Vikan

Eksemplar

Vikan - 03.07.1986, Side 7

Vikan - 03.07.1986, Side 7
Andrea er 17 ára og hefur unnið við bensínsölu í tvö og hálft ár, fyrst var hún að afgreiða bensín en nú er hún kassamaður og vakt- stjóri hjá Olís við Gullinbrú. Níunda bekkinn kláraði Andrea í kvöldskóla og nú í haust var mein- ingin að fara í Fjölbraut og síðan í sálfræði en nú er útlit fyrir að þau áform víki að sinni. Draumatil- boðið, að reyna fyrir sér sem fyrir- sæta úti í heimi, barst óvænt og þá er ómögulegt annað en að taka því og freista gæfunnar. - Hvað fékk þig til að taka þátt í Ford-keppninni? „Eg hef verið í Módelsamtökun- um hjá Unni Arngrímsdóttur og hún benti Katrínu Pálsdóttur á mig sem hugsanlegan þátttakanda. Mér fannst mjög gaman að taka þátt í þessu og það kom mér mjög á óvart að fá þennan samning, bjóst svo sem ekki við neinu. Eg hef ver- ið í Módelsamtökunum í eitt ár, aðallega í tískusýningum en und- anfarið í fyrirsætustörfum hjá Maríu Guðmundsdóttur og Gunn- ari Larsen. Það var lengi draumur- inn að komast í svona starf og það er auðvitað hápunkturinn að fá ef til vill að vinna erlendis, geta séð sig um í heiminum og kynnst fólki frá hinum ýmsu löndum. Ef vel gengur gæti ég vel hugsað mér að vera úti eitthvað áfram og geyma sálfræðina. En til að byrja með þarf ég að safna mér myndum í möppu þarna úti í New York og verð þar líklega í tvo til þrjá mán- uði en svo fer ég kannski til Evrópu, Ástralíu eða Japan til að vinna svo framarlega sem ég fæ einhverja vinnu. Um jólin kem ég svo væntanlega heim og þá íhugar maður stöðuna." - Ertu ekkert kvíðin að leggja út í þetta? „Nei, ég er ekkert kvíðin enn, hlakka bara til. Þetta er náttúrlega erfitt starf og ég geri mér grein fyrir að þetta á eftir að verða fer- lega strembið en ég treysti mér í baráttuna." - Hvaða áhugamál áttu? „Ég hef nú lítinn tíma haft til annars en að vinna, í bensínsölunni og módelstörfunum, en ég hef alltaf gaman af að lesa góðar bækur, geri dálítið að því og svo að synda. En ég hef haft gaman af vinnunni, það er þroskandi hvort sem það er bens- ínstarf eða eitthvað annað.“ Það er alveg áreiðanlega rétt hjá Andreu því þó hún sé aðeins 17 ára virðist hún fyllilega undir það búin að hefja harða baráttu úti í heimin- um stóra. ANDREA BRABIN UR BENSINSOLU Á FYRIRSÆTUSAMNING

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.