Vikan


Vikan - 28.05.1987, Síða 10

Vikan - 28.05.1987, Síða 10
SMITADI ÉG BARN Um allan heim eru ungar mæður sem lifa í stöðugum ótta um hvort þær hafi smitað börn sín af eyðniveirunni. Marlene, skosk tuttugu og þriggja ára móðir, er ein af þeim. Þau mæðginin líta vel út. Ross litli er árs- gamall, rauðhærður og þybbinn strákgutti, fullur af lífi og orku. Það er alveg ótrúlegt að þessi mæðgin séu haldin hinum illþyrmi- lega nútímasjúkdómi, eyðni. „Það er ein- göngu vegna þess hve hann dafnar vel sem ég held mér gangandi," segir Marlene, móðir drengsins. ,,Eg veit ekki hvað ég myndi gera ef..segir hún og lítur í átt til móður sinnar, sem er hjá henni, og þær stara báðar á gólfið. Allir vita hvað þetta ,,ef‘ þýðir. Hvorki Marlene né Ross litli hafa í raun eyðnisjúkdóminn - ekki ennþá. Þau eru sem sagt ekki í bráðri hættu nú en enginn veit hvenær veiran fer af stað og étur upp líkama þeirra. Hver dagur er því martröð hjá þessari ungu, skosku móður. Það sem verra er er að hún er ekki ein um slíka martröð. í Edinborg einni eru tuttugu og átta mæður sem lifa í slíkum hryllingi og þar af hafa tuttugu og tvær þegar borið veiruna í börn sín. Hafði aldrei heyrt uttt þennan sjúkdóm „Auðvitað nagar samviskan mig,“ segir Marlene. „Á hverjum degi spyr ég sjálfa mig að því, þegar ég lit á barnið, hvað ég hafi eiginlega gert. Eg vildi gefa allt til að geta breytt því sem komið er. Ég bara vissi þetta ekki, hafði ekki hugmynd um þetta.“ Vissulega getur hún engu breytt nú. Mar- lene var heróínisti í sex ár og reyndar var ekki á þeim tíma vitað um samhengið milli eiturlyfjaneyslu og eyðni. Það var ekki fyrr en hún hafði gengið með barnið í sex mánuði sem upp komst um eyðniveiruna. Það má segja að sá dagur hafi komið inn í líf Marlene eins og slæm martröð, sem hún því miður vaknaði ekki af. Þetta var staðreynd en ekki draumur. „Svo sérkennilega vildi til að daginn áður en ég fór í læknisskoðun var mikil grein í kvöldblaðinu um eyðni. Það var í fyrsta skipti sem ég heyrði þetta orð, „eyðni“. Blóðprufan í mæðraskoðuninni hafði sýnt að eitthvað var að en ég hafði engar áhyggjur af því vegna þess hversu vel mér hafði liðið á meðgöngu- tímanum. Þegar ég og maðurinn minn vorum á leið til læknisins daginn eftir sagði ég við hann eitthvað á þá leið að hann skyldi ekki hafa neinar áhyggjur. „Þetta er ekkert til að hafa áhyggjur af,“ sagði ég, „sennilega er það bara eyðni." Svo hlógum við því þetta átti auðvitað að vera brandari. Aðeins nokkrum mínútum síðar var brand- arinn orðinn alvara. Úrskurðurinn úr blóð- rannsókn Marlene var svo hræðilegur að heimilislæknirinn, sem hafði litið eftir henni frá því hún var barn, gat ekki sagt henni frá honum. Hann bað annan lækni að gera það fyrir sig. „Ég bara brast í grát, gat ekkert hugsað, ekki einu sinni um sjúkdóminn," seg- ir hún. Móðir og dóttir sættust Það höfðu aldrei verið neinir kærleikar með Marlene og móður hennar og eiturlyfjaneysla Marlene hafði ekki bætt þar úr skák. Engu að síður leitaði hún nú á náðir móður sinnar. ,,Ég fékk þvílíkt taugaáfall að ég gat ekki einu sinni hugleitt eitt eða neitt," segir móðir henn- ar. „En ef dóttir manns leitar til manns er sama hvaða vandamál er við að glíma, maður snýr ekki baki við henni. Læknirinn skýrði það út fyrir okkur að þó veiran væri fyrir hendi væri það ekki það sama og að vera með sjúkdóminn. Á meðan við pössuðum að komast ekki í snertingu við blóð úr Marlene væri engin hætta á ferðum.“ 10 VIKAN 22. TBL

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.