Vikan

Tölublað

Vikan - 03.07.1986, Blaðsíða 58

Vikan - 03.07.1986, Blaðsíða 58
 Módel íslensku þátttakendanna báru þessa skemmtilegu blóma- skreytingu. CD, Intercoiffure des Dames, er alþjóðlegt félag hár- greiðslumeistara sem greiða kvenfólki. Þessi samtök voru stofnuð árið 1925 í Frakk- landi og eiga nú um 40 lönd aðild að þeim. 1981 gengu nokkrir Islendingar í samtökin. íslendingarnir voru í fyrstu hluti norsku deildarinnar en íslensk- um aðilum fjölgaði og nú hefur ísland hlotið viðurkenningu sem fullgilt aðildarríki. Það er mikill heiður fyrir hárgreiðslumeistara að komast í ICD því að samtökin eru mjög virtur félagsskapur. Miklar kröfur eru gerðar til fé- lagsmanna og þurfa tveir gamlir félagar að mæla með nýjum mönnum er þeir sækja um inn- göngu. ICD gefur út félagsblað, Inter- beauté, sem birtir myndir af greiðslum félagsmanna. Þá reka samtökin svokallað Hús þjóð- anna í París. Þar gefst félags- mönnum kostur á að sækja námskeið og kynna sér nýjungar á sviði hárlistarinnar. Formaður samtakanna er sjálfur Alexandre hárgreiðslumeistari í París. For- maður íslandsdeildarinnar er Elsa Haraldsdóttir. Dagana 12.- 17. júní var Norðurlandaþing samtakanna haldið í fyrsta skipti hér á landi. Þingstaðir voru á Laugarvatni og í Reykjavík. Um 120 erlendir gestir sóttu þingið. 15. júní héldu samtökin hátíð- arsýningu í veitingahúsinu Broadway. Sýndu sveitir frá Norðurlöndunum verk sín ásamt Lydiu Premier frá Sviss og Maurice Franck frá París. Maurice Franck er alheimslist- ráðunautur Intercoiffure og rekur stofur í Genf og París. Hann starfar fyrir mörg tískufyr- irtæki, svo sem Jean-Louis Scherrer, Ferraud og Laroche. Kom hann með sýnishorn af nýj- ustu fatalínunni frá Frakklandi. Vöktu fötin mikla hrifningu áhorfenda. Maurice Franck hef- ur staðið fyrir því að hanna og framleiða margvísleg hárbönd og skraut. Þá hefur hann einnig sérhæft sig í gerð hárkolla 'og toppa. „Nútímakonan er á stöð- ugum þeytingi,“ segir hann. „Hún vinnur fullan vinnudag en vill samt líta vel út á kvöldin. Við komum til móts við hana með þessum nýjungum.“ Sýningin í Broadway þótti takast mjög vel. Höfðu menn orð á því að jafnglæsileg sýning hefði vart verið haldin hér á landi. Ótnilega mikil breidd virðist ríkja í hár- greiðslu í dag og mikið um skemmtilegar hugmyndir. Finnska sveitin sýndi til dæmis greiðslu sem hún kallaði KIELO- blómið. Kielo er jurt sem er ein- hvers konar þjóðartákn Finna. Pirkko Pitkánen var forystu- kona finnsku sveitarinnar. Hún sagðist hafa tekið þátt í mörgum sýningum og mótum á \egum Intercoiffure en hún hefur verið meðlimur í samtökunum í 6-7 ár. Þá hefur hún tvisvar orðið finnskur meistari í hárgreiðslu og tekið þátt í Evrópumótum. Pirkko sagði að hárgreiðslufólk á Norðurlöndunum stæði kolleg- um sínum í Evrópu og Banda- ríkjunum fyllilega jafnfætis og sýndi oft meiri frumleika og þor en gerðist og gengi. 58 VIKAN 27. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.