Vikan - 28.05.1987, Side 27
Stangaveiðihandbókin
jafn ómissandi í veiðiferðina og stöng og lína
Stangaveiðihandbókin er bók sem allir ósviknir veiðimenn ættu að krækja sér í. Bókin veitir þér gagnmerkar
upplýsingar við undirbúning veiðiferðarinnar og á veiðistað. Hún er einnig afbragðsgóð bók til gagnasöfnunar
og gerð til að þola hnjask og misgóðar aðstæður út í guðsgrænni náttúrunni. Bókin skiptist í eftirtalda kafla:
Almanak með flóðatöflu:
Dagatal fvrir veiðitímabilið 1987 og 1988
með upplýsingum um sjávarföll og tunglstöður.
Veiðiskýrsla.■
í þessum kafla er veiðiskýrsla, sem fýllt er út
á aðgengilegan og einfaldan hátt.
Einnig atlatölur úr ám víðsvegar um
landið síðastliðin tíu ár.
Fiskar:
Kafli um atferli íslenskra
vatnafiska með litmyndum
af hverri tegund.
Stangaveiði
H«A*N’D’B’Ó*K
Á veiðistað:
Allt sem gott er að vita: Önglastærðir, hnútar,
slysavarnir, meðferð á flski, flugulínur
og sökkhraðatöflur. Hvernig taka á hreistursýni
og upplýsingar um merkingar á vatnaíiskum.
Hjól og línur.
Flugur:
Litmyndir með 50 helstu silunga- og laxaflugum
sem veitt er á í ám og vötnum landsins ásamt
skýringum á íslenskum heitum einstakra
fluguhluta.
Veiðistaðir:
Kort með á annað hundrað veiðistöðum,
ásamt upplýsingum um sölu veiðileyfa.
Félög í Landssambandi Stangaveiðifélaga
og veiðisvæði þeirra.
Orð í stangaveiði:
Orðasafn yfir verkfæri fluguhnýtarans og efni sem notuð eru við fluguhnýtingar, ásamt orðalista og þýðingum á
orðum, hlutum og orðatiltækjum sem heyrast á veiðistað.
Stangaveiðihandbókin fæst m.a. á eftirtöldum stöðum:
Litlu flugunni, Veiðivon, Veiðimanninum, Ármótum, Sportmarkaðinum og Eyfjörð.
einnig í sportveiðiverslunum um land allt og kostar aðeins 880.- krónur
Sendum í póstkröfu.
HANDARGAGN
Frakkastíg 14 Símar 27817 og 18487