Vikan


Vikan - 05.03.1987, Qupperneq 43

Vikan - 05.03.1987, Qupperneq 43
P Ó S T U R Pósturinn BRJÓST Kæri Póstur. Við erum tvær stelpur sem eigum við vanda- mál að stríða. Brjóstin á okkur eru svo lítil að það sést varla að við séum kvenkyns. Get- ur maður gert eitthvað til að þau stækki? Er ekki hægt fyrir okkur að byrja á sam- förum? Getur það haft einhver skaðleg áhrif vegna okkar líkamlega vanþroska? Við erum heldurekki með reglulegar blæðingaren skipt- ir það nokkru máli í sambandi við samfarir, eða hvað? Við erum báðar fimmtán ára og mjög áhyggjufullar vegna ástandsins. Tvær í vandræðum. P.S. Er algengt að strákar hætti með stelp- um þegar þær vilja ekki gera það með þeim? Við treystum því að þú birtir þetta bréf, við erum nefnilega ekki einu stelpurnar sem eiga í þessum vandræðum. Þið eruð það imgar að þið eruð að ölluni lík- induin ekki búnar að taku út líkamlegan þrosku. Bheðingar eru oft óreglulegar á ykkar aldri og KYNLÍF OG brjóstin eiga vœntanlega eftir aó stœkka. Það er lítið sem ekkert Itœgt að Jlýta þeim ve.xti. Einna helst ber árangur aó gera líkamsœfmgar sem stœla brjóstvöðvana og með því virðast brjóstin stœkka. Góð œfing er að teygja út hand- leggina, teygja þá eins langt aftur á bak og hœgt er og síðan frant fvrir og klappa saman handarbökunum. Gerið þetta svona hundrað sinnum í hvert skipti. Einnig er gott að tevgja handleggina út frá hliðunum og bhtka þeim ótt og títt. Þið œttuð að geta sótt œfingatíma hjá likams- og heilsurcektarstöðvum og það gceti ef til vill hjálpað. Ef það gagnar ekki er bara að scetta sig vió lítil brjóst - margt mannanna bölið er verra en það. Ef samfarir eiga aó vera fólki til áncegju en ekki eittlivert Jiipp og fálm út í loftið skiptir miklu máli aó viðkomandi séu orðnir vel þrosk- aðir bceði andlega og likamlega. Það er undir ykkur sjálfum komió hvencer þið teljið ykkur tilbúnar. Ef varlega er aó öllu farið í fyrsta sinn hefur það engin skaðleg áhrif STRÁKAR enfyrsta kynlífsreynslan er fjarska viðkvcemur atburður og gceti haft áhrif á afstöóu ykkar til kynlifs seinna méir, hvort Iteldur er til góðs eða ills. Hafið því ekki samfarir nema þið sjálfar viljið þaó. Samfarir verða aldrei til neinnar áncegju eóa gleói ef það er einungis verió að gera það fyrir annan aðilann. Svo er annar þáittur sem aldrei má gleymast en þaó eru getn- aðarvarnir. Smokka er til dcemis auðvelt að verða sér úti um í apótekum. Strákar monta sig oft af kvnlífsafrekum sín- um en þaó er nú oftast mest i munninum á þeim. Pósturinn á bágt með að trúa því að strákur hcetti með stelpu af þeirri einu ástceóu að liún vilji ekki gera það meó honum. Ef svo er er viðkomandi harla lítils virði. Kynlíf er nokkuð sem á að vera báðum aðilum til ánœgju en ekki að annar þóknist hinum til að liafa liann góðan eóa halda í hann, úr þvigetur alclr- ei orðið gott samband livort sem er. Berið viróingu fyrir sjálfum ykkur og gerió ekkert í þessum efnunt sem ykkur langar ekki til. TÚRTAPPAR Kæri Póstur. Mig langar að fá svar við eftirfarandi spurn- ingum: 1. Er óráðlegt fyrir ungar stelpur að nota túrtappa? 2. Hver er munurinn á OB og Tampax? Eru þessar tvær tegundir bara sin frá hvoru fyrirtækinu eða er einhver munur á þeim? Dísa. Túrtöppunum er stungið upp í leggöngin og þeir sjúga í sig blóð áður en það kemst út úr leggöngunum. En það verður að notu túrtappa með ákveðinni varúð. Eðlilegur raki ver slímliúð legganganna öjþurrki, ertingu og sýklum Þennan raka sýgur tapinnn í. sig ásamt blóðim svo luettu er á að leggöngin þorni of mikið Þegar dregur i 'tr blceðingunum geta leggöngit. orðið svo þurr að erfitt sé að koma nýjum tappc inn í þau. Konur geta af þessum sökum fengic sveppi og útferð og ef konur eru með einhven konar sýkingu eiga þœr ekki ctð nota tappa. Blóðsósa tappar eru áikjósanleg gróðrarstíafvr- ir sýkla. Þess vegna verður að skipta oft um þá en því oftar sem skipt er því þurrari verða leggöngin. Það er óhollt að þurrka leggöngin svo dögum skiptir svo þú cettir að nota bincli á nóttunni ef þú notar tappa cí daginn. Hvort óhollt erfyrir ungar stúlkur að nota tappa eður ei rceðst aó einliverju leytiaflíkamlegumþroska þeirra en þegar ntálið er vegió og metið sakar ekki að hajá þessar upplýsingar í huga. Sumir tappar eru þannig úr garði gerðir aó þeir eru í sérstöku hulstri, þannig gerðu aó konur þurfa ekki að koma við sig þegar þcer setja þá upp í leggöngin. Sá er aðalmunurinn á þeim tegundum sem þú ert að spyrja um en hvor sé hentugri verður þú sjádf aó dœma um þvi Pósturinn mcelir aldreimeð einni vörutegund umfram aðra. BARNA- OG UNGLINGA- SÍMINN Póstinum hefur borist eftirfarandi orðsend- ing frá aðstandendum Barna- og unglingasím- ans. Að Barna- og unglingasímanum standa Rauðakrosshúsið og Samtök um kvennat- hvarf, en kostnaðinn greiðir Reykjavíkurdeild Rauða kross íslands. Þessi þjónusta er ætluð börnum og unglingum að 16 ára aldri og verð- ur til húsa í Rauðakrossheimilinu, Tjarnar- götu 35, Reykjavík. Þar verður svarað í símann á mánudögum og föstudögum klukk- an 15:00-18:00. Símanúmerið er 91-622260. Símaþjónustunni er ætlað að koma til móts við þau börn sem vilja ræða við einhvern full- orðinn um sín mál, til dæmis: Ef þau eiga við persónulega erfiðleika að stríða heima, í skóla eða í samskiptum við jafnaldra. Ef þau þurfa að fá svör við viðkvæmum spurningum. Ef þau vilja ræða um eitthvað jákvætt sem hefur gerst hjá þeim. Það er hald manna að börn og unglingar eigi auðveldara með að tjá sig í síma sem sér- staklega er ætlaður þeim. Þess vegna gæti þessi símaþjónusta hjálpað þeim börnum, sem eiga við vanda að stríða, við að stíga fyrstu skrefin til lausnar á vandanum. Þessari þjónustu er ekki ætlað að konta í staðinn fyrir þá þjónustu sem nú stendur til boða fyrir börn og unglinga heldur er hún hugsuð sem viðbót við hana. 10. TBL VIKAN 43
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.