Vikan


Vikan - 05.03.1987, Side 9

Vikan - 05.03.1987, Side 9
NAFIM VIKUNNAR ÚLFAR EYSTEINSSON .. .af álniga og innlifun... Úlfar Eysteinsson, matreiðslumaðurinn góð- kunni og rallari með meiru, er nafn þessarar Viku. Úlfar er nýkominn frá London þar sem hann sá um þorramat á þorrablóti Islendingafélagsins þar i borg. Úll'ar hefur á undanförnum árum verið óþreyt- andi að ferðast um heiminn og kynna islenskar afurðir á matvælakynningum og sérstökum Is- landsvikum enda hefur hann óbilandi trú á okkar ómengaða fiski og lambakjöti. svo og íslensku hugviti. En skila þessar matvælakynningar og Islandsvik- ur einhverju. „Það er ekki vall á þvi," segir Úlfar og heldur ákveðinn áfram: „íslendingar eru sem betur fer farnir að hugsa aðeins lengra en þeir hafa til skamms tíma gcrt. Við erum að byrja að gera okkur grein fyrir hvers konar verðmæti við erum með i höndunum í formi ómengaðs fisks og kjöts. Við stöndum orðið framarlega i verkun og mat- reiðslu á fiski. Ja, ég vil vera hógvær og segja að við stöndum erlendum matargerðarmönnum jafn- fætis og jafnvel skrefi framar á mörgum svið- um. En islenskir fiskframleiðendur og útflyljendur ciga að nota matreiðslumenn meira en þcir gera i dag. Það er þó aðeins að opnast á þeim annað augað í þessum efnum. Matreiðslumaðurinn á að vera inni i eldhúsi að elda. Hann á ekki að vera að vasast í sölumálum eins og stundum hefur vilj- að brenna við. Það er hlutverk sölumannsins. En á sama tima á sölumaðurinn ekki að standa inni i eldhúsi og vasast i matargcrð. Ég hef komið með þá byltingarkenndu hugmynd að það verði fengnir tuttugu eldklárir unglingar úr mcnntaskólunum, til dæmis úr máladeild, og þeim fcngnar i hendur fjögur hundruð þúsund krónur hvcrjum og þeim sagt: Þessir pcningar eru ykkar og þcim fylgja engar kvaðir aðrar cn þið reynið að sclja íslenskar afurðir erlendis. Það er nóg að fimm þcirra komi með sölusamning til baka. Þá er búið að borga kostnaðinn við hina fimmtán sem engu skila. í dag scndum við alltaf sömu mennina, þcir gista á sömu hótclunum og borða á sömu stöðunum, hitta sömu Gummana og sömu Jónana, svo er allt fast. Það er aldrei neinn árangur. Við erum alltaf að hjakka i sama farinu. Það vantar nýtt blóð því þegar ttýr maður fer með gömlu mönnun- um lærir hann af þcim og þetta verður einn vilahringur. Ililmar B. Jónsson hefur varpað þeirri hugmynd fram að selja lambakjöt til Bandaríkjanna fyrir dag Lcifs Eiríkssonar sem víða er haldinn hátíðleg- ur i byrjun októbcr þar í landi. Hann fellur þvi vcl að sláturtíðinni hjá okkur. Hvers vcgna í ósköpunum rcynum við ekki að höfða til þeirra Bandarikjamanna sem borða lambakjöt á þessum degi. Það kostar að vísu vilja og þor sem þeir hjá Sambandinu virðast ekki hafa." - Manni virðist sem það séu óteljandi höft á útfiutningi á lambakjöti hér á Iandi. Hverju svarar þú því? „Arið 1969 fór ég vestur til Bandaríkjanna og tók þá með mér hundrað kíló af lambakjöti. En það gekk ekki þrautalaust að fá það þvi þegar ég vildi fá að flytja það út með mér vísaði hver á annan. Það endaði með því að ég fór upp á skrif- stofu til Erlendar Einarssonar, forstjóra SÍS, og hann fékk ærlega hláturshviðu þegar hann heyrði erindi mitt og sagði: Þú ert einn af þessum spá- mönnum sem eru að fara utan og svo veit maður ekkert hvað gerist. Ég ætlaði mér alltaf að skrifa skýrslu um málið en úr því varð því miður aldrei." - Finnst þér illa tekið i allar hugmyndir sem menn hafa varðandi útflutning á íslensku lamba- kjöti? „Það taka manni í raun og veru allir afskaplega vel en þessi frumkvæðisskilvinda hjá islenskum lambakjötsútflytjendum hlýtur að vera ofboðslega stór. Maður laumar að þeim hugmyndum en það verður aldrei neitt úr neinu. Það er eins og þeir þurfi að hafa hugmyndina kortlagða inni á skrif- borði hjá sér til að eitthvað verði úr framkvæmd- um. Það er heldur ekkert vit í því að flytja allan þennan fisk út í gámum eins og gert er í dag. Þegar út er komið er hann jafnvel