Vikan - 03.07.1986, Blaðsíða 14
Hundaraunir
Þrátt fyrir að undanþágur hafi verið gerðar á hundalög-
gjöf Reykjavíkur fer því fjarri að hundar geti um fijálst
höfuð strokið hér í höfuðborginni. Langur listi er til yfir þá
staði þar sem hundar mega ekki stíga inn fæti en þeirra á
meðal eru sundlaugar, matsölustaðir, almenningssalerni og
verslanir. Minna þessar reglur helst á lögin um aðskilnað
kynþátta í Suður- Afríku sem svo mjög hafa verið til um-
ræðu undanfarið. Láti hundur sjá sig utan heimilis skal
hann hafa eiganda sinn með í bandi og gæta þess vandlega
að hreinsa upp allan þann saur sem hvor um sig kann að
skilja eftir á glámbekk.
Nú nýverið hefur ferðafrelsi hunda verið skert enn frekar.
Víðs vegar um miðbæ borgarinnar má sjá skilti sem banna
hundum allan umgang frá því klukkan 8 á morgnanna til 21
á kvöldin. Velta hundar nú vöngum yfir því hvaða ástæður
liggi þarna að baki og hví þessi tilteknu tímamörk séu. Stöðu-
mælatími er frá 9 til 18 og helst í hendur við opnunartíma
verslana en engin bein rök eru auðsæ fyrir því að hundabann-
tíminn hefjist klukkan 8 en ekki til dæmis 7.30 og ljúki
klukkan 21 en ekki 20.15. Gáfuð tík í vesturbænum hefur
reyndar leitt getum að því að þetta sé aðeins fyrsta skrefið
í víðtækari áætlun um heft ferðafrelsi hunda. Innan tíðar
verði þeim bannað með öllu að láta sjá sig á almannafæri.
Nema þá kannski dulbúnir sem pottablóm.H
u
Einhvern tíma gekk sú saga að
herbergin á geðveikrahælinu í Na-
iskovu væru kúlulaga. Ekki svo að
mennirnir á myndinni hér að ofan
séu staddir þar norðurfrá heldur eru
þeir í nýlegri stúdíóaðstöðu í Kópa-
voginum þar sem gengið hefur verið
svo frá einu horninu að engin sam-
skeyti sjást, hvorki lárétt né lóðrétt,,
niðri við gólf. Hornið er því í raun
fjórðungur úr kúlu og gefur að bragði
margvíslega möguleika sem bak-
grunnur fyrir Ijósmynda- og kvik-
myndatökur.
Það er fyrirtækið SviðsMyndir hf.
á Smiðjuveginum sem útbjó þessa
völundarsmíð í húsnæði sínu og
leigir aðstöðuna út, en að fyrirtækinu
standa þrír leikmyndasmiðir sem
sögðu upp stöðum sínum hjá Þjóð-
leikhúsinu fyrir rúmu ári og ákváðu
að starfa sjálfstætt. Enginn hörgull
hefur verið á verkefnum hjá þeim
félögum undanfarið. Hafa þeir meðal
annars hönd í bagga með sýningum
í tilefni af afmælum Reykjavíkur,
Landsbankans og Seðlabankans
sem allar verða nú í sumar.
Sá skortur á hornum og samskeyt-
um, sem einkennir stúdíóið í
Kópavoginum, gerir mann óneitan-
lega hálfringlaðan en kúlulaga
sjúkrastofurnar í Naiskovu eru ein-
mitt byggðar með það fyrir augum
að auka geðveiki sjúklinganna. Þær
koma líka í veg fyrir að þeir geti
skitið í hornin.
Endurbyggð hús
Eins og sagt er frá annars staðar
hér á siðunni vinnur fyrirtækið Sviðs-
Myndir í Kópavogi nú fullum fetum
að sýningum í tilefni af afmæli
Reykjavíkur, Landsbankans og
Seðlabankans. Hefur fyrirtækinu
meðal annars verið falið að endur-
byggja í fullri stærð fyrstu bækistöð
Landsbankans en hún var í steinhúsi
neðarlega við Bankastrætið þar sem
verslunin Stella er nú til húsa. Mynd-
in hér að ofan er af líkaninu sem
byggt er eftir.
Fyrir Reykjavíkurborg verður síðan
smíðuð 40 fermetra krambúð með
öllu tilheyrandi en henni er ætlaður
staður á Árbæjarsafninu að afmæl-
inu loknu. Á sömu sýningu verður
meðal annars kynning á Landsvirkj-
un en sýningargestir munu fræðast
um starfsemi fyrirtækisins í myndar-
legum jarðgöngum, gerðum úr
frauðplasti. Þau koma væntanlega
ekki til með leka eins og göngin við
Blöndu þannig að fólk ætti að geta
skilið regnhlífarnar eftir heima.
14 VI KAN 27. TBL