Vikan

Tölublað

Vikan - 03.07.1986, Blaðsíða 34

Vikan - 03.07.1986, Blaðsíða 34
til dæmis, þó svo að húsið byði upp á það, það gengur einfald- lega ekki upp. Mér heyrðist það á Þuriði áðan að þarna þyrftu stórar óperur að komast inn, segjum einu sinni á fimm ára fresti. Mér fmnst það í raun fá- sinna líka. Söngfólk og óperufólk hér er löngu búið að sanna getu sína og á skilið að fá gott hús. Eina lausnin, sem ég sé, er þessi, hún er mjög róttæk: Það á að breyta lögum um þjóðleikhús þegar Borgarleikhús kemst í gagnið og þangað á að færa inn óperu og söngleikjahús ásamt með íslenska dansflokknum. Þjóðleikhús á að fá nýja aðstöðu. Það þarf ekki stórt hús eða stórt svið því lög um þjóðleikhús segja til um að það eigi að vera um alla landsbyggðina. Þjóðleikhús þarf bara lítið svið þar sem það æfír upp sýningar, svo er það bara á flandri um landsbyggðina. Það er þjóðleikhús. Ef það vill ekki vera á þessu flandri og skemmta þjóðinni, þá á bara að leggja það niður. Við höfum ekk- ert að gera með tvö stór stofn- analeikhús í borginni. Hvar ætlum við að galdra fram sextíu þúsund áhorfendur til að fylla nýja starfsemi inni í mýri? Fyrir utan að nægilegt tæknilið er ekki til í landinu. Það eru tveir menn á ljósaperunum í Iðnó og einn á segulbandinu. Tækniliðið í mýr- inni mun koma úr Þjóðleikhús- inu. ÞURÍÐUR: Ég held þú ættir að leggja þetta fyrir þjóðleikhús- leikara, elsku drengurinn minn, og konuna þína. EGILL: Ég veit að það mun heyr- ast hljóð úr horni. Það er ekki hægt að byggja hús sem gerir óperuunnendum, sirkusfólkinu, sinfóníu-, rokk- og vísnaunnend- um til geðs. Ég þekki það af eigin reynslu, nú síðast í Kína. Þar spiluðum við í húsum sem byggð voru utan um kínversku óperuna með öllum sínum turnum og stór- um ranghölum til hliðanna og svið sem er fjörutíu til fimmtíu metrar á dýpt, eins og hálfur fót- boltavöllur. Við lentum alls staðar í sama vandamálinu. FREYR: Eru þá einungis draum- órar að hægt sé að samræma svo ólíkan tónlistarflutning í sama húsinu? EGILL: Ég held að við verðum að hugsa stórt og þora að gera róttækar breytingar. Óperuna vantar hús. Hún verður ekki mikið lengur á gluggasyllunni í Gamla bíói. Nýja tónlistarhúsið verður fyrst og fremst heimili Sinfóníunnar og fyrir þess háttar tónlist. Svo koma djassinn, popp- ið, lúðrasveitirnar, kórarnir og alltþað. ÞURÍÐUR: Sko, við þurfum ekki heimili þarna fyrir óperuna. Við getum flutt inn og út svo það er ekki málið. JULIUS: Þú nefnir þarna gamal- dags hús í Kína. Það er einmitt málið. Við þurfum annars konar hús í dag og þau eru til víða er- lendis, hús sem geta tæknilega hýst bæði popp, óperu og sin- fóníu. EGILL: Já, já, en óperan er líka gamalt form sem kallar á sitt. Wagneróperur kalla á stór tjöld og tilheyrandi. Menn vilja hafa þann valkost. JÚLÍUS: Ég bendi bara á að Russell Johnson, sem þú nefndir hér áðan, er búinn að leysa þessi mál sem þið eruð að velta ykkur upp úr. GUNNAR: Það kostar ekki nema þrjú þúsund dollara að taka í hönd hans. ÞURÍÐUR: Hvað! Málið er nátt- úrlega það að þetta hús nýtist afskaplega illa ef það er einungis ætlað fyrir Sinfóníuhljómsveit- ina. EGILL: Nei, nei. Þarna