Vikan - 28.05.1987, Side 19
„Jahá. Liggur nokkuð á? Ég þykist þó
vita að hún bíði nú eftir þér í kirkjugarðin-
um. Elsku hjartans gimbrin mín,“ bætti ég
meira að segja við til að mýkja hana. En
ekki dugði það til. Það er víst ekki vanþörf
á fleiri fræðingum til að fást við konur.
„Ekki bregst þér orðlistin frekar en fyrri
daginnf ansaði Þura. „En núna gagnast þér
aðeins lögfræðingur."
„Lögfræðingur! Og hvað hef ég svo sem
gert af mér?"
Hér skal því skotið inn að alla mína daga
hef ég ástundað heiðarleikann í hvívetna og
aldrei gert á hlut nokkurs manns. Það vott-
ar hann séra Guðni, vinur minn.
„Ég vil skilja,“ sagði þá Þura, en það var
einmitt þetta sem fór með hann Guðbjart
garnla um árið. Mér Ieið eins og þegar Gunn-
ar, sá merki sómamaður, tilkynnti alþjóð að
hann ætlaði að svíkja flokkinn. Ég hafði aldr-
ei þekkt hana Þuru mína nema að góðu
einu. Ég hafði ætíð þakkað forsjóninni fyrir
að færa mér þessa öðlingskonu fyrir lífsfé-
laga. Læt ég hér fylgja stöku sem hann séra
Guðni, sá merki hagyrðingur og andlegur
leiðtogi minn, eins og ég kalla hann gjaman,
orti í fyrra:
Lánið mest á lífsins braut
að lokum hann Þór minn Ara hlaut.
Honum féll það happ í skaut
að hreppa góðan ævinaut.
Reyndar vildi hann endilega hafa rekkju-
naut í stökunni en ég tckk hann nú sem
betur fer ofan af því.
Svo bregðast sem sé krosstré sem önnur
tré. Það hvarflaði að mér að annar væri í
spilinu en Þura var fljót að leiðrétta þann
misskilning. „'Það er ekki nóg með að þú
barnir hana Dagnýju hcldur ætlar þú að
neita að gangast við því líka. Þú ættir að
skammast þín, kvikindið þitt.“
Hvað cr svo sem hægt að gera í svona
stöðu? Tekið skal fram að í öllu okkar ekta-
standi hef ég gætt sóma míns í hvívetna,
cnda er cg hjartanlega sammála þeim ráð-
herra sem sagði eitthvað á þá leið að ckki
væri hægt að gagnast tveim konum í cinu.
Efast ég um að til sé sá maður sem cr eins
hvítþveginn og ég í þeim cfnum nema cf
vcra skyldi hann séra Guðni, en það vita
allir að hann cr öldungis laus við alla nátt-
úru og það sagði hann mér rcyndar sjálfur.
Ekki get ég séð að slíkur skortur skaði nokk-
urn mann.
Að auki vil ég svo bcnda á að ekki get
ég talist ábyrgur fyrir samtörum okkar hjóna
í gegnum árin. Það var hún frekar en ég sem
ílekaði í byijun, enda var hún frek á því
sviði sem öðrum eins og hún á líka kyn til.
Þar sem ég er seinþreyttur til vandræða
vildi ég ekki vera að munnhöggvast við
Þuru. Því er ekki heldur að neita að í og
með hafði ég gaman af þessari vitleysu í
henni. Það er ekki oft sem manndóminum
er hampað í seinni tíð.
Þar kom þó að ég gat ekki setið undir
þessu lengur. Mér þótti skítt að nú ætti mér
að hefnast fyrir ævintýri sem ég lenti í löngu
fyrir okkar hjúskapartíð og með allt annarri
Döggu. Þegar svo var orðið að Þura lét sem
hún sæi mig ekki lengur þótti mér tími til
kominn að leita ráða hjá honum séra Guðna.
Það er mitt lán að eiga að mann sem er
eins góður í sálinni og séra Guðni.
„Er það nú vert að ég sé að vasast í ykk-
ar ástamálum, Þór minn, eftir öll ] essi ár?"
sagði séra Guðni þegar ég trúði honum fyr-
ir vandræðum mínum. „Mér hefur skilist þú
vilja vera sannur sjálfstæðismaður í jreim
efnum sem öðrum."
„Þar hefur þú á réttu að standa sem oft-
ar, séra Guðni. Mér þykir bara leiðinlegra
að skilja við hana með þennan þankagang
í minn garð, séra Guðni. Og ég er svolítið
smeykur um, séra Guðni, að ekki sé langur
tími til stefnu."
Það þurfti enga þingræðu til að séra Guðni
byðist til að vitja okkar hjóna um kvöldið.
Þess vegna vildi ég hafa hana til viðtals og
helst án rauðu sokkanna þegar hann kæmi.
Ég hafði hugsað mér að vera kammó við
hana, eins og krakkamir kalla það. En það
fauk illilega í mig að sjá hana snúa rass-
gatinu svona við mér um leið og ég steig inn
um dyrnar. Ég rauk íit í hinu mesta fússi
og ætlaði hálft í hvoru að biðja séra Guðna
um húsaskjól þar til úr rættist um annað
húsnæði. Þannig var nú sálarástandið þá
stundina.
Sem betur fer lét ég af þeirri firru. í stað
þess rölti ég til baka í herbcrgiskytruna en
drap i þetta skiptið á dyr.
„Sæll. Hver cr maðurinn?"
„Þctta er hann Þór, maðurinn þinn."
„Gakktu í bæinn. Hvað get ég gert fyrir
þig?“
„Hitaðu kaffi. Við eigum von á séra
Guðna í vitjun."
„Hvað ertu að segja? Eru að koma kosn-
ingar?" spurði Þura eins og vitleysingur. Ég
á erfitt með að grcina nú til dags hvenær
hún er að grínast og hvenær ekki.
Við horfðum á fréttirnar og ég beið svo
eftir séra Guðna á meðan hún prjónaði. Það
á betur við hana að bíða, með hendumar
síspriklandi, heldur en mig. Ég gieip til þess
ráðs að skipta um skyrtu, þótt til þess væri
ég ekkert sérstaklega upplagður. í því að ég
var að hneppa ermamar kom séra Guðni
og blessaði okkur.
Þegar við höfðum lokið úr flöskunni, sem
séra Guðni kom með, vatt hann sér að efn-
inu, en honum sagðist nokkum veginn á
þessa leið:
„Mér skilst, Þuríður Benediktsdóttir, að
þú gmnir mann þinn, Þór Arason, þann
dándismann(I), um græsku og ákærir hann,
hálfníræðan manninn, um hórdómsbrot með
Kristbjörgu Dagnýju Jónsdóttur, er leitt hafi
til hórbamsgetnaðar, án þess að hann vilji
við því gangast. Hef ég þó skriflegt vottorð
frá nefridri stúlku um að Þór sé þar alsak-
laus, enda feðrar hún bamið sonarsyni ykkar
beggja, Þór Arasyni, smiði hér í bæ. Legg
ég hér fram bréf þetta, þessu til sönnunar."
Ekki veit ég við hveiju ég bjóst af þeirri
gömlu eftir þessa örlagaríku afhjúpun séra
Guðna. En hún Þura mín lagðist upp í rúm-
ið og hló.
Hún skellihló. „Núna skil ég,“ sagði hún.
„Ætlarðu virkilega að halda þessari vit-
leysu áfram?" hreytti ég þá út úr mér, enda
blöskraði mér alveg endemis þvælan.
En þegar séra Guðni byijaði að taka bak-
föll af hlátri þótti mér það óhætt líka. Öll
þrenningin hló af hjartans lyst og höfðum
við ekki skemmt okkur eins vel eftir við-
reisn. Rósavínið hans séra Guðna hefur
líklega verið farið að segja til sín því prestur-
inn fyrrverandi mælti: „Jæja, krakkar inínir.
Nú þarf ég að taka á honum stóra
mínum!"
Með það lagði séra Guðni hendur á
kjöltu og skundaði á klósettið. Hef ég
aldrei séð hann jafnléttlyndan síðan hann
féll af þingi. Seinna um kvöldið sagði svo
séra Guðni, vinur minn, að skilnaði:
„Það vona ég svo sajinarlega, Þór minn,
kvennamaður mcð fleiru, að þú takir
hana Þuru Ögegn á eftir."
„Það tetla ég að vona líka," sagði kella
og'glennti sig alla af ánægju.
Að séra Guðna förnum hrósaði hún
Þura mínu breiða baki.
„Það er til þess að ég geti þolað þig
betur," sagði ég þá í grini og fannst ég
vera til í allt. Og með þegjandi samkomu-
lagi um að bera hvort annað inn í algley-
mið gleymdum við nóttinni fyrir utan.
Það er mikilsvert að skilja vel við sina
og á séra Guðni hjartanlegar þakkir
skildar.
22. TBL VIKAN 19