Vikan


Vikan - 28.05.1987, Page 11

Vikan - 28.05.1987, Page 11
IÐ MITT AF EYÐNI? Fimmtíu prósent líkur hjá barninu Marlene er enn að vona að barnið hennar sé ekki sjúkt. Hún notaði enn eiturlyf eftir að hún varð ófrísk en gaf allt slíkt upp á bátinn. Læknar skýrðu frá því að það væru 50% líkur á að barnið myndi fæðast með veiruna. Hún hélt í vonina þrátt fyrir að eigin- maður hennar hefði einnig mælst jákvæður. I Edinborg, þar sem þau búa, eru talsvert margir eiturlyfjasjúklingar með eyðniveiruna, en sem betur fer hafa yfirvöld áttað sig á að þetta er vandamál sem taka verður á. Marlene minnist þess þegar barnið fæddist. „Það voru tvær hjúkrunarkonur og einn lækn- ir viðstödd fæðinguna. Þau voru klædd eins og geimfarar, með höfuðföt, hanska og allar græjur. Mér fannst eðlilegt að þau vildu verja sig en mér fannst þetta mjög óþægilegt. Þann- ig var vikan á þessu sjúkrahúsi, engin bros eins og til hinna mæðranna og mun minni afskipti. Ég var ein á stofu,“ segir hún, „og hugsaði um hið nýja líf. Ég var nánast viss um að barnið væri með veiruna, þrátt fyrir að drengurinn liti mjög hraustlega út. Ég fann það einhvern veginn á mér að ekki væri allt með felldu. Það var ekki fyrr en nokkrum dögum seinna að úrskurðurinn kom. Læknar sögðu að líklega væri hann nreð veiruna en hann gæti hugsanlega unnið á henni með aldr- inum. Eina sem hægt var að gera var að bíða og vona.“ Stöðugt í læknisskodunum Marlene mátti ekki gefa barninu brjóst og segist hafa saknað þess mikið. Hún þarf einn- ig að passa að engir vessar úr henni snerti barnið. Ef hún til dæmis sker sig í fingur þarf hún að búa mjög vel um sárið áður en hún snertir barnið. Sama má segja um líkamsvessa úr barninu. Þar sem það hefur líka veiruna verður að gæta þess að heilbrigt fólk komist ekki í snertingu við bleiurnar. Það hindrar þó ekki ömmu drengsins og frændfólk i að skipta á honuni og gefa honum að borða. Af eðlilegum ástæðum hefur Ross hitt lækna mun oftar en önnur börn á hans aldri. Hann og Marlene fara á þriggja mánaða fresti í skoðun til að athuga hvort nokkrar breyting- ar haft orðið á líkama þeirra. Ross hefur aldrei þurft að leggjast inn á sjúkrahús og eiginlega snúast áhyggjurnar af honum um of mikla þyngd á honum en ekki of litla. Ross litli varð ársgamall fyrir skömmu og bráðum verður hægt að skera úr um hvort hann er örugglega haldinn eyðniveirunni. „Ég trúi því stöðugt að hann sé sloppinn. Hann liti ekki svona frísklega út ef hann væri með eyðni. Ég hef séð börn með eyðni og ef ein- hver á einhvern séns þá er það Ross litli,“ segir Marlene. Ég hef lesið um börn í Amer- íku sern hafa verið með veiruna en ekki fengið sjúkdóminn og ef hann er með veiruna þá vona ég bara að hann veikist ekki, því það hlýtur að koma að því að fundin verði upp lyf gegn þessum vágesti." Sjálf veit Marlene ekki hve lengi hún hefur gengið með veiruna og hún lifír að sjálfsögðu í mikilli óvissu, eins og svo margir aðrir. Ekki bætir úr skák að hjónaband hennar flosnaði upp. Reyndar heldur hún sambandi við ungan mann um þessar mundir, ósýktan, og segjast þau nota verjur. Hún reynir að vera bjartsýn og forðast að hugsa um framtiðina. Ennþá á margt eftir að koma í ljós og saga Marlene og sonar hennar er í rauninni aðeins ein af mörgum líkum um allan heim. Þau verða því bara að vona, eins og allir aðrir, að vísinda- mönnum takist að finna vörn gegn þessum nýja vágesti alheimsins. 22. TBL VIKAN 11

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.