Vikan


Vikan - 28.05.1987, Síða 62

Vikan - 28.05.1987, Síða 62
Hausinn var alveg ótrúlega stór, gerður úr kopar, gulli og silfri. Út um munninn á honum kom slanga og úr slöngunni rann bjór í stríð- um straumum. Fólkið kom síðan með krús- irnar sínar og fékk sér að drekka. Bjórinn va_r bruggaður úr hrísgrjónum og ntjög sterkur. Á þessari hátíð var hausinn allur blómum skreyttur og allar götur voru blómum skreytt- ar. Þetta var mjög skemmtileg hátíð. Á nýárskvöld með fullu tungli hófst hátíð Kalí og stóð i níu daga. Þann tíma átti fólk að nota til að hreinsa sál sína. Á tíunda degi hófst fórnarhátíðin sem stóð næstu þrjá dag- ana. Frá stærsta hofinu fór risástór skrúð- ganga sem gekk i gegnum borgina. í henni hélt fólk á afskornum bufflahausum. Þessa þrjá daga, sem fórnarhátíðin stóð, lyktaði Kathmandu af blóði og kjöti. Kalí var fórnað bufflum. Gurkosarnir sneiddu þá hausana af bufflunum með einu handtaki. Ef þeir náðu ekki að sneiða hausinn af með einu handtaki boðaði það ógæfu. Þessa daga flæddi blóðið um göturnar. Síðan máluðu þeir trúartákn á göturnar með blæðandi bufflahausunum. Sjiva er margþættur guð. Hann er í senn guð ógnana, sótta, slysa og dauða og frjóvg- unaraflsins. Kalí er eyðandi helmingur hans. Hún er ímynd girndarinnar til lífsins, hún er grimmúðleg og blóðþyrst og svört sem bik. Kalí er mjög sérstök gyðja. Sjiva er alltaf að reyna að byggja upp en hún eyðir öllu jafnóð- um.“ En það kom að því að Anna yrði að yfir- gefa Ásíu. Hún hafði eytt þremur árum þar og varð að halda til Vesturlanda á ný. Þá lá leiðin til Þýskalands. „Ég grét i tvo tíma á leiðinni til gamla heimsins. Mér leið illa því að ég vissi að ég myndi ekki snúa í bráð til minnar heittelskuðu Asíu, þar sem lífið er svo ólíkt þessum gerviheimi hér á Vesturlöndum. Indverjar, Nepalir og Tíbetar lykta mjög sterkt af ösku, brennandi viði, náttúrulegum ilmvötnum, hárfeiti og reykelsi. Það er sterk náttúrulykt af þessu fólki. Svo kem ég til Þýskalands og fer inn í stóra verslunarmið- stöð. Ég leit allt öðruvísi út en Þjóðverjarnir, var klædd í tíbetsk föt, þakin skartgripum og með nepalska hárgreiðslu. Mér fannst ég óskaplega eðlileg. Allt í einu fannst mér Þjóð- verjarnir líta út eins og vélmenni. Og lyktin af þeim - þeir lyktuðu af hárlagningarefnum. svitalyktareyði, skóáburði, táfýluúða, krem- um og ilmvötnum búnum til á tilraunastofum. Ég varð svo undrandi þegar ég fann alla þessa gervilykt. Ég fékk ntiklu meira menningar- sjokk þegar ég kom aftur til Vesturlanda en þegar ég kom austur eftir að hafa alið allan minn aldur á Vesturlöndum.'1 Anna fer að segja mér frá viðbrögðunum sem hún hefur fengið við myndunum sínum hér á landi, hvað það hafi oft komið sér á óvart hversu vel íslendingar taki myndunum. Allt í einu berst talið að Vigdísi forseta og hún segir: „Ég var að velta fortið og framtíð Vigdísar forseta fyrir mér. Ég var að reyna að ímynda mér hvað hana dreymdi þegar hún stæði við gluggann og horfði út, suður á Bessastöðum. Ég gerði mynd af þessari fantas- íu og ákvað að gefa frú Vigdísi hana. Þetta var svolítið fyndið, ég var búin að fá viðtal við forsetann. Ég pakkaði myndinni inn í brúnan pappír. En ég var að fara að hitta forsetann á skrifstofu hennar niðri í Banka- stræti. Því fór ég að velta því fyrir mér hvort ég ætti að taka leigubíl, strætisvagn, ganga Bella Donna. eða hjóla eins og ég er vön. En ég gat ekki hjólað nteð myndina undir handleggnum, til þess var hún alltof stór. Ég nota aldrei leigu- bíla en nú var það spurning þar sem ég var að hitta forsetann í fyrsta skipti. Ég ákvað samt sent áður að brjóta odd af oflæti mínu og taka strætó. Strætisvagnastjórar hleypa manni aldrei út nema á stoppistöðvum en ég sagði bílstjóranum að ég væri að fara að hitta forsetann og hann yrði að hleypa mér út í Bankastrætinu fyrir framan skrifstofuna hennar, sem hann gerði, öllunt til mikillar undrunar, en ég var nú einu sinni að fara að hitta forsetann. Ég komst klakklaust inn í Stjórnarráðshúsið og inn á biðstofu og þar hófst svolítil bið eftir frú Vigdísi. Á meðan stúderaði ég kortin sent héngu á veggnum á biðstofunni. En svo kom frú Vigdís fram, það var eins og biðstofan lýstist upp þegar hún kom, áran hennar er svo björt. Vigdís tók mér unaðslega vel og ég átti við hana skemmtilegt samtal. Mér fannst eins og við værum búnar að þekkjast í tíu ár. Hún þáði myndina mina og sagðist ætla að hengja hana upp á Bessastöðum. Mér fannst þetta allt saman mjög merkilegt. Af því að ég er alin upp í Anteríku finnst ntér alltaf mjög óþægi- legt þegar ég hitti fólk og það segir: Hvað segirðu? Þá líður mér alltaf eins og ég þurfi að segja eitthvað merkilegt. Þetta var í fyrsta skipti sent mér fannst ég hafa eitthvað merki- legt að segja þegar ég var spurð. Þá gat ég sagt: Ég var að tala við Vigdisi forseta. Mér leið svo vel eftir að hafa verið hjá henni. hún er svo yndisleg."

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.