Vikan - 03.07.1986, Blaðsíða 58
Módel íslensku þátttakendanna
báru þessa skemmtilegu blóma-
skreytingu.
CD, Intercoiffure des Dames,
er alþjóðlegt félag hár-
greiðslumeistara sem greiða
kvenfólki. Þessi samtök voru
stofnuð árið 1925 í Frakk-
landi og eiga nú um 40 lönd
aðild að þeim. 1981 gengu
nokkrir Islendingar í samtökin.
íslendingarnir voru í fyrstu hluti
norsku deildarinnar en íslensk-
um aðilum fjölgaði og nú hefur
ísland hlotið viðurkenningu sem
fullgilt aðildarríki. Það er mikill
heiður fyrir hárgreiðslumeistara
að komast í ICD því að samtökin
eru mjög virtur félagsskapur.
Miklar kröfur eru gerðar til fé-
lagsmanna og þurfa tveir gamlir
félagar að mæla með nýjum
mönnum er þeir sækja um inn-
göngu.
ICD gefur út félagsblað, Inter-
beauté, sem birtir myndir af
greiðslum félagsmanna. Þá reka
samtökin svokallað Hús þjóð-
anna í París. Þar gefst félags-
mönnum kostur á að sækja
námskeið og kynna sér nýjungar
á sviði hárlistarinnar. Formaður
samtakanna er sjálfur Alexandre
hárgreiðslumeistari í París. For-
maður íslandsdeildarinnar er
Elsa Haraldsdóttir. Dagana 12.-
17. júní var Norðurlandaþing
samtakanna haldið í fyrsta skipti
hér á landi. Þingstaðir voru á
Laugarvatni og í Reykjavík. Um
120 erlendir gestir sóttu þingið.
15. júní héldu samtökin hátíð-
arsýningu í veitingahúsinu
Broadway. Sýndu sveitir frá
Norðurlöndunum verk sín ásamt
Lydiu Premier frá Sviss og
Maurice Franck frá París.
Maurice Franck er alheimslist-
ráðunautur Intercoiffure og
rekur stofur í Genf og París.
Hann starfar fyrir mörg tískufyr-
irtæki, svo sem Jean-Louis
Scherrer, Ferraud og Laroche.
Kom hann með sýnishorn af nýj-
ustu fatalínunni frá Frakklandi.
Vöktu fötin mikla hrifningu
áhorfenda. Maurice Franck hef-
ur staðið fyrir því að hanna og
framleiða margvísleg hárbönd og
skraut. Þá hefur hann einnig
sérhæft sig í gerð hárkolla 'og
toppa. „Nútímakonan er á stöð-
ugum þeytingi,“ segir hann.
„Hún vinnur fullan vinnudag en
vill samt líta vel út á kvöldin.
Við komum til móts við hana
með þessum nýjungum.“
Sýningin í Broadway þótti
takast mjög vel. Höfðu
menn orð á því að
jafnglæsileg sýning hefði
vart verið haldin hér á
landi. Ótnilega mikil
breidd virðist ríkja í hár-
greiðslu í dag og mikið um
skemmtilegar hugmyndir.
Finnska sveitin sýndi til dæmis
greiðslu sem hún kallaði KIELO-
blómið. Kielo er jurt sem er ein-
hvers konar þjóðartákn Finna.
Pirkko Pitkánen var forystu-
kona finnsku sveitarinnar. Hún
sagðist hafa tekið þátt í mörgum
sýningum og mótum á \egum
Intercoiffure en hún hefur verið
meðlimur í samtökunum í 6-7 ár.
Þá hefur hún tvisvar orðið
finnskur meistari í hárgreiðslu
og tekið þátt í Evrópumótum.
Pirkko sagði að hárgreiðslufólk
á Norðurlöndunum stæði kolleg-
um sínum í Evrópu og Banda-
ríkjunum fyllilega jafnfætis og
sýndi oft meiri frumleika og þor
en gerðist og gengi.
58 VIKAN 27. TBL