Vikan


Vikan - 28.05.1987, Síða 38

Vikan - 28.05.1987, Síða 38
 yfir mikilli reynslu og krafti sem smitar út frá sér og við höfum notið góðs af því.“ - Nú býr hún erlendis, missið þið hana þá ekki fljótt? ,,Hún er búsett í Bandaríkjunum og ég veit ekki hvenær hún fer aftur. Hún er enn hér og ég efast um að hún hugsi sér til hreyfings fyrr en eftir landsfund.“ - Hvenær verður hann? „í september.“ Ingi Björn á heiður- inn af fyrsta mark- inu sem Islendingar skoruðu í heims- meistarakeppni. - Hvaða mál verða þar efst á baugi? „Upp úr fundinum sem var um helgina og öðrum fundum, sem hafa verið fram að þessu, er verið að vinna að málefnaflokkum og tillög- um sem leggja þarf fyrir landsfundinn. Það segir sig sjálft með nýjan flokk að það hlýtur að vera geysimargþætt. Það er nánast allt þjóðfélagið sem þarf að brjóta upp.“ - Það var sagt fyrir kosningar að þið hefð- uð náð í besta vin þinn til að stilla honum upp í annað sætið í Reykjavík. „Já, ég hef heyrt það en það er algjör mis- skilningur. Það er alltaf verið að tala um hann og spn Alberts, það er hins vegar bróð- ir minn. Ég hafði aldrei séð þennan mann áður, þó hann sé góður vinur minn í dag. Hann átti að vera bridgefélagi Jóhanns bróð- ur míns en Jóhann hefur aldrei spilað bridge. Þeir eru engu að síður góðir vinir.“ - Það hefur þá verið sú vinátta sem gerði það að verkum að hann kom til samstarfs við flokkinn? „Ég þori nú ekkert að segja um það, senni- lega hefur það að minnsta kosti ekki skaðað að sú vinátta var til. Ég hef hvorki spurt hann né nokkurn annan af hverju þeir hafi komið til samstarfs við þennan ákveðna flokk.“ - Heldurðu að það eigi eftir að reynast flokknum erfitt að svona margir óreyndir menn koma saman á þingi? „Ég efast um það. Auðvitað þurfa menn tíma til að skólast og hann töluverðan, það hafa reyndir þingmenn úr öðrum flokkum tjáð mér. Það tekur sinn tíma og best að fara hægt í sakirnar. Þetta eru allt mjög hæfir menn, tel ég, sem völdust saman til starfa og ég er viss um að þeir eiga eftir að axla þá ábyrgð sem þeim er lögð á herðar.“ - Þú ert þá ekkert smeykur við tilhugsun- ina um að setjast á þing? „Nei, það er ég ekki. Það er langt fram í október. Ég hugsa að það verði kannski ein- hver titringur þegar nær dregur en í dag er ég hvergi smeykur.“ Það er erfitt að sitja snemma á mánudags- morgni og ræða pólitík fram og aftur, þó væri ekki hægt að taka viðtal við Inga Björn Albertsson án þess að koma að þeim málum. En það er vissulega margt annað sem er eftir að ræða. Ingi Björn á til dæmis stóra fjöl- skyldu. Eiginkonan, Magdalena Kristinsdótt- ir, er menntuð fóstra og það er kannski jafngott því börnin eru sex, allt frá mánað- argömlu upp í tólf ára. Elst er dóttirin K.ristbjörg Helga, tólf ára, Ólafur Helgi er næstur, þá Ingi Björn. Kristinn, Albert Brynj- ar og loks sú mánaðargamla sem að öllum líkindum er að fá nafn um þessar mundir. Flestir vita líka að Ingi Björn hefur látið til sín taka á fótboltavellinum þó hann eigi ekki nema um fimmtán landsleiki að baki. Hann segist hafa átt sína góðu tíma í fót- boltanum og einnig slæma. Ingi Björn_ á reyndar heiðurinn af fyrsta markinu sem ís- lendingar skoruðu í heimsmeistarakeppni og segir hann það vera minnisstæðasta landsleik- inn. „Þetta var fyrsti sigur Islendinga í heimsmeistarakeppni en leikurinn var á móti Norður-írlandi og við unnum hann 1-0.“ Ingi Björn spilaði tiltölulega fáa landsleiki á löngum tíma. Af hverju var það? - Máttir þú ekki vera að þessu? „Jú, jú, en það var mismunandi gott leik- form á mér, meiðsli og svo útistöður við þjálfara og svona ýmislegt sem varð þess vald- andi.“ - Af hverju lentir þú í útistöðum við þjálf- ara? „Það er nú eiginlega mál sem þjálfarinn, Tony Knapp, ætti að svara fyrir. Ég gat aldr- ei komið auga á neina ástæðu fyrir því. Honum var eitthvað í nöp við mig og fór ekki dult með það. Við gátum einfaldlega ekki starfað saman. Ég spilaði ekki fleiri landsleiki undir stjórn Tony Knapp eftir ákveðið atvik sem henti í einum landsleik. Ég var varamaður í þeim leik og Tony setti mig inn á völlinn en tók mig síðan út af aftur tíu eða fimmtán mínútum seinna. Slíkt er nánast óheyrt og ég held að hann hafi gert það af persónulegri illkvittni við mig. Eftir það kom ekki til álita að spila undir stjórn þessa manns.“ - Varstu þá ekki með í fleiri landsleikjum eftir það? „Jú, ég lék undir stjórn rússneska þjálfarans sem æfði liðið eftir að Tony hætti.“ - Fannst þér að þú hefðir átt að vera með i fleiri landsleikjum? „Já, á því tímabili sem Tony Knapp var með liðið fannst mér ég eiga skilið miklu lleiri landsleiki heldur en ég fékk.“ - Varstu þá ekki svekktur? „Áður en þessi illindi blossuðu upp var maður ekki fyllilega sáttur við það en eftir þau kærði ég mig ekki um að leika meira undir stjórn þessa manns.“ - Var Tony Knapp illa liðinn hjá fleirum? „Hann var mjög umdeildur. Ég skal ekki segja hvort hann hafi verið illa liðinn. En því er ekki að neita að hann skilaði mjög góðum árangri.“ Ingi Björn er Valsari af heilum hug og þar prílaði hann upp alla flokka á sínum yngri árum, að undanskildum öðrum flokki sem hann fékk að sleppa. Hann fór beint inn í meistaraflokkinn. Nokkrum sinnum urðu Valsarar íslandsmeistarar á þessu tímabili. - Varstu góður leikmaður? „Svona máttu nú ekki spyrja. Ég hef átt mín góðu tímabil og líka slæm. Það hafa skipst á skin og skúrir.“ Ingi Björn hefur notað mestallan sinn frí- tíma í fótbolta. Hann tók sér frí tvö surnur sem unglingur,_annað sumarið fór hann í skóla rétt utan við Álaborg en hitt í enskuskóla í Englandi, að öðru leyti hefur hann haldið sig við boltann. Að vísu tók hann smáhliðar- spor, eins og faðir hans gerði á sínum tíma, til að þjálfa meistaraflokk FH. Hvernig voru FH-ingarnir? „Ég þjálfaði FH-ingana árið 1981. Þeir áttu góða daga en einnig slæma. Engu að síður var þetta ár afieitt. Þá fukum við beint niður í aðra deild, byrjuðum mjög illa og eftir fimm leiki vorum við með ekkert stig og nánast fallnir í upphafi móts. Eftir það tímabil fór ég aftur í Val en kom svo aftur í FH 1984. Þá var FH ennþá í annarri deild. Það ár gekk mjög vel og við unnum okkur aftur upp i fyrstu deild með miklum ágætum, vorum svo miðlungslið í fyrstu deildinni næstu tvö ár á eftir og þar eru þeir ennþá. Ég held að FH hafi verið á uppleið. Það er stígandi i liðinu sem þeir mega ekki missa. Nú hafa þeir feng- ið Skota, Ian Flemming, til að þjálfa liðið en ég er kominn aftur ,,heim“. Ég hef lítið getað æft með Val þar sem ég fór út í pólitíkina en það á eftir að koma í Ijós á næstu vikum hvort nú er kornið að leikslokum hjá mér í knattspyrnunni." Nú vilja lesendur sjálfsagt fá að vita hvort ekki sé mikið fjör heima við hjá Inga Birni. Þó að einhvern tíma hafi þótt sjálfsagt að Það á eftir að koma í Ijós á nœstu vikum hvort nú sé komið að leikslokum hjá mér í knattspyrn- unni heimili væru barnmörg hefur tíðarandinn breyst og nú þykir mikið að ciga scx börn. Það hlýtur að vera mikið líf og fjör á heimil- inu. „Það er mikið fjör þar. Annars er ég svo skammarlega lítið heima að þetta bitnar mest á Magdalenu, en þetta er auðvitað mjög erf- itt fyrir hana. Hún er harðdugleg og sér við þessu öllu.“ 38 VIKAN 22. TBL

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.