Vikan

Tölublað

Vikan - 03.07.1986, Blaðsíða 6

Vikan - 03.07.1986, Blaðsíða 6
Valgerður er 19 ára gömul og nemandi í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hún stefnir að því að ljúka stúdentsprófi um næstu jól en er ekkert búin að ákveða með áframhaldandi nám, gerði ráð fyrir að vinna eitthvað og sjá svo til. í sumar er Valgerður að vinna í matvörudeild JL-hússins og gerði ráð fyrir að vera þar til haustsins. En skjótt skipast veður í lofti, allt í einu er hún á förum til Banda- ríkjanna að undirbúa keppni í Face of the 80’s að ári. - Hvað varð til þess að þú tókst þátt í þessari keppni? „Vinkona mín hefur undanfarin ár verið að mana mig til að taka þátt í keppninni og þegar ég sá í einhverju blaði um daginn að það væru síðustu forvöð að skila inn mynd þá bara skellti ég mér í það. Það var virkilega gaman að þessu og viss reynsla. Ég veit ekki hvort ég átti beint von á að vinna, þó FORDSTULKAN VALGERÐUR / FRA JL TIL FORDIUSA kannski alveg eins. Ég sakna þess að við stelpurnar, sem tókum þátt í keppninni, skyldum ekki ná að kynnast betur.“ - Gamall draumur? „Ja, ég veit ekki - þegar ég var lítil og sá myndir í blöðunum af sætum, fínum konum þá hugsaði ég oft að svona vildi ég verða þegar ég yrði stór.“ - Hvað tekur nú við? „Ég fer til Bandaríkjanna nú í júlí og verð líklega fram í septemb- er hjá Eileen Ford. Þar verð ég ljósmynduð í bak og fyrir og fara myndirnar síðan í möppu sem ég á að nota til að koma mér á fram- færi. Svo kem ég heim til að klára skólann en býst við að fara aftur út eftir áramótin, en það fer reynd- ar allt eftir því hvernig gengur í sumar. Ég hef aðallega áhuga á fyrirsætustörfum, ekki tískusýn- ingastörfum. Maður hefur alltaf heyrt að það sé erfitt að koma sér áfram í þessu starfi og ef til vill gangi ekki allt eins og maður vill, en ég er tilbúin að takast á við þetta og er til í að vera í þessu næstu árin ef vel gengur. Auðvitað er ég líka æðislega spennt fyrir keppninni á næsta ári en jafnframt kvíðin." - Hver eru helstu áhugamálin? „Ég hef gaman af íþróttum, hef verið í líkamsrækt í þrjú ár, og svo hestamennsku þegar ég kemst á hestbak. Einnig finnst mér gaman að læra tungumál. Ég var skipti- nemi á Ítalíu í eitt ár og lærði þá ítölskuna alveg, var nefnilega hjá fólki sem talaði enga ensku svo ég varð að spjara mig.“ Það kemur sér væntanlega vel á næstunni að hafa tungumálaáhuga því fyrir utan Bandaríkjadvölina getur Valgerður átt von á að starfa í hinum ýmsu þjóðlöndum þar sem „myndmálið" dugar kannski ekki alltaf. 6 VIKAN 27. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.