Vikan


Vikan - 05.03.1987, Page 45

Vikan - 05.03.1987, Page 45
Póstkort sem kemur að góðum notum. Spyrjið ömmu hvort hún kannist við þennan gæja. er gríman tilbúin - og enginn á eins. Þegar þið gerið svona grímu getið þið annaðhvort ákveðið áður hvernig hún á að vera, karl eða kerling, eitt- hvert dýr, geimfari eða eilthvað annað, eða þá látið útlitið ráðast um leið og gríman er búin til. En það eru til auðveldari aðferðir. Hægt er að klippa út grímu úr þunnu kartoni, bara fyrir augun (eins og stór gleraugu) og lita hana skemmtilega. Þá er upplagt að líma á hana kögur svo að hún hylji andlitið svolítið betur. í mörgum leikfanga- og ritfanga- verslunum fást ódýrar, einlitar grímur sem hægt er að breyta og bæta með því að líma og hefta eitthvert dót á þær, til dæmis litlar fjaðrir, pallíettur, pappírsblóm, ræmur úr silkipappír eða eitthvað annað. Ein aðferð, sem þið hafið kannski prófað, er að nota stóran bréfpoka fyr- ir grímu. Þá klippið þið göt fyrir augu, nef og munn, litið pokann með vaxlit- um og límið kannski pappírseyru og hártopp úr garni á pokann. Það má að sjálfsögðu ekki nota plastpoka því eins og þið vitið má alls ekki láta plast- poka yfir höfuðið. Þeir eru auk þess ómögulegir til þessara nota. Að lokum er hér mynd af sniðugum póstkortum sem fengust í Pennanum fyrir nokkru. Ef þau fást ekki lengur er bara að búa sér til póstkort sjálfur. Tíugátur 1. í hvaða húsi vill enginn búa? 2. Hvað er það sem flýgur, hefur íjóra vængi og seg- ir bra? 3. Hvað er það sem ég á en þú notar meira en ég? 4. Hvaða blað er ekki hægt að rífa? 5. Stundum hef ég höfuð og stundum ekki. stund- um er ég með tagl en stundum ekki. Hver er ég? 6. Hvernig er auðveldast að kveikja bál tneð aðeins tveimur spýtum? 7. Hvað er sterkara en eld- urinn? 8. Hvort er þyngra, eitt kíló af sandi eða eitt kíló af svampi? 9. Hvaða fugl er leiðinleg- astur allra? 10. Hvaða karl hefur aldrei verið barn? Svör: •uut[jn>i9fus '01 •uu'ngnjQBH ‘6 jSuncjujBf -g •QiujBA 'l •.tnjýdspio Rjofsj ‘9 muo>[JKH 'S 'QHqsjiuH > •tjtm qiujkm •.inpua J3!A t 7 ••snqtqnx \ Umsjón: Hólmfríður Benediktsdóttir Myndir: Ragnar Th. 10. TBL VIKAN 45

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.