Vikan - 28.05.1987, Blaðsíða 24
NAFN VIKUNNAR:
GIGJA BIRGISDOTTIR
„Ég hef læknast af feimranni64
Gígja Birgisdóttir, fegurðardrottning ís-
lands 1986, hefur nú borið titil sinn í heilt ár
og eins og lög gera ráð fyrir mun hún innan
skamms krýna arftaka sinn. Það verður gert
með pomp og prakt þann 8. júní næstkom-
andi í veitingahúsinu Broadway. Tíu stúlkur
hvaðanæva af landinu taka þátt í keppninni
í ár og það er sannarlega þess virði að vera
með, eftir því sem Gígja segir. Hún segist
hafa átt mjög skemmtilegt ár og margt hafi
breyst í lífi hennar. Hér segir Gígja frá því
helsta.
„Þetta byrjaði allt í fyrravetur en þá hringdi
Heiðar Jónsson snyrtir í mig og bað mig að
koma að ræða við sig, það væri í sambandi
við fegurðarsamkeppni íslands. Mér brá svo
rosalega þegar hann hringdi að ég mundi
varla eftir því sem hann hafði sagt við mig í
símanum enda kom þetta mér mjög á óvart.
Við vorum fjórar eða sex stelpur sem hittum
Heiðar og þurftum að ganga um í sundbol
fyrir hann og svoleiðis. Það hafði verið ákveð-
ið að halda enga keppni á Akureyri heldur
yrðu bara valdar stúlkur til þátttöku beint í
Islandskeppnina. Við fórum síðan suður og
ræddum við Sóleyju Jóhannsdóttur og Krist-
jönu Geirsdóttur, en þeirra hlutverk átti að
vera að velja stúlku úr hópnum. Þetta breytt-
ist þó allt þannig að ákveðið var að hafa
keppni fyrir nörðan og þá hlaut ég titilinn
ungfrú Akureyri. Þetta kom mér mjög á
óvart. Eg hafði þó oft hugsað um að gaman
gæti verið að taka þátt í svona fegurðarsam-
keppni," segir Gígja sent nú er flutt til
Reykjavíkur og vinnur í Iðnaðarbankanum
við Háaleitisbraut. „Nú, kvöldið í Broadway
var alveg frábært og allur undirbúningur. Ég
man eftir því þetta kvöld að ég var að virða
fyrir mér hinar stelpurnar og spá í hver þeirra
yrði fegurðardrottning íslands. Nöfn þeirra
stúlkna. sem lentu i öðru og þriðja sætinu.
höfðu verið kölluð upp þegar nafnið mitt var
kallað upp. Það hvarflaði ekki að mér að það
yrði ég," segir Gigja ennfremur. „Þetta var
stórkostlegt."
- Nú hafa fegurðardrottningar undanfar-
inna ára yfírleitt verið héðan af sunnanverðu
landinu. Var þér ekki vel tekið þegar þú sner-
ir heim?
„Vinkonur mínar tóku á móti mér með
kampavíni og blómum en engir óviðkom-
andi. Akureyringar eru svo ofboðslega lokaðir
og sýna aldrei neitt slíkt. Ég fann engin við-
brögð heima vegna titilsins. Á þessunt tíma
var ég að klára verslunarpróf úr Verkntennta-
skólanum á Akureyri og vann með skólanum
í Iðnaðarbankanum. Þegar mér barst boð um
að koma suður og sýna með Módelsamtökun-
um ákvað ég að slá til. Ég fékk vinnu í
Iðnaðarbankanum _hér fyrir sunnan og hafði
í nógu að snúast. í október fór ég til Finn-
lands til að taka þátt í keppninni Miss
Skandinavía. Þar var ég kosin Miss Press og
lenti síðan í fjórða sæti í keppninni. Mér
fannst hálfömurlega að þeirri keppni staðið.
Nýtt fólk hafði nýverið tekið að sér að ann-
ast keppnina og virtist ekki vera með það á
hreinu hvernig það ætti að fara að því.
Hins vegar var alveg frábært að taka þátt
í Miss World keppninni í London. Við fórum.
allar stúlkurnar í þeirri keppni. í vikuferð til
Macau í Kína. þar sem við vorum myndað-
ar. og síðan vorum við tvær vikur í London.
Það var alveg ótrúlega ströng öryggisgæsla
yfir okkur í London og gátum við ekkert
hreyft okkur nema hafa öryggisverði í eftir-
dragi. Meira að segja þegar við vorum að
stelast til að fara og fá okkur McDonalds þá
fóru þeir með okkur. Það var nefnilega fer-
lega vondur matur á hótelinu. að minnsta
kosti fyrstu dagana. Það lagaðist seinni hluta
dvalarinnar þvi þá hafði borist svo mikið af
kvörtunum. Við gerðum heilmargt í London.
fórum í leikhús. heimsóttum barnaheimili og
sjúkrahús og svo fengum við að fara i nálæg-
ar götur að versla. en þó í lögreglufvlgd."
- Hittir þú Hófi oft meðan þú dvaldir í
London?
„Nei. vegna þess hve við vorurn passaðar
gafst ntér ekki tækifæri til að hitta Hófi oft.
Við vórum nánast einangraðar frá öllum öðr-
um og máttum enga hitta."
- Varstu óánægð með að komast ekki í
úrslit í þessari keppni?
„Alls ekki. Það er þannig andi í svona
keppni að maður tekur slíkt ekkert alvarlega.
Þó voru þarna tvær stúlkur meðal keppenda
sem ekki þoldu að komast ekki í úrslir og
urðu alveg æfar. Önnur öskraði b-.ksviðs
þegar úrslitin voru kynnt. Mér fannst bara
tnjög gaman að vera með og sérstaklega vegna
þess að Hófi var að krýna arftaka sinn."
- Hefur þú farið í fleiri ferðalög. beinlínis
í sambandi við titilinn?
„Já. mér var boðið til Hollands til að af-
henda verðlaun í ískeppni sem þar fór frani.
Þeim fannst rnjög sniðugt að stúlka frá ís-
landi aflienti verðlaun í ískeppninni enda gerði
það mikla lukku. Þetta var rosalega stór sýn-
ing og mér var ákaflega vel tekið. Eftir
keppnina var rnér síðan boðið í bíltúr unt
allt Holland og Belgíu. þannig að það var
mikið fyrir ntig gert."
- Hefur þú verið viðstödd fleiri slíkar uppá-
komur?
„Ekki erlendis. Hér heima hef ég verið við-
stödd ýmis tækifæri. þar á meðal var ég
viðstödd fyrir norðan um daginn þegar nýtt
fyrirtæki var opnað þar. Síðan er ég að fara
á vegum ferðaskrifstofunnar Útsýnar til
Svartaskógar í Þýskalandi í myndatökur."
- Nú ert þú fædd og uppalin á Akureyri.
saknar þú ekki heimahaganna?
„Nei. það er svo iítið um að vera þar. Ég
hef mjög gaman af því sem ég er að gera
núna."
- Þú hefur þegar krýnt arftaka þinn á
Akureyri. Ertu farin að búa þig undir að krýna
nýja fegurðardrottningu íslands og hefur þú
eitthvað fylgst með undirbúningi þeirrar
keppni?
„Ég er að byrja að undirbúa mig. Undan-
farna daga hef ég haft mjög mikið að gera í
sambandi við tiskusýningar. sérstaklega á
rneðan sýningin Sumarið '87 var í Laugardals-
höllinni. Ég hef verið að hugsa út kjólinn sem
ég ætla að vera í en móðir mín ætlar að sauina
hann."
- Hvernig á hann að vera?
„Hann verður hvítur. V-laga i bakið. þröng-
ur niður að hné en víkkar þar og koma felling-
ar þar niður úr. Annars er alveg ómögulegt
að vera að lýsa kjól svona í blaði." segir Gígja.
Gígja varð nítján ára núna í apríl og þessa
dagana er hún að gera upp við sig hvort hún
eigi að fara í Verslunarskóla íslands i haust
og halda áfram námi eða hvort hún eigi að
halda alla leið til Ástraliu og gerast fyrirsæta
þar.
„Stúlkan. sem var með mér \ herbergi á
Miss World keppninni. er frá Ástralíu. Við
höfunt skrifast á síðan og hún er sífellt að
hvetja ntig til að koma til sin. Ég á að senda
henni myndir af mér og siðan ætlar hún að
koma þeint á frantfæri á umboðsskrifstofu
fyrir fyrirsætur. þar sem hún er sjálf á samn-
ingi. Mér finnst þetta mjög spennandi kostur
og er allt eins til með að drífa mig."
- Það er alltaf vinsæl spurning að spyrja
fegurðardrottningar hvort þær eigi ekki heil-
ræði_ handa þeirri sem tekur við?
„Ég vil svara því þannig að fyrst og fremst
eigi stúlkan að njóta ársins og hafa það
skemmtilegt. Og það sem er kannski mikil-
vægast er að breyta sér ekki. Maður er sama
manneskjan. hvort sem maður hlýtur titilinn
eða ekki. Ég fmn að sumir halda að ég hafi
breyst eitthvað á þessu ári en það er algjör
misskilningur. Ég er ennþá sú sama og ég
var. það eina sem hefur brevst hjá mér er að
ég hef læknast talsvert af feimninni. sem háði
mér óskaplega áður. og ég er fegin því."
Viðtal: Elín Albertsdóttir Mynd: Valdís Úskarsdóttir