blandaður slæmu hráefni og seldur sem Islandsfiskur þrátt fyrir það. Þetta gerðist með ullina, það var farið að blanda hana með lélegu hráefni þegar út var komið. Og til þess eru vitin að varast þau. Við eigum að fullvinna fiskinn hérna heima og senda hann út i „posjón" pakkningum. Við getum tekið þorskinn sem dæmi. Þvi ekki að pakka sporðinum sér, miðjunni sér og hnakkastykkinu sér? Þá geta hótelkeðjur og veitingastaðir keypt það sem hentar þeim best, til dæmis tvö hundruð þúsund þorsksporða á einu bretti. Gámaútflutningurinn býður upp á að það sé eitt- hvað verið að leika sér með fiskinn okkar. Með þvi að fullvinna hráefnið sem mest innanlands get- um við komið í veg fyrir það." - Nú ert þú viðurkenndur listakokkur, hvaða augum litur þú á matargerðarlistina? „Matargerðin er list og henni verður maður allt- af að vera trúr. Ég elda bæði af áhuga og innlifun. Það þýðir ekkert fyrir mann að segja við gestinn sem kvartar yfir mat gærdagsins: Ja, ég var nú ekki hér í gær. Viðskiptavinurinn verður alltaf að geta treyst þvi að hann fái matinn jafngóðan, hvort sem hann kemur daglega eða einu sinni á ári. Ef maður er í forsvari fyrir eldhús verður maður að binda svo um hnútana að gæði réttanna séu alltaf eins. Staðurinn okkar Leós Löve, Úlfar og Ljón, byggist upp á samvinnu þeirra sem þar vinna. Ég er með frábært starfsfólk og það leggja sig allir fram. Við byggjum á einfaldri matreiðslu og reyn- um að gera sem flestum til hæfis. Við eldum fiskinn til dæmis aldrei það mikið að við séum vissir um að hann sé fulleldaður því ofeldaður fiskur er ekki boðlegur. Þessi einfalda regla hefur fieytt okkur ansi langt. Okkar mottó er að gesturinn fari ánægður út." - Þú hefur komið viða við i veitingabransanum, hefur meðal annars staðið i því að selja hamborg- ara inni á Sprengisandi - mér skilst nú raunar að þetta hafi verið mikið ævintýri. Hvað olli því að þú, þessi meistarakokkur, fórst að selja hamborg- ara? „Þetta var sprengjusandur, þetta var min Krafla. Þetta átti bara að vera biðtími. Ég var á leiðinni með Tómasi Tómassyni inn á Hard rock’café stað sem átti að vera staðsettur í Kringlunni. Þetta var einungis spurningin um að vera þarna i átta mán- uði. Helminginn af síðasta ári ætlaði ég að vera erlendis að kynna mér Hard rock’café staðina og fiytja þetta svo hingað inn. En málin þróuðust á annan veg og nú er ég laus úr álögum." - Það hafa heyrst þær sögur i bænum að þú hafir grætt óheyrilega á veitingarekstrinum... „Það er nánast bilun að ætla að halda því fram. Ég er með lögfræðinga á eftir mér. Minn hagnað- ur felst hins vegar i reynslu en peningana hef ég ekki séð ennþá. Þegar ég var fjórði hæsti skatt- greiðandi í fyrra held ég að stúlkan á skattinum hafi fengið hnerra og ýtt á eitt aukanúll á tölv- unni sinni. En það var leiðrétt. Það er ekki stafur fyrir þessu." - Nú og svo ert þú mikill rallari eftir því sem maður hefur heyrt, er það áhugamálið fyrir utan matargerðarlistina? „Já, svo sannarlega. Það er gjörólíkt því sem maður er að gera. Að leggja sig allan fram í eld- húsinu og fara svo út að ralla er alveg meiri háttar. Það vindur hreinlega ofan af manni. Þetta er hraði, spenna og að vera fljótur í ákvarðanatöku. Þetta er gjörólíkt og veitir manni fyllingu." - Hefur þú oft tekið þátt í keppni? „Ég hef keppt sjö sinnum." Og aldrei unnið, skýt ég inn í samtalið. „Jú, ég hef unnið eitt sprettrall," segir Úlfar hlæjandi. „Svo var ég ann- ar í síðasta Ljómaralli, tvisvar sinnum hefég vermt þriðja sætið, tvisvar dottið út úr keppni og einu sinni verið i sjötta sæti. Þegar ég tek mér frí verð ég að hafa eitthvað fyrir stafni. Því hentar rallið mér vel. Ef ég hef ekkert fyrir stafni er ég sífellt með hugann við veitingastaðinn minn. Að lokum má ég til með að segja þér að næsta sumar mæti ég galvaskur í rallið." Viðtal: Jóhanna Margrét Einarsdóttir Mynd: Valdís Óskarsdóttir 10. TBL VIKAN 9

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.