Vikan


Vikan - 28.05.1987, Side 22

Vikan - 28.05.1987, Side 22
•KVIKMYNDIR / M Y N D B Ö N D A Nýjar kvikmyndir Gary Oldman hefur hlotið mikið lof fyrir túlkun sína á Joe Orton í Prick up Your Ears. Prick up Your Ears Joe Orton var á sjöunda ára- tugnum efnilegasta leikritaskáld Breta. Á skömmum tíma skrifaði hann tvö snilldarverk, Entertain- ing Mr. Sloane og Loot. Hann var djarfur í skrifum og það var hann einnig í einkalifinu. Hann var hommi og fór aldrei leynt með það, lifði hátt og var að endingu myrtur af elskhuga sínum og sambýlismanni. Um þessa sérstæðu persónu hefur nú verið gerð kvikmynd, Prick up Your Ears. Leikstjóri hennar er Stephen Frears og hefur ntyndin fengið einróma lof gagn- rýnenda. Sögumaður er umboðsntaður Ortons, Peggy Ramsey, sem Van- essa Redgrave leikur. Það er í leiklistarskóla sem Joe Orton hitt- ir Kenneth Halliwell, sér eldri nemanda. Fljótlega verða þeir vinir og elskendur. Orton lítur upp til Halliwells í byrjun og sam- an ætla þeir að sigra heiminn. Þeir búa saman í íbúð Halliwells, skrifa saman og lifa hátt. Fljótt kemur samt í Ijós að það er Joe Orton sem hefur hæfileik- ana sem Halliwell þráir svo. Og meðan ferill Halliwells verður að engu nálgast Orton toppinn. Samband þeirra verður óbærilegt fyrir báða en þeir eiga erfitt með að slíta sig hvor frá öðrum og endar sambandið með morði og sjálfsmorði. Handritshöfundur er Alan Bennett og þykir hann hafa skrif- að magnað handrit eftir ævisögu Joe Orton eftir John Lahr. Það er Gary Oldman er leikur Joe Orton. Hann vakti fyrst athygli í fyrra er hann lék Sid Vicious í Sid and Nancy. Hefur hann fengið mikið lof fyrir leik sinn og margir segja að efnilegri leikari hafi ekki komið fram í Englandi í háa herr- ans tíð. Einnig hafa Alfred Molina, er leikur Kenneth Halli- well, og Vanessa Redgrave í hlutverki Peggy Ramsey fengið góða dóma. Elskendur og félagar. Alfred Mollna og Gary Oldman sem Kenneth Halliwell og Joe Orton. 22 VIKAN 22. TBL

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.