Vikan - 28.05.1987, Síða 54
Maðurinn sem kunni vel við hunda
4
Þegar ég rankaði við mér var herbergið
fullt af reyk. Reykurinn lá í loftinu. í mjóum
strókum upp og niður eins og perluhengi.
Gluggarnir á endaveggnum virtust vera opnir
en reykurinn hreyfðist ekki. Ég hafði aldrei
séð þetta herbergi fyrr.
Ég lá þarna í nokkra stund og hugsaði
mitt ráð, svo opnaði ég munninn og öskraði:
Eldur! eins og lungun leyfðu.
Svo féll ég aftur á rúmið og fór að hlæja.
Ég var ekkert hrifinn af hljómnum. Hann var
holur, jafnvel í mínum eyrum.
Einhvers staðar heyrðist hlaupið stiga, lyk-
ill snerist í skrá og dyrnar opnuðust. Maður
í stuttum, hvítum sloppi leit á mig, augnaráð-
ið var hörkulegt. Ég sneri höfðinu aðeins og
sagði:
- Treystu ekki þessu, Jack. Þetta er komið
af stað.
Hann yggldi sig snöggt. Hann var með
hörkulegt, lítið andlit, stingandi augu. Ég
þekkti hann ekki.
- Þú hefur kannski áhuga á einhverju lík-
ara spennitreyju? sagði hann lymskulega.
- Mér líður ágætlega, Jack, sagði ég.
- Prýðilega. Ég ætla að fá mér blund núna.
- Það væri skynsamlegt, sagði hann önug-
ur.
Dyrnar lokuðust, lykillinn snerist í skránni
og/ótatakið Ijarlægðist.
Ég lá kyrr og horfði á reykinn. Ég vissi að
það var í rauninni enginn reykur. Það hlaut
að vera nótt því það var kveikt á postulíns-
ljósakrónu sem hékk þarna i þrem keðjurn.
Meðfram brúninni á henni voru mislitir hnúð-
ar og snúrurnar voru appelsínugular og bláar.
Á meðan ég horfði á hnúðana opnuðust þeir
eins og lítil kýraugu og út úr þeim stungu sér
höfuð, pínulítil höfuð eins og á dúkkum, en
lifandi. Þarna var maður með skipstjórahúfu,
stór, þrýstin ljóska og grannvaxinn maður
með krumpað bindi sem sagði í sífellu: Viltu
fá steikina lítið steikta eða miðlungi steikta,
herra minn?
Ég tók í hornið á grófgerðum sængurfötun-
um og þurrkaði svitann úr andlitinu á mér.
Ég settist og setti fæturna á gólfið. Ég var
berfættur. Ég var í grófum flónelsnáttfötum.
Ég fann ekki fyrir fótunum á mér þegar ég
setti þá á gólfið. Eftir nokkra stund fóru þeir
að stinga og voru fullir af nálum og títuprjón-
um.
Þá fann ég fyrir gólfinu. Ég tók í rúmbrík-
ina, stóð upp og gekk um gólf.
Rödd, sem var ef til vill mín eigin, sagði
við mig: Þú ert með tremma, þú ert með
tremma.. .þú ert með trennna...
Ég sá viskíflösku á litlu, hvítu borði milli
glugganna. Ég lagði af stað í áttina að henni.
Það var flaska af Johnny Walker, hálffull.
Ég náði í hana, tók vænan sopa úr hálsinum
á henni og lagði hana frá mér aftur.
Viskíið var skrýtið á bragðið. Meðan ég
var að gera mér grein fyrir að það var skrýtið
á bragðið sá ég vaskafat í horninu. Mér rétt
tókst að komast þangað áður en ég kastaði
upp.
Ég lagðist aftur í rúmið. Uppköstin höfðu
dregið úr mér allan mátt en herbergið var
agnarögn raunverulegra að sjá, ekki eins ótrú-
legt. Ég sá rimla fyrir gluggunum tveim, stóran
og þungan stól úr viði en engin önnur hús-
gögn nema hvíta borðið með viskíinu með
dópinu í. Þarna var skáphurð, lokuð. kannski
læst.
Rúmið var spitalarúm og á því voru leður-
reimar, tvær hvorum megin, um það bil á
móts við úlnliðina á manni. Ég vissi að ég var
í einhvers konar fangaklefa.
Skyndilega fór mér að líða illa í vinstri
handleggnum. Ég bretti upp víða ermina og
sá fullt af stunguförum á upphandleggnum
og bláa og svarta hringi kringum hvert þeirra.
Það hafði verið dælt í mig dópi til að þagga
niður i mér á meðan ég fékk köstin. Þess
vegna hafði ég séð reykinn og litlu hausana
á loftljósinu. Viskíið með eitrinu hafði greini-
lega lækningamátt fyrir einhvern annan en
mig.
Ég fór aftur á fætur og gekk um, hélt áfram
að ganga. Eftir smástund drakk ég dálítið af
vatninu, hélt því niðri og drakk smávegis í
viðbót. Eftir hálftíma eða svo var ég með
þessu áframhaldi tilbúinn að tala við einhvern.
Skápdyrnar voru læstar og stóllinn of þung-
ur fyrir mig. Ég tók allt af rúminu og ýtti
dýnunni út í aðra hliðina. Það voru gormar
undir, festir með öðrum voldugri til fóta og
við höfðalagið. Það tók mig um það bil hálf-
tíma og miklar þjáningar að losa einn þeirra.
Ég hvíldi mig aðeins, drakk dálítið meira
af þalda vatninu og fór bak við hurðina.
Ég hrópaði: - Eldur! eins hátt og ég gat,
nokkrum sinnum.
Ég beið en ekki lengi. Það heyrðist hlaupið
eftir gangi fyrir utan. Lykli var troðið i skrána,
smellur heyrðist í lásnum. Smávaxni maður-
inn með hvössu augun og í hvíta sloppnum
ruddist inn með offorsi og hvessti augun á
rúmið.
Ég brá gorminum um kjálkann á honum
og siðan aftur á höfuð um leið og hann hneig
niður. Ég náði hálstaki á honum. Hann barð-
ist talsvert um. Ég notaði hnéð á andlitið á
honum. Ég meiddi mig í því.
Hann sagði ekkert um það hvernig honum
liði í andlitinu. Ég náði í kylfu úr vasa hans
hægra megin, tók lykilinn úr skránni að utan-
verðu og læsti að innanverðu. Það voru fleiri
lyklar á kippunni._ Einn af þeim gekk að
skápnum mínum. Ég leit inn í hann og fann
þar fötin mín.
Ég fór í þau, hægt, með fálmandi höndum.
Ég geispaði töluvert. Maðurinn á gólfinu
haggaðist ekki.
Ég læsti hann inni og fór.
5
Stigagangurinn var víður, þögull, með
parketgólfi og mjóum dregli í miðju. Flatt,
hvítt handrið úr eik lá í miklum sveig niður
í anddyrið. Þar voru luktar dyr, stórar hurð-
ir, þungar og gamaldags. Ekkert hljóð
heyrðist handan þeirra. Ég læddist á tánum
niður teppið.
Innri dyrnar voru með hurð með steindu
gleri og milli þeirra og aðaldyranna var for-
stofa. Þegar ég var kominn þangað hringdi
sími. Karlmannsrödd svaraði í hann handan
við hálfopnar dyr. Þaðan barst ljósglæta inn
í myrkt anddyrið.
Ég fór til baka, gægðist inn um dyragætt-
ina, sá mann við skrifborð að tala í símann.
Ég beið þar til hann lagði á. Þá fór ég inn.
Hann var með fölt, beinabert andlit með
háum kollvikum og á höfði hans var þunnt,
skollitað hár sem var vatnsgreitt í sveig um
höfuðkúpuna. Hann var toginleitur. fölur og
gleðisnauður á svip. Hann leit snöggt á mig
og höndin á honum fór í rykk að hnappi í
skrifborðinu hans.
Ég brosti, vældi í honum: - Ekki, ég er
ekki sjálfráður gerða minna, gæslumaður. Ég
sýndi honum spennitreyjuna.
Hann brosti stirðlega eins og freðin ýsa.
Fölleitar og fingralangar hendurnar á honum
hreyfðust eins og lasin fiðrildi yfir skrifborðs-
plötunni. Önnur þeirra leitaði í áttina að
hliðarskúffu á skrifborðinu.
Honum tókst að losa um tunguhaftið. Þú
hefur verið mjög veikur. herra minn. Mjög
veikur maður. Ég myndi ekki ráðleggja...
Ég veifaði spennitreyjunni að fiöktandi
hendinni á honum. Hún hvarf inn í sjálfa sig
eins og snigill á heitum steini. Ég sagði:
- Ekki veikur, gæslumaður, bara dópaður,
út úr heiminum. Nú vil ég út úr þessu og
smávegis af hreinu viskii. Láttu mig fá.
Hann hreyfði fingurna lítillega. - Ég er
Sundstrand læknir, sagði hann. Þetta er
einkasjúkrahús - ekki fangelsi.
- Viskí, kvakaði ég. - Ég er búinn að ná
hinu. Einkageðsjúkrahús. Geðugasta fjár-
plógsstarfsemi. Viskí!
- Það er í lyfjaskápnum, sagði hann og
andaði rykkjótt og títt.
- Settu hendurnar á hnakkann.
- Ég er hræddur um að þú sjáir eftir þessu.
Hann setti hendurnar á hnakkann.
Ég fór hinum megin við skrifborðið, opn-
aði skúffuna, sem höndin á honum hafði leitað
í átt til_, tók sjálfvirka skammbyssu upp úr
henni. Ég lagði spennitreyjuna frá mér, fór í
kringum skrifborðið og aftur fyrir það, að
lyfjaskápnum sem var á veggnuni. Þar var
hálfslítrafiaska með eðlu viskíi og þrjú glös.
Ég tók tvö þeirra.
Ég hellti í þau bæði. - Þú fyrst, gæslumað-
ur.
- Ég - ég drekk ekki. Ég er alger bindindis-
maður, tautaði hann með hendurnar á
hnakkanum.
Ég tók spennitreyjuna aftur til handar-
gagns. Hann setti aðra höndina niður í fiýti
og hvolfdi i sig úr öðru glasinu. Ég horfði á
hann. Það var ekki að sjá að honum yrði
neitt meint af þessu. Ég þefaði af mínurn
skammti, svo hvolfdi ég honum í kverkarnar,
fékk mérannan og setti svo fiöskuna í vasann.
54 VI K A N 22. TBL