Vikan


Vikan - 05.03.1987, Qupperneq 52

Vikan - 05.03.1987, Qupperneq 52
Sakamálasaga eftir Edmund Crispen Þegar Edgar Foley dmkknaði Herbergi í líkhúsi Belchesterborgar, skraut- laust herbergi þar sem vægur formalínfnykur lá í loftinu. Einum sólargeisla hafði tekist að þrengja sér inn í herbergið og þar sveimuðu rykagnirnar eins og þær væru í lofttómi. Á hjólaborðunum lágu þeir hlið við hlið undir gráum baðmullaryfirbreiðslum, verkamaður- inn og fjármálamaðurinn. Þessi sjón var einstaklega vel til fallin sem innblástur fyrir siðaprédikun, að maður tali nú ekki um þegar vitað var að eiginkona verkamannsins hafði fengið eftir hann sæmilegan fjárhlut en fjár- málamaðurinn hafði kvatt þennan heim gjaldþrota. En hvorki Gervas Fen né Best lögreglufor- ingja var slík prédikun ofarlega í huga. Fen var fyrir löngu búinn að missa allan áhuga á siðaprédikunum vegna þess hve ensk skáld eru ósínk á slíkar prédikanir í skáldskap sín- um. Best var hins vegar, eins og flestir óeinkennisklæddir lögregluforingjar, löngu búinn að fá nóg af ótímabærum andlátum af þessu tagi. Þeir voru heldur ekki búnir að fá vitneskju um að fjármálamaðurinn væri fjármálamaður sem hafði flúið frá London, skipt um nafn og að síðustu skorið sig á háls með vasahníf í örvæntingaræði á fáförnum stað á heiðinni. Samkvæmt skýrslum yfirvalda var hann enn óþekkt sjálfsmorðstilfelli. Best lögregluforingi andaði léttar þegar Fen lýsti því yfir að þetta væri maðurinn sem hann hefði talað við á barnum á hótelinu í Belmouth og hann hefði þekkt hann aftur á mynd af honum sem lög- reglan lét birta í morgunblöðunum. „Þetta er þó gott að heyra, herra minn,“ sagði lögregluforinginn. „Við höfum þá eitthvað til að byrja á. Sumt af því sem hann sagði í samtali sínu við yður gæti komið okkur á sporið. Gætuð þér komið með niður á stöð núna og gefið skýrslu.. ?“ Fen kinkaði kolli til samþykkis. „Hefur ekkert annað komið fram? Ég meina í sam- bandi við myndina." „Nei, ekki enn. Það líður alltaf nokkur tími þar til eitthvað gerist.“ „Ah,“ sagði Fen samþykkjandi. Hann sneri sér í áttina að hinu hjólaborðinu. „Og hver er svo þetta?“ „Þetta er líkið af náunga sem hét Edgar Foley. Hann drukknaði. Þeir fiskuðu hann upp í gær og ekkjan er einmitt á leiðinni núna til að bera kennsl á líkið.“ Best leit á úrið. „Já, meðal annarra orða, ég held að það væri skynsamlegast að við létum okkur hverfa áður en þau koma.. En þeir urðu of seinir og Best átti oft eftir að hugsa út í það að það var eins gott að svo fór sem fór því að ef Fen hefði aldrei séð ekkju Edgars Foley þá hefði málið sennilega verið látið niður falla og það hefði þýtt að afbrotamaður hefði komist upp með einstak- lega ógeðfelldan glæp. En á þessu augnabliki var Best aðeins dálítið svekktur vegna þess að það var aðeins ein hurð á herberginu og þar sem hinir nýkomnu stóðu í dyrunum komst hann ekki út. Þeir Fen færðu sig því út að vegg og urðu vitni að því sem á eftir fór. Hjálmi skrýddur undirforingi úr götulög- reglunni gekk fyrstur og hélt dyrunum opnum þar til samferðamenn hans höfðu gengið inn. Athygli áhorfandans hlaut fyrst og fremst að beinast að hinum lágvaxnari af þeim sem á eftir komu. Það var karlmaður og hann bar öll einkenni mongólíta, lágt enni, skemmdar tennur, óvenjustór eyru, örsmá augu og grófa húð. Hann var mun lægri en gengur og gerist en handleggirnir voru ákaflega langir og vöðv- arnir stæltir. Ógerningur var að giska á hve gamall hann var eins og svo oft vill verða í svona tilfellum. Hins vegar mátti auðveldlega greina hvernig óttinn læsti sig um þessa ótót- legu mannveru um leið og hún sneri vansköp- uðu höfðinu og leit í kringum sig. Allt í einu rak fávitinn upp væl og valhoppaði út úr herberginu. Konan sneri sér að lögreglumann- inum og sagði hikandi: „Á ég að... ?“ „Haldið þér að hann fari sér að voða?“ „Nei, hann bíður fyrir utan,“ svaraði hún „það verður ekki ekið yfir hann eða neitt svoleiðis.“ „Mér var bannað að neyða hann til nokk- urs þannig að ef hann skaðar sig ekki.. „Nei, það gerir hann ekki,“ sagði hún. „Hann fer aldrei langt frá mér.“ 52 VIKAN 10. TBL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.