Vikan - 28.05.1987, Side 35
verið hans ráðherra hefði hann látið hann
víkja strax. Heldur þú að önnur staða hefði
komið upp ef Þorsteinn hefði gert það?
„Mér er sko nákvæmlega sama um stöðu
Sjálfstæðisflokksins en Albert átti aldrei að
víkja því Hafskipsmálið kemur upp löngu eft-
ir að hann er hættur hjá Hafskip og það hafa
engir hagsmunaárekstrar verið þar á ferðinni.
Þó það hefðu verið möguleikar til þess þá
urðu þeir ekki, það er búið að grandskoða
það mál og sanna. Þannig að ef Albert hefði
farið að víkja út af Hafskipsmálinu hefði hann
farið að taka á sig einhverja tilbúna sök.“
- Þú stendur á því fastar en fótunum að
faðir þinn sé hvergi ábyrgur í þessu Hafskips-
máli?
„Ég er alveg klár á því. Ég tel að ríkissak-
sóknari sé búinn að staðfesta það og birta
sínar ákærur og rannsaka þetta mál í heild.
Það hefur hvergi komið neitt saknæmt fram
um Albert Guðmundsson.“
- Nú komu upp efasemdir um ágæti ríkis-
saksóknara, þar sem hann hafði notið fyrir-
Þessa stundina eru
það vegamálin sem
hrenna nokkuð heitt
í þessu kjördœmi,
enda eru þau í mikl-
um ólestri.
greiðslu í sambandi við lánveitingu frá Albert
Guðmundssyni?
„Ég þekki náttúrlega ekki svona mál. Þetta
mál leit þannig út gagnvart almenningi, fannst
mér, að þarna var ákveðinn aðili að reyna
að finna enn eitt hálmstráið þar sem hann
hafði slitið fyrra hálmstráið og hrapað með
því.“
- Hvern meinar þú þá?
„Það getur náttúrlega hver og einn getið í
það því það eru ekki margir aðilar sem geta
farið fram á slíkar upplýsingar.
- Þú meinar Þorstein Pálsson"
„Já, ég meina Þorstein. Á það ber þó að
líta að það komu upp mörg fleiri nöfn heldur
en nafn ríkissaksóknara og þótti ekkert at-
hugavert við þau frekar en nafn ríkissaksókn-
ara enda var þetta löngu fyrir þann tíma sem
Hafskipsmálið kom upp.“
- Hvert er þitt persónulega mat á þessu
svokallaða Albertsmáli?
„Þetta er erfið spurning. Forsagan er þegar
Þorsteinn hefst handa eftir þessa Helgarpósts-
frétt. Þar steig hann mjög alvarlegt feilskref,
þar sem hann varð uppvís að trúnaðarbresti
sem í rauninni varðar við lög og má með ólík-
indum telja að hann skuli gera slík mistök.
Þetta var það sem hrinti þessu öllu af stað.“
Ég tel að þarna séu
á ferðinni pólitískir
komplexar, ekki
hagsmunir flokks
eða þjóðar.
- Nú kemur þú sjálfur inn í þessa umræðu?
„Já.“
- Var málið allt þá þér að kenna?
„Það verða mistök hér í fyrirtækinu sem
leiða til þessa máls. Þetta eru i rauninni mjög
lítil mistök sem eru að gerast víðast hvar. Það
er einungis vegna þess hversu pólitískt þetta
mál er og að fyrirtækið ber nafn Alberts
Guðmundssonar sem allt þetta íjaðrafok
verður.“
- Kennir þú sjálfum þér þá um hvernig fór
fyrir föður þínum?
„Nei, ég tók þetta ekki til mín. Þetta var
hálmstrá sem aðilar innan Sjálfstæðisflokksins
voru lengi búnir að bíða eftir en gripu hins
vegar í tómt.“
- Ertu ánægður yfir því?
„Ég gleðst ekki yfir óförum annarra en
okkar staða í dag er hins vegar vel við un-
andi.“
- Nú hefur alltaf verið mikið fjölmiðlafár
í kringum föður þinn. Hefur það snert þig eða
fjölskylduna?"
„Við höfum eiginlega öll farið okkar eigin
leiðir þannig að það hefur ekki verið spurning
um að upplifa slíkt innan fjölskyldunnar,
kannski frekar út á við. Auðvitað hefur þetta
snert mann á einhvern hátt. Þó held ég að
þetta hafi snert mig minna en til dæmis Hel-
enu og Jóhann, þar sem ég hef verið svo lítið
í pólitíkinni. Það hefur náttúrlega alltaf eitt-
hvað verið að gerast, það er aldrei nein
lognmolla í kringum okkur. Þá á ég sérstak-
lega við eftir að Albert fór út i pólitíkina. Það
virtust strax frá upphafi vera einhver ákveðin
öfl innan Sjálfstæðisflokksins sem voru hon-
um andsnúin. Þetta hefur meira eða minna
haft áhrif á hans pólitíska líf. Þeir hafa stöð-
ugt verið að leita að þessu hálmstrái til að
klekkja á honum en það hefur aldrei tekist,
ekki einu sinni í þetta skiptið.“
- Hefur þú einhverja hugmynd um hvers
vegna?
22 TBL VIKAN 35