Vikan - 05.03.1987, Page 11
26
Judith Krantz er þekktur bandarískur
rithöfundurog malargull á heims-
vísu. Ein af fjórum sögum hennar,
Prinsess Daisy, var framhaldssaga í
Vikunni fyrir nqkkrum árum.
tsMSSs**
46
Já, ráðherra verður Já, forsætisráð-
herra í Ríkissjónvarpinu ertekinn
verðurtil sýningar nýr myndaflokkur
með þeim Hacker ráðherra og Sir
Appl eby ráðu neytjsstj óra.
32
Guðni rektor Guðmundsson segist
hafa mildast með árunum. Hann er
þó samur við sig og lætur gamminn
geisa í Vikuviðtalinu.
KATRÍN FJELDSTED, læknir og borgarfulltrúi
í Reykjavík, verður í næsta Vikuviðtali. Jónína
Michaelsdóttir ræðir við Katrínu um lífið og til-
veruna og eflaust kemur pólitíkin þar við sögu
líka. Katrín hefur frá mörgu að segja sem verður
forvitnilegt að kynnast í næstu Viku.
60 (T
' 0 i
Fleiri og fleiri konur hafa náð árangri
í íþróttum. Rannsóknir hafa leitt I Ijós
að árangur getur ráðist af því hvenær
á æviferlinum blæðingar hefjast.
m'M
ÓLÆSI. Við höfum stært okkur af því á meðal
annarra þjóða að ólæsi fyrirfinnist ekki á (s-
landi. En er það rétt? Einn blaðamaður Vikunnar
kannar það fyrir næstu Viku.
BERGÞÓRA ÁRNADÓTTIR er þekkt fyrir söng
og lagasmíð. Henni er fleira til lista lagt því hún
hefur sent okkur frumsamda smásögu sem heit-
ir í tilefni dagsins. Við birtum söguna í næstu
Viku.
MORGUNSTUND VIÐ TJÖRNINA. Valdís
Óskarsdóttir, Ijósmyndarinn okkar, brá sér niður
að Tjörn einn morgunn á þorranum og myndaði
endurnar og umhverfið.