Vikan


Vikan - 28.05.1987, Síða 34

Vikan - 28.05.1987, Síða 34
Ingi Björn Albertsson er nýtt nafn á þingmannalistanum. Hann er fæddur í Nice í Frakklandi 3. nóvember 1952, þannig að hann verður með þeim yngstu á þinginu, aðeins þrjátíu og Ijögurra ára gamall. Ingi Bjöm hefur gegnt forstjórastarfi síðast- liðin þrettán ár í fyrirtæki föður síns, Alberts Guðmundssonar, en nú munu þeir feðgarnir setjast saman á þing. Reyndar hefur ævi Inga Björns lent í svipuðum farvegi og föður hans. Vom það tilviljanir sem réðu því eða var það einmitt það sem hann vildi? í þessu Vikuviðtali segir Ingi Björn frá sjálfum sér, íjölskyldunni, fótboltanum, fyrirtækinu og pólitíkinni, sem hann lenti í nánast fyrir tilviljun. Þetta var hálmstrá sem aðilar innan Sjálfstœðisflokksins voru lengi búnir að bíða eftir. Ingi Björn hefur stjórnad fyrirtæki födursíns í þrettán ár. Það varþetta fyrirtæki sem augu landans beindust að mánuði fyrir kosningar. „Ég var á þriðja ári þegar við fluttum heim frá Frakklandi þannig að ég man ekkert frá þeim árum. Þegar við komum heim bjuggum við fyrst i Mávahlíð en fluttum síðan inn á Hraunteig og gekk ég allan barnaskólann í Laugarnesskólann. Við bjuggum þarna innfrá í tólf eða þrettán ár áður en við fluttum á Laufásveginn. Síðan var ég einn vetur í Voga- skóla áður en ég fór í Verslunarskólann og tók þaðan verslunarpróf,“ sagði Ingi Björn er hann var spurður út í æskuárin ,og síðan bætti hann við: „Minningar mínar úr æskunni eru aðallega tengdar fótboltanum. Strax fimm ára gamall var ég farinn að æfa með Val og var níu ára þegar ég keppti í fyrsta skipti í opinberum leik, sem var úrslitaleikur í haust- móti fimmta flokks A við KR úti á KR velli. Heppnin var með mér því ég náði að skora eina mark Vals í leiknum þannig að upphafið á ferli mínum sem knattspyrnumanns var gott, það er titill og sigurmark í fyrsta leik.“ Tveimur árum eftir að Ingi Björn lauk námi í Verslunarskólanum hélt hann til Frakklands og fékk þar starf í koníaksverksmiðju, þar sem hann kynntist öllum þrepunt koníaksvinnsl- unnar. „Ég fékk tækifæri til að fara í gegnum allt starfið, frá verksmiðjuvinnunni upp í skrifstofustörfin. Við erum umboðsmenn fyrir þetta koníak og það var ákveðið starf sem þarna bauðst og ég þáði. Ætli ég hafi ekki verið tvítugur þegar ég fór til Frakklands og var þar í eitt ár.“ - Varstu þá ekki farinn að spila með lands- liðinu? „Jú, ég var líklega átján ára þegar ég spil- aði fyrsta landsleikinn." - Þér hefur ekki dottið í hug að fara út í atvinnumennsku? „Nei, í rauninni ekki. Mér stóð það til boða en hafði ekki neinn raunverulegan áhuga á því.“ - Hvaðan fékkstu boð? „Það var meðal annars frá Skotlandi, Belg- íu og Frakklandi. Ég var ntikill fótboltaá- hugamaður en þó ekki þannig að ég vildi gera það að lifibrauði mínu.“ - Tókstu þá að þér stjórn heildverslunar- innar þegar þú komst heirn frá Frakklandi? „Ég kom heim árið 1973 og fór beint hingað inn í fyrirtækið og hef verið hér síðan. Ég tók við stjórninni fljótlega eftir að Albert fór inn á þing 1974.“ Heildverslun Alberts Guðmundssonar er innflutningsfyrirtæki. Meðal þess sem fyrir- tækið flytur inn er áfengi, vinnuvélar, peninga- og skjalaskápar, drykkjarvörur og sælgæti svo eitthvað sé nefnt. Þennan mánudagsmorgun. sem við Ingi Björn ræddum saman, var rólegt yfir skrifstofunni og hann eini starfsmaðurinn sem var við. Reyndar kom í ljós að þau eru aðeins tvö sem þarna starfa fyrir utan sölu- menn sem meira eru úti við. Samt hafa augu landans beinst að þessu að þvi er virðist litla fyrirtæki og það hefur haft víðtæk áhrif á stjórnmál landsins. Skrifstofan er ekkert sér- lega hlýleg og frekar gamaldags. Uppi á stórum skáp bak við stól Inga Björns trónar fugl einn mikill á steini. - Er þetta tákn Sjálfstæðisfiokksins sem þú hefur hér yfir höfði þér? „Nei, ætli þetta sé ekki frekar Valurinn,“ svarar Ingi Björn um hæl og brosir. Það varð til þess að snúa umræðunni að pólitík. - Hver á að hugsa um fyrirtækið nú þegar þú ferð á þing? „Fyrirtækið heldur bara áfram að vera til og vonandi dafna. Það er í ágætum farvegi eins og er og það er spurning hvort það getur ekki haldið áfram sem slíkt. Ef annað kernur í Ijós þá bregðumst við við því.“ - Heldur þú að þú annir bæði þingmennsk- unni og stjórnunarstörfum hér? „Það verður bara að koma í ljós. Ef fyrir- tækið kemur til með að trufla mig við þingmennskuna gerum við ráðstafanir til að svo verði ekki." - Áttir þú von á að fara inn á þing? „Allir sem setjast i fyrsta sæti á framboðs- lista hljóta að gera það með ákveðið takmark í huga. Það er bara eins og með íþróttamenn, þeir fara ekki í leikinn til að tapa honum." - Þú getur ekki neitað að allar þessar breyt- ingar, sem gerast hjá ykkur á örfáum dögum, hljóta að hafa breytt heilmiklu. Þú hafðir ekki lengi barist til að komast inn á þing og átt ekki pólitíska fortíð? Varstu pólitískur eða flokksbundinn? „Ég sjálfur hef aldrei verið í Sjálfstæðis- flokknum og ber engar taugar til hans frekar en annarra flokka. Eg hef verið pólitískur í laumi en hef ekkert verið að útvarpa því. Ég hef fylgst með því sem hefur verið að gerast, sérstaklega ef eitthvert stærra mál hefur kom- ið upp. Oft hef ég kornið niður á þing og hlustað á umræður ef þar hafa verið einhver hitamál i gangi. Eins er um annað fólk, það leggur eyrun við ef það á von á einhverjum hita og æsingi. Ég fylgdist náttúrlega vel með Hafskipsmálinu meðan það var. Annars hef ég oft komið niður á þing í tengslum við Al- bert og ef ég hef ekki náð honum hef ég sest niður og hlustað á umræður sem eru i gangi." - Þegar Hafskipsmálið kom upp sagði Steingrímur Hermannsson að ef Albert hefði 34 VIKAN 22. TBL

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.