verði hreyfanlegt svið þar sem mögu- leiki væri á að færa upp stórar óperur, ekki að húsið yrði vett- vangur daglegrar starfsemi óperunnar. Ég vona svo sannar- lega að enn sé hægt að gera eitthvað svo það verði mögulegt. Sinfónían þarf að sjálfsögðu sitt pláss til æfinga, enda er ekkert sem mælir gegn því að hún eigi þar heimili. Við eigum öll eftir að sjá eftir því að hafa ekki horft til framtíðarinnar, við eigum fyrsta flokks óperufólk sem verð- ur að fá sín tækifæri og annað hitt að ekkert tónlistarform nær eins vel til fólksins. FREYR: Við komum að óperunni aftur, en hvert skyldi sjónarmið popptónlistarmannsins vera? EGILL: Ég sat í stjórn samtak- anna í upphafi og kynntist þessari umræðu þá, þar voru nákvæmlega sömu hlutirnir ræddir. Það var allan tímann ljóst að húsið yrði aldrei heimili sinfóníu og óperu, það rúmast einfaldlega ekki fyrir utan að gera unnendum annarra tónlist- artegunda til hæfis. Spurningin var því hvort við ætluðum að reisa hús eins og Þuríður lýsti, sem rúmar Niflungahring Wagn- ers, kannski tvær sýningar á ári, með turnum, leiktjaldageymslum og tilheyrandi, eða hvort reisa ætti þarna gott tónlistarhús. I Reykjavík eru leikarar og óperu- söngvarar og fullt af hópum á götunni með sína starfsemi. Atti það að vera forsenda smíði þessa húss að þarna myndi hýsast eins konar bingóhöll, sirkushús, óperuhús, einhvers konar alls- herjar hús þar sem allir kæmust inn með sína starfsemi, meira að segja iðnsýningar hvað þá meir? Eða eigum við að takmarka okk- ur við að byggja þarna gott tónlistarhús? Sinfónían mun eiga heimili í þessu húsi níu til fimm, það þótti mörgum hart úr mínum röðum. Ég leyfi mér að efast um að það sé mögulegt að samræma þarna starfsemi sin- fóniu og óperu. Ég þekki ókosti þess að spila tónlist í húsum með turnum fyrir leiktjöld. Turnarnir hreinlega gleypa tónana, við þekkjum þetta úr Háskólabíói. Ópera á að vissu leyti meiri sam- fylgd með leikhúsi og leikhúsað- stöðu. JÚLÍUS: Ég get bent á fjölmörg hús í Vesturheimi þar sem sam- ræming af þessu tagi er ekkert mál. Þetta er spurning um tækni- lega útfærslu, ekkert annað. Það er ekki satt að þetta sé ósamræm- anlegt. Ég nefni óperuna í Sidney, hún er listamiðstöð. Þar er líka hægt að halda popptón- leika. Tónlistarhús íslands þyrfti að vera slík listamiðstöð. Óperu- söngvarar voru kallaðir til þegar auglýsa þurfti þetta hús, meðal annarra Kristján Jóhannsson. Nú er hann hér á mótmælaskjal- inu, að sjálfsögðu, það er ekki gert ráð fyrir neins konar óperu- flutningi á þessum teikningum. Og ég vil taka það fram að ekki er verið að ráðast á Guðmund á nokkurn hátt, teikningar hans og hugmyndir eru góður arki- tektúr. En þær uppfylla ekki kröfurnar. Ég skil ekki þá ein- stefnu sem virðist ráða hér ferðinni. Þetta hús hefur alltof þrönga nýtingarmöguleika. GUNNAR: Við í forsagnarnefnd fórum til Noregs að kynna okkur það nýjasta sem er að gerast í þessum málum. Við komum heim með þá skoðun að þetta sé ein- faldlega ekki samræmanlegt nema með alveg gífurlegum til- kostnaði. Sú hugmynd var lengi uppi að við ættum að byggja svo- kallaðan complex, samliggjandi tónleikasali með sameiginlegri umgjörð, og mæta þannig mis- munandi kröfum. VALDÍS:Dómnefndin fjallaði líka um það hvort ekki væri mögulegt að byggja óperuhús í öðrum áfanga og þá sem sjálf- stætt hús, ætla okkur ekki of stóran bita í byrjun. FRE YR: Hvers vegna var sú leið ekki valin? VALDlS: Við litum svo á að sennilega myndu líða mjög mörg ár þar til byrjað yrði á seinni áfanga. Að koma fyrri áfanga upp er nógu stórt fyrirtæki. Seinni áfangi yrði miklu flóknari og dýrari og tímar gætu breyst og þarfirnar, sVo okkur var til efs að eitthvað áynnist með slíku fyrirkomulagi. ÞURÍÐUR: Þetta er mjög dæmi- gert. Það liðu áreiðanlega hundrað ár þangað til slík við- bygging yrði reist. Ég skal segja ykkur eitt. Þegar Borgarleik- húsið var á teikniborðinu voru ráðamenn ekki til viðræðu um að óperan fengi þar inni. Þið vit- ið þetta í öllum þessum nefndum tónlistarhússins, þess vegna er þetta mál allt svo skrítið. Þarna er heil stétt listamanna, meira að segja mjög góð, og henni er alls staðar úthýst. GUNNAR: Mér finnst afskap- lega slæmt ef einhver heift ætlar að hlaupa í þetta mál. Við höfum fullan hug á að koma til móts við óperusöngvara. Að byggja hús með flóknum tæknibúnaði fyrir fjölnot hleypir kostnaði svo mikið upp að það borgar sig í raun að byggja annað hús við hliðina. Við viljum fá gott tón- leikahús og auðvitað líka góða óperu. Russell Johnson, sá frægi sérfræðingur í byggingu tónlist- arhúsa, sagði mér að við gætum tvöfaldað kostnaðinn, úr fjögur hundruð í átta hundruð milljón- ir, ef við veldum þá leið sem Júlíus leggur til. Ég nefni Grieg- höllina í Bergen sem er rekin sem fyrirtæki og það stendur vel und- ir kostnaði, auk þess að borga byggingarvexti. Hún er líka leigð út í tískusýningar og skákmót og hvað sem er. .. ÞURÍÐUR: Iðnsýningar líka? FREYR: Er á dagskránni að reka íslenska tónlistarhúsið á þennan hátt? GUNNAR: Það verður að gera. Þetta hús verður að nýtast til mjög ólíkra þarfa, auðvitað sér- staklega á sviði tónlistar. GUÐMUNDUR: Hugmynd mín byggir á því að hægt sé að breyta salarformum, einmitt út af mis- munandi þörfum og hljómburð- srtskni EGILL: Ég held að það sé bara ein róttæk lausn á þessu máli, ég fæ ekki séð hvemig á að sam- ræma starfsemi óperu og sinfóníu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.