Vikan


Vikan - 05.03.1987, Page 15

Vikan - 05.03.1987, Page 15
það aftur. En nú finnum við ekki bílstjór- ann. Hann var ekki á stöðinni og okkur var sagt að hann byggi hér uppi á öræf- um. Við vissum sko nafnið á honum, greip karlinn fram í. Þar vorum við nú klók, hún Alviðra mín og ég, sérstak- lega hún Alviðra, hún lætur nú ekki mokka sig, sú kona, masaði karlinn. Kerla hans kinkaði kolli. María var farin að hella upp á könn- una og smyrja brauð. Hún var ekki lengur smeyk við þessa óboðnu gesti. Eiginlega var hún farin að hafa svolítið gaman af þessu öllu. Þið skuluð fá að hringja, sagði hún. Talið bara ekki hátt. Yngsta barnið mitt sefur. - Jesús sæll og góður, sagði konan Alviðra. - Ertu með lítið barn, guðs blessaðan lítinn engil sem sefur í rúmi sínu og veit ekki um vonsku heimsins? Almáttugur hjálpi mér, kveinaði hún og tárin tóku að streyma niður kinnarnar. Einu sinni átti ég barn en það er óra- langt síðan og nú er ég búin að missa það. Alviðra fálmaði í skjóðu sína eftir velktum sígarettupakka og eldspýtna- stokk, kyngdi ekkanum og kveikti í. Gef mér lika, vældi maðurinn og bætti við blíðmáll: Vertu ekki að vola, Viðra mín. Þetta verður ekki aftur tekið. Drottinn gaf og drottinn tók, sagði hann hátíðlega. Hún var nefnilega að missa dóttur sína sem bjó í Noregi. Þær höfðu svo sem ekkert samband sem heitið gat, sagði hann Maríu til skýringar, svo hún þarf ekki að vera hugstola út af þessu. Þegiðu, Grímsi grái, hvæsti konan. Andskotann ætli manni sé gefið. Ég hef mínar tilfinningar þó þú hafir aldrei skil- ið par í þeim. Ekki hefur þú alið barn með þrautum í þennan heim til þess eins að láta það frá þér aftur. Ég er viss um að þú gætir ekki einu sinni búið til krakka þó allt væri lagt upp i hendurnar á þér. Fáið ykkur nú kaffisopa, sagði Mar- ía og lét kaffikönnuna og fullan disk af smurðu brauði hjá bollunum á borð-. stofuborðinu. Mikil rausnar- og örlætismanneskja ert þú, góða frú, kumraði í karlinum. Var ég annars búinn að kynna mig? Grímur Mósesson heiti ég. kallaður Grímsi grái af vinum og kunningjum sem eru nú farnir að týna tölunni. Hefur þú ckki heyrt talað um hann Svarta- Mósa frá Dimmagili? Það hafa margir heyrt talað um hann. Sá var ekkert lamb að leika sér við meðan hann tórði, karl- skepnan. Hann var sko föðurmyndin mín, hann Svarti-Mósi. Þú ert svo ung, kæra frú, þú hefur náttúrlega ekki heyrt talað um hann, ó nei. - Hringdu í bílstjórann, Grimsi, áður en við drekkum kaffið, skipaði Alviðra. Bílstjórinn svaraði sjálfur í símann og rámaði í að hafa keyrt þau um nóttina en aftók að þau hefðu beðið sig fyrir peninga, kvað þau varla hafa verið með fyrir farinu, hvað þá heldur meira. Grím- ur Mósesson maldaði i móinn en varð samansignari í herðum eftir því sem á samtalið leið. Alviðra rauk upp úr sæti sínu og þreif heyrnartólið af Grími. Hellti hún yfir bílstjórann óbótaskömmum, kvað hann lygara og ótíndan þjóf sem stæli af varn- arlausu fólki. Ekki leið á löngu áður en bílstjórinn var orðinn leiður á þessu sam- tali og skellti á hana heyrnartólinu. Tóku nú gestirnir að barma sér yfir að vera bæði vega- og peningalausir en sett- ust þó til borðs og hvarf meðlætið eins og dögg fyrir sólu með mörgum kaffiboll- um. Hýrnaði á þeim brúnin er maginn var orðinn mettur. Þetta er nú meiri brúðkaupsveislan sem þú heldur okkur, ljósið mitt, sagði Alviðra og lék við hvern sinn fingur. Segðu henni það, Grimsi, bætti hún við. Svoleiðis er, byrjaði Grímsi hátíðleg- ur á svip. Svoleiðis er, kæra frú, að við vorum að gifta okkur í gær, hún Viðra mín og ég. Þess vegna vorum við að skemmta okkur með kunningjum. Sjáðu hérna. Og hann dró giftingarvottorðið upp úr jakkavasa sínum. Það var undir- ritað af þjóðkunnum presti. Ja, hérna, sagði María hissa. Ég óska ykkur allra heilla. í þessu komu börnin að utan, alsnjóug og svöng. María fór að smyrja meira brauð og þau settust hálfhikandi til borðs. Litla telpan vaknaði og öll störðu þau undrunaraugum á gestina. María var farin að brjóta heilann um hvernig hún losnaði við brúðhjónin fyrir kvöldið. Lofaðu mér að búa um hælsærið og hvað er að þér í hendinni? spurði hún og rakti svörtu tuskuna af hendi Gríms. Þetta er ljótt sár, sagði hún, því á hend- inni var gapandi skurður og blóðstorka i kring. Farðu fram á bað og þvoðu þér, svo bý ég um þetta. Þegar þvi var lokið og Grímur kominn í hlýja sokka af manni Maríu spurði Alviðra hvort hún ætti ekki eitthvað af gömlum fötum sem hún gæti gefið þeim. María tíndi saman nokkrar flíkur og setti í poka ásamt eplum og appelsínum. Þokkalegar vinnubuxur af mam. num hennar lágu á stólbaki. Hún lét þær með í pokann. Þær gæti Grímur notað. Hérna eru nokkrar krónur fyrir hressingu í kvöld og miðar í strætó, sagði María, vongóð um að þau færu að koma sér af stað. - Við þyrftum að fá vinnu, sagði þá Grímur. Já, í frystihúsi, þar er fæði og hús- næði, kvakaði Alviðra. - Suður með sjó, Grímsi, endilega suður með sjó. Hringdu suður í Sandgerði, ljósið mitt, og spurðu hvort þeir vilji ekki alvanar dugnaðar- manneskjur í vinnu, sagði hún við Maríu. María var orðin þreytt á brúðhjónun- um og óskaði þess heitt að hún hefði ekki hleypt þeim inn. Ég hringi eitt símtal og ekki meira, það er komið fram undir kvöld og ég. get ekki haft ykkur lengur, sagði hún ákveðin. Það umlaði eitthvað í Grími. Verkstjóri frystihússins í Sandgerði sagði að þau mættu koma tafarlaust með næstu rútuferð. Það væri mikið að gera og vantaði fólk. Við sitjum á Umferðarmiðstöðinni meðan við bíðum. Þakka þér kærlega fyrir okkur, frú mín góð, nú siglum við, sagði Grímur. - Krossinn, Grímsi, gefðu henni kross- inn, skipaði Alviðra. - Ef nokkur á skilið að fá krossinn þá er það hún, það veit sá sem allt veit, ef hann veit þá nokkuð meira en ég. María, sem var hætt að undrast nokk- uð í sambandi við gesti sína, sá að Grímur dró nokkuð stórt krossmark með Jesúlíkneski á upp úr einum plastpokan- um. - Gjörðu svo vel, ljósið mitt, sagði Alviðra um leið og hún þreif krossmark- ið af manni sínum og rétti Maríu. Þetta er handa þér og börnunum. Svo lagði hún handleggina um Mariu og faðmaði hana ákaft. Ljósið mitt, sagði hún, farðu aldrei á fyllirí, hvorki í gleði eða sorg. Það get- ur dregið dilk á eftir sér. Ég er búin að vera i sorg í fimmtíu ár og full jafnlengi. Þess vegna bar mig hér að þínum sam- verjadyrum. Þú skalt hengja krossinn upp þar sem hann minnir þig á hvernig sorgin og brennivínið fer með fólk eins og mig og hann Grímsa gráa. Síðan opnaði hún útidyrnar og kippti Grími á eftir sér út. María og börnin horfðu á eftir þeim ganga í átt að strætis- vagnaskýlinu með farangur sinn uns þau hurfu sjónum í éli. 10. TBL VIKAN 15

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.