Vikan


Vikan - 28.05.1987, Side 5

Vikan - 28.05.1987, Side 5
26 Stressið nær tökum á sumum og öðrum ekki. Hvernig getum við verið alveg viss um að stressið hafi ekki náð tökum á okkur? Farið yfirstressprófið. 30 Madonna er fáum lík, hún gerir mikið til þess að vera engum lík nema þá helst Marilyn Monroe. Hennitekst þaðbærilega. 40 Myndasögurnar fjórar eru á sínum stað, þeim hefur ekki fækkað eða fjölgað heldur staðið I stað frá síð- ustu viku og vikunni þar áður. 48 Handavinnan. Uppskriftirað tveimur flottum peysum, önnur er á strák og hin á stelpu, að sjálf- sögðu. 52 Annar hluti framhaldssögunnar eftir Raymond Chandler, Maður- inn sem kunni vel við hunda. Spennan eykst. 57 Anna Concetta Fugaro og list hennarertil umfjöllunar í Lífi og lyst. Einkasýning Önnu var opnuð nýlega í Menningarstofnun Bandaríkjanna. 32 Ingi Björn Albertsson er á leið til setu í þingsölum. Hann er nýkjör- inn þingmaður Vestlendinga og er nú IVikuviðtalinu. PÉTUR GUÐJÓNSSON, talsmaður Flokks manns- ins, var mjög áberandi einstaklingur í nýafstaðinni kosningabaráttu. Hans baráttuaðferðir voru öðruvísi en annarra flokksleiðtoga og hegðunarmynstur stuðningsmannanna líka. Pétur hefur getið sér orð á öðrum vettvangi en sviði stjórnmálanna. Hann stund- aði meðal annars nám við Harvard háskólann í Bandaríkjunum og hefur farið víða um lönd til fyrir- lestrahalds. Pétur kemur víða við í næstu Viku. ÓSKAFERÐIR. Ferðalög landans um víða veröld eru ótrúlega mikil. Við snerum okkur til nokkurra valin- kunnra ferðalanga, eða einstaklinga sem að hluta til hafa þann starfa að ferðast. Við spurðum um besta ferðalagið hingað til og hvert förinni væri heitið í næstu draumaferð. MEGRUN. Við kynnum í þessu tölublaði nýjar, bandarískar megrunartöflur. Við munum í næsta blaði gefa upp megrunarkúr sem fylgir U.S. Grape Slim töflunum. Við segjum svo frá einstaklingum sem hafa reynt töflurnar, með góðum árangri að sjálf- sögðu. Á HÆÐ HEILAGS TÓMASAR. Frásögn Margrétar Hjálmtýsdóttur kennara frá Madras I Indlandi. LES- ENDUR SKRIFA. Saga af Stjönugömlu. ELDHÚSIÐ. Ljúffeng baka og smákökur. NAFN VIKUNNAR og sitthvað fleira verður í næstu Viku. þ 22 TBL VIKAN 5

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.