Vikan

Tölublað

Vikan - 03.07.1986, Blaðsíða 7

Vikan - 03.07.1986, Blaðsíða 7
Andrea er 17 ára og hefur unnið við bensínsölu í tvö og hálft ár, fyrst var hún að afgreiða bensín en nú er hún kassamaður og vakt- stjóri hjá Olís við Gullinbrú. Níunda bekkinn kláraði Andrea í kvöldskóla og nú í haust var mein- ingin að fara í Fjölbraut og síðan í sálfræði en nú er útlit fyrir að þau áform víki að sinni. Draumatil- boðið, að reyna fyrir sér sem fyrir- sæta úti í heimi, barst óvænt og þá er ómögulegt annað en að taka því og freista gæfunnar. - Hvað fékk þig til að taka þátt í Ford-keppninni? „Eg hef verið í Módelsamtökun- um hjá Unni Arngrímsdóttur og hún benti Katrínu Pálsdóttur á mig sem hugsanlegan þátttakanda. Mér fannst mjög gaman að taka þátt í þessu og það kom mér mjög á óvart að fá þennan samning, bjóst svo sem ekki við neinu. Eg hef ver- ið í Módelsamtökunum í eitt ár, aðallega í tískusýningum en und- anfarið í fyrirsætustörfum hjá Maríu Guðmundsdóttur og Gunn- ari Larsen. Það var lengi draumur- inn að komast í svona starf og það er auðvitað hápunkturinn að fá ef til vill að vinna erlendis, geta séð sig um í heiminum og kynnst fólki frá hinum ýmsu löndum. Ef vel gengur gæti ég vel hugsað mér að vera úti eitthvað áfram og geyma sálfræðina. En til að byrja með þarf ég að safna mér myndum í möppu þarna úti í New York og verð þar líklega í tvo til þrjá mán- uði en svo fer ég kannski til Evrópu, Ástralíu eða Japan til að vinna svo framarlega sem ég fæ einhverja vinnu. Um jólin kem ég svo væntanlega heim og þá íhugar maður stöðuna." - Ertu ekkert kvíðin að leggja út í þetta? „Nei, ég er ekkert kvíðin enn, hlakka bara til. Þetta er náttúrlega erfitt starf og ég geri mér grein fyrir að þetta á eftir að verða fer- lega strembið en ég treysti mér í baráttuna." - Hvaða áhugamál áttu? „Ég hef nú lítinn tíma haft til annars en að vinna, í bensínsölunni og módelstörfunum, en ég hef alltaf gaman af að lesa góðar bækur, geri dálítið að því og svo að synda. En ég hef haft gaman af vinnunni, það er þroskandi hvort sem það er bens- ínstarf eða eitthvað annað.“ Það er alveg áreiðanlega rétt hjá Andreu því þó hún sé aðeins 17 ára virðist hún fyllilega undir það búin að hefja harða baráttu úti í heimin- um stóra. ANDREA BRABIN UR BENSINSOLU Á FYRIRSÆTUSAMNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.