Vikan


Vikan - 02.07.1987, Side 4

Vikan - 02.07.1987, Side 4
Vikan 27. tbl. 49. árgangur. 2.-8. júlí 1987. Verð 150 krónur. FORSIÐAN I RÖDD RITSTJORNAR Friðrik Karlsson, gítarleikari hljómsveitarinnar Mezzoforte, er í Vikuviðtalinu. Hann prýðir for- síðuna. En þar er líka Helga Möller söngkona ásamt ungum syni sínum. Myndirnar tók Valdís Óskarsdóttir. ÚTGEFANDI: Frjáls fjölmiðlun hf. RITSTJÓRI: Þórunn Gestsdóttir. BLAÐAMENN: Guðrún Alfreðs- dóttir, Jóna Björk Guðnadóttir, Jóhanna Margrét Einarsdóttir, Sig- ríður Steinbjörnsdóttir, Sig- rún Ása Markúsdóttir. LJÓSMYNDARI: Valdís Óskars- dóttir. ÚTLITSTEIKNARI: Hilmar Karlsson. HANDRIT OG PRÓFARKIR: Guðrún Svava Bjarnadóttir, Hildur Gunnlaugsdóttir. RITSTJÓRN ÞVERHOLTI 11, SlMI (91) 2 70 22. AUGLÝSINGASTJÓRI: Geir R. Andersen. AFGREIÐSLA OG DREIFING: Þverholti 11, sími (91) 2 70 22. PÓSTFANG RITSTJÓRNAR, AUGLÝSINGA OG DREIFINGAR: Pósthólf 5380,125 Reykjavík. Verð í lausasölu: 150 kr. Áskriftarverð: 500 kr. á mánuði, 1500 kr. fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega eða 3000 krónur fyrir 26 blöð hálfsárs- lega. Áskriftarverð greiðist fyrirfram. Gjalddagar nóvember, febrúar, maí og ágúst. Áskrift í Reykjavík og Kópavogi greiðist mánaðarlega. Ekki ég Það gerist ekki hjá mér, kannski þér. Ég þarf ekki að tryggja heima hjá mér, þar gerist aldrei neitt óhapp. Ég þarf ekki að kaskótryggja nýja bílinn minn vegna þess að ég er mjög góður bílstjóri. En það er sjálfsagt að þú tryggir þinn. Sjúkdómar og veikindi eru ekki mín deild heldur hinna. Svona hugsar sá sjálfum- glaði. Mín börn detta ekki í forarpytt eiturlyfjaneyslunnar, kannski börn nágrannans. Vonandi eru þeir ekki margir sem hugsa svona. Borgarstjórn Reykjavíkur hefur látið gera kvikmynd um fíkni- efnaneyslu unglinga og verður hún sýnd í sjónvarpinu innan tíð- ar. Kvikmyndin heitir Ekki ég, kannski þú. - Myndin er heiðar- lega unnin og gefur rétta mynd af ástandinu í höfuðborginni, segir unga stúlkan sem leikur aðalhlutverkið í myndinni og er nú nafn Vikunnar. Enginn virðist vera óhultur fyr- ir þessum vágesti. - Þú tryggir ekki eftir á, segir tryggingafélag eitt réttilega í auglýsingum sín- um. Það á einnig við um börnin okkar. Það er varhugavert að fljóta sofandi áfram og segja - við erum óhult í okkar hreiðri. Hjá tónlistarmanninum Friðriki Karlssyni er lífið lag, öll hans til- vera snýst um tónlistina. Um tónlistina hans snýst Vikuviðtal- ið. Tónlistin teygir anga sína víða, hún styttir stundum næturstund- ir þeirra sem vaka og eru öðrum ósýnilegir. Vikan fór á næturvakt þvi við getum ekki sagt - ekki ég. Í ÞESSARI VIKU 6 Á meðan flestir sofa eru ósýnilegu vaktmennirnir á róli. Blaðamaður og Ijósmyndari Vikunnar leituðu á fund þriggja eina bjarta vornótt. 10 Reykjavíkurborg lét gera kvikmynd umfíkniefnaneyslu unglinga. Steinunn Ólína leikur aðalhlutverk- ið í þeirri kvikmynd og er nafn Vikunnar. 12 Whoopi Goldberg, RenateJohn og Michael J. Foxeru óllfræg og einu þeirra finnst það einkennileg tilfinning að eigg mikið af pening- um. 18 Við erum öll hjátrúarfull. Nei, en hvað um Coppingmálið. Sannfærir þaðeinhvern? 20 Garðveisla í Viku-eldhúsinu með Ijúffengum fiskrétti, salati og fersku ávaxtasalati. 24 Hugur og heilsa. Að endurheimta líkamann. Fróðlegur greinaflokkur. 29 Að bíta í fjallið er í Vikunni og til- verunni og er skrifað af Hildi Gunnlaugsdóttur.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.