verða j lúðrasveitir, djasstónleikar, stór- ir popptónleikar með erlendum og innlendum hljómsveitum, ein- söngvurum og svo framvegis. ÞURÍÐUR: Vildirðu láta útiloka alla popptónlist úr húsinu? EGILL: Að sjálfsögðu ekki. En ef óperan bættist við myndu þarf- irnar gerbreytast. Þá þurfum við risastóra gryfju, saumastofur og guð má vita hvað. GUNNAR: Þetta sagði Russell Johnson. Það borgar sig frekar að byggj a yfir óperuna í hliðar- byggingu en að reyna að samræma hið ósamræmanlega. JÚLÍUS: Bíddu við. Nú ert þú að koma með hugmyndir sem ég hef ekki heyrt áður. Það er full þörf á að ræða þetta atriði nán- ar. Af hverju hefur ekki verið haft samband við okkur óperu- söngvara um þetta mál? Það er bara ráðist áfram með hús sem er hálfgert Háskólabíó. Þá er vitlegra að breyta bíóhúsinu í tónleikahús. Kostar fimmtán milljónir, getið gertþað á morg- un, búið. FREYR: En hvað segir hönnuð- urinn um þessar umræður? GUÐMUNDUR: Já, ég hef greinilega fengið nokkuð vill- andi upplýsingar. Mér skildist að það hefði verið haft samband við óperuna. ÞURÍÐUR: Það er einmitt það. En íslenska óperan er fyrirtæki í Gamla bíói, það er ekki það sama og óperudeild íslenskra leikara, íslenskir óperusöngvar- ar. Svo eru þeir afskaplega ónafngreindir, þessir menn sem þið nefnið úr íslensku óperunni. Það væri gaman að fá að vita hverjir það eru. Það sem við vilj- um er að ekki sé aftur og aftur gengið fram hjá okkur með sí- felldum afsökunum. Við erum þó líka tónlistarfólk, við verðum að eiga þarna aðgang. EGILL: Já, Þuríður, eitt er að tala um hvað þetta væri bráð- snjöll lausn á húsnæðisvandræð- um alls tónlistarfólks, annað er hvort það er raunhæft. FREYR: Valdís? VALDÍS: Nú hafið þið gagnrýnt vinnubrögð dómnefndar og nið- urstöður hennar. Af hverju j komuð þið ekki með gagnrýnina þegar forsögnin var lögð fram í fyrstu? Þá sagði engin neitt. ÞURÍÐUR: Þetta er ekki alveg rétt, Valdís, það var sleitulaust hamrað á því að þarna ætti líka að vera óperuhús, alveg frá upp- hafi. Hvers vegna heldurðu að Kristján Jóhannsson hafi verið fenginn til að auglýsa bygging- una? GUNNAR: Mig langar að bæta örlitlu við þetta. Á sínum tíma voru mjög heitar umræður um það í nefnd samtakanna hvort gera ætti ráð fyrir óperuflutningi í þessu húsi og um það var kosið á lýðræðislegan hátt. Við ákváð- um að gera ráð fyrir óperuað- stöðu í tónleikahúsi en ekki tónleikaaðstöðu í óperuhúsi. EGILL: ímyndið ykkur allt það gráa silfur sem eldað yrði ef að kröfum óperufólks yrði gengið. Hvernig er til dæmis hægt að æfa óperur í þessu húsi, lokað í allt að sex vikur meðan á æfing- um stendur? Þið eruð að tala um alltannan hlut. ÞURÍÐUR: Nei, nei. Leyfið mér að koma með fyrirspurn. Þú ger- ir ráð fyrir því, Guðmundur, að hægt verði að setja upp óperur með léttum sviðsbúnaði. Hvernig ætlarðu að leysa þetta búninga- og sviðsmyndamál allt? GUÐMUNDUR: Það er ekki gert ráð fyrir því í þessari áætlun. Sú aðstaða yrði að vera annars stað- ar, greinilega. FREYR: Við hverja sérfróða tal- aðir þú þegar þú lagðir af stað út í hönnun? GUÐMUNDUR: Ég hafði ein- 34 VIKAN 21. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.