Vikan - 28.05.1987, Page 47
„Sjáðu til, svona á að gera þetta, sveifla stönginni lipurlega
án átaka,“ gæti Engilbert Jensen, fyrrum Hljómamaður, verið að
segja á þessari mynd sem tekin var nýverið við Elliðavatn.
„Var þetta ekki gott hjá mér?“ Engilbert hankar inn flugulínuna
á góðviðrisdeg! við Elliðavatn.
sama skapi og fleiri yfirgáfu þetta skemmtilega veiðivatn en
áður í maímánuði.
Er okkur bar að vatninu voru Armenn, félagsskapur veiði-
manna sem eingöngu veiða á flugu, tjölmennir við vatnið
en fiskurinn gaf sig ekki. Sömu sögu var að segja af þeim
sem reyndu maðkinn og spúninn. Ármenn héldu sig aðallega
i Helluvatni, inn af Elliðavatni, og veiddu þarí hnapp. Fundu
þeir sér og tíma til að setjast niður og ræða málin, það var
ekki asanum fyrir að fara og þannig á það einmitt að vera
í veiðinni.
Heyrt.. .Heyrt.. .Heyit
r
Ahugi veiðimanna á hinum nýju veiðisvæð-
um, sem Stangaveiðifélag Reykjavíkur
hefur tekið á leigu i Svínadal og í Hvítá,
er mjög mikill. Hefur mikið verið spurt um
þessi svæði og hellingur af veiðileyfum verið
pantaður. Heyrðum við að einn veiðimaður
hefði pantað hálfan mánuð í Hvítá að Kipja-
bergi og Hestsvæðinu. Kannski er þetta sem
þarf, svæði þar sem silungsveiði er líka i boði
og veiðileyfm eru ekki okurdýr. Veiðimenn
virðast gleypa við þessu.
Veiðimenn bíða spenntir eftir að veiðiárnar
verði opnaðar og það verða Norðurá i
Borgarfirði og Laxá dýra á Ásum sem
fyrstar verða opnaðar. Við heyrðum sögu frá
Norðurá af fiskum sem sést höfðu í ánni en
Norðurá er þekkt fyrir hve fiskurinn gengur
snemma i hana. Maður, sem sá fiska bylta sér
í ánni, sagði: „Þetta var allavega lax. Ég sá þá
greinilega og þeir voru silfurgljáandi og feitir.“
Veiðimenn sjá víða fiska þessa dagana og í
einum heyrðum við sem taldi sig hafa séð
aragrúa af laxi í stíflunni í Elliðaánum fyr-
ir nokkrum dögum. Stóð hann í þeirri meiningu
að þetta væru nýgengnir fiskar. Við nánari at-
hugun kom í ljós að svo var ekki. Laxinn var
að vísu til staðar en hann var allur á leið til
sjávar. En hann kemur. . .
22. TBL VIKAN 47
L