Vikan


Vikan - 02.07.1987, Side 6

Vikan - 02.07.1987, Side 6
Björt vornótt, í miðri viku, í Reykjavík er engu lík. Eftir miðnœttið eru fáir á ferli, svo fáir að undarlegt má teljast. Um lágