Vikan - 28.05.1987, Síða 42
Draumar
SJÁLFSMORÐ OG TVEIR TIL
Kæri draumráðandi.
Ég er hér með þrjá drauma sem mig langar
að biðja þig að ráða fyrir mig. Ég sendi þér
einu sinni draum og fékk ráðningu. Ég þakka
þér fyrir það. Svona eru draumarnir:
1. Ég var búin að eignast barn (ungbarn)
en mér fannst ég aldrei hafa verið ólétt. Barn-
ið var hreint undrabarn því það rétti fram
höndina þegar það vildi fá eitthvað, svo setti
það stút á varirnar og teygði út hendurnar
þegar það vildi kyssa rnig og faðma. Ég lagði
það á gólfið en eftir stutta stund fór það að
gráta. Þá fattaði ég að ég hafði aldrei gefið
því að drekka svo ég gaf því. Þá var bróðir
minni alltaf að ráfa þarna hjá mér. Svo var
fullt af krökkum þarna, þeir voru með blöð
sem þeir voru að selja. Svo man ég ekki meira
en sömu nótt dreymdi mömmu svolítið sem
mig langar að biðja þig að ráða líka.
2. Hún var ólétt og henni fannst hún sjá
fóstrið. Hún hugsaði með sér að það væri
best að gefa mér það bara enda á hún fjögur
börn fyrir.
3. Þessi draumur finnst mér mjög óhugnan-
legur. Svona er hann: Kærastinn minn framdi
sjálfsmorð (hengdi sig) i svefnherberginu okk-
ar. Mér fannst þetta alveg hræðilegt og að fá
aldrei að sjá hann aftur. Ég gat bara ekki
sætt mig við það. Ég vissi ekkert hvað ég átti
að gera, fannst ég standa ein í þessu. Svo var
ég allt í einu komin til útgerðarstjórans hans
og var að tala við hann. Hann vissi ekkert
um þetta svo ég sagði honum allt. Hann sagð-
ist ætla .að láta mig hafa fimmtíu og fimm
þúsund. Svo var ég aftur komin heim og þá
sat ég heima og hugsaði um af hverju hann
hefði gert þetta en komst ekki að neinni niður-
stöðu. Mig dreymdi þennan draum tvær nætur
í röð, því bið ég þig, draumráðandi góður,
að birta þetta fyrir rnig. Þetta angrar mig.
Ég vil þakka Vikunni fyrir gott blað.
5793-8498.
Draumar ykkar beggja eru mjög hagstœdir
i peningamálum en benda jafnframt til erjid-
leika i fjölskyldumálum og ósjálfstœdis vkkur
mceðgnanna beggja eóa vandræða við að gera
upp hug ykkar i einhverju ákveðnu máli. Það
gætu jafnvel verió einhver tengslmilli liqgstæðra
ytri aðstæðna (peningamála) og erfiðleika og
ef til vill eru deilur um peninga eða eignir en
jafnframt erfiðleikar á að Já botn í málið.
Þriðji draumurinn er einnig nokkuó peningalegs
eðlis en samkvæmt honum eru einnig erfiðleikar
i mannlegum samskiptum en í þetta sinn vísar
draumurinn J'rekar til vinahóps þíns en J'jöl-
skyldu. Draumurinn visar til ýmissa liagstæðra
ytri skilyrða, velgengni í vinnu eða námi, en
eins og einhver vandræði séu i samskiptum þín-
um og vina þinna. Kærastunum boðar þessi
draumur þó ekkert illt og rétt að minna enn
einu sinni á að sjái maður einhvern látinn i
draumi er sennilegt að hann verði langlij'ur í
raun.
EITT STORT
AUGA
Halló, Vika.
Hvað merkir þessi draumur? Það er svolítið
langt síðan mig dreymdi hann. Svona byrjar
hann: Ég, systir mín og mamma vorum á leið
í banka. Þegar við komum í bankann var
fullt af fólki þar en allt í einu birtist stórt egg
með eitt stórt auga. Svo var þar stelpa með
rautt hár sem æpti alveg af hræðslu. Ég vakn-
aði við að ég reis upp úr rúminu, rennsveitt
af hræðslu.
Bæ, bæ.
M.S.
Ekki er útilokað að þessi draumur sé bara
venjuleg martröð en þú verður að meta þuð
sjálf. Merkingin er hins vegar mjög vel Ijós.
Draumurinn er fyrirboði mikilla og mjög já-
kvæðra breytinga á líf þínu og sennilega varðar
dráumurinn þig og fjölskyldu þína og að breyt-
ingitt tengist heimili þínu. Eittlivað erfitt eða
réttara sagt einhvers konar þrekraun er tengd
þessum breytingum, reynir mjög á þig og þína
en þið munuð öll standa ykkur með sóma og
sýna ágæta dirj'sku og dugnað.
MANNSNAFN
Kæri draumráðandi.
Mig dreymdi um daginn, eftir að dálítið
mjög mikilsvert hafði gerst í lífi mínu, nafn
eiginmanns frænku minnar, seni er svolítið
sérstakt. Hann heitir X. Ég man reyndar ekk-
ert úr draumnum nema ég held kannski að
hann hafi verið eitthvað að nöldra (hann ger-
ir það oft). Þessi maður heitir tveimur nöfnum
(í raunveruleikanum) og mig dreymdi það
nafn sem er notað innan fjölskyldunnar en
aðrir þekkja hann ekki undir. Ég hitti þennan
mann sjaldan en mig langar mjög að vita
hvað þetta gæti þýtt því ég hef á tilfinning-
unni að mig hafi dreymt hann eða nafnið
hans áður.
Með fyrirfram þökk.
Frænka.
Þessi draumur er fyrir mjög miklum fjáir-
hagslegum hagttaði og merkir sennilega ekkert
annað. Þó hefði verið kostur aðj'á að vitu eitt-
livað meira um aðstæður í druumnum enfyrst
þú manst ekkert annað veróur draumrátðundi
aó ætla að skilaboðunum huji verið komið á
framfæri.
IHUNDRAÐ-
ASTA SINN
Kæri draumráðandi.
Nú ætla ég að skrifa þér, ábyggilega í hundr-
aðasta sinn, og fá einn draum ráðinn. Þannig
er að mig dreymdi að ég og kærastinn niinn
(sem var í draumnum, ég er með öðrum)
værum saman en einhvern veginn gátum við
aldrei náð almennilega saman. Það urðu eilíf-
ar tafir og bið en við vorum ekkert voðalega
óhress með þetta. samt vaknaði ég eins og
hálfvonsvikin. Þessi strákur, sem mig
dreymdi, heitir G og ég er svolítið skotin í
honum en veit ekkert hvort hann er skotinn
i mér. Ég held það þó, hann brosir alltaf svo
mikið þegar hann sér mig.
Með þökk fyrir ráðninguna.
G.A.
Ekki veil druumráðatuli hvort liann á að taka
þennan draum sem tákndruum. Ertu ekki bara
skotin í slráknum? Annars hefur hann vænstu
draumanaj'n, hamingjunaj'n, einkum í Jjöl-
skyldumálum. Sumir túlka svona drauma sem
einhverja vanlíðan eða óákveðni í vöku. Einnig
getur draumurinn merkt einliver vandræði innan
Jjölskyldwtnar, jufnvel deilur.
42 VIKAN 22 TBL