Vikan


Vikan - 05.03.1987, Side 44

Vikan - 05.03.1987, Side 44
Nú er öskudagurinn nýliðinn og von- andi skemmtuð þið ykkur öll vel. En það er ekki bara á öskudaginn sem fólk klæðist furðufötum. Grímuböll eru alltaf haldin öðru hverju, til dæmis í skólunum. Og það getur líka verið gaman að láta alla mæta í grímubún- ingi í afmæli. En þá verðið þið líka að láta gestina vita af því með góðum fyr- irvara svo að þeir geti undirbúið sig. í síðustu Barna-Viku vorum við með nokkrar hugmyndir að búningum en nreð búningunum verða auðvitað að vera grirnur og nú ætlum við að líta aðeins á þær. Hér sjáum við nokkrar grímur sem eru mjög flottar en kannski ekki auð- velt að búa þær tii. Fyrst sjáum við gifsmót sem tekið hefur verið af andliti og síðan er gríma búin til á gifsmótið Gríman passar þá nákvæmlega á við- komandi andlit. Síðan er hægt að bæta við, til dæmis á nef og kinnbein eða brevta á einhvern annan hátt. En þetta er ekki aðferð sem krakkar geta notað svo að við skulum líta á auðveldari grímur. Á mynd númer tvö sjáum við skemmtilegar grímur sem eru búnar til úr þunnu kartoni sem límt er kúpt á Skrautlegar pappírsgrímur. Gifsmót af andliti og gríma masónítplötu. Dagblöðum er troðið undir til að pappinn gefi ekki eftir og skorið út fyrir nef og göt fyrir augu. Pappírsstrimlar eru vættir í hveiti- eða veggfóðurslími og límdir á pappann. Þetta er ekki ósvipuð aðferð og notuð er við pappírsfígúrurnar í 5. tbl. Barna-Vikunnar. Nef er mótað úr pappa eða snúnum pappír og fest á, síðan eru pappírsræm- ur límdar yftr, gríman þakin vel og látin þorna í tvo daga. Gríman er nú máluð með þekjulitum og þegar þeir eru þorn- aðir er málað yfir með glæru lakki. Teygja er fest á svo að gríman haldist á kollinum. Það er líka hægt að hengja svona flotta grímu upp á vegg. Og þá 44 VIKAN 10. TBL

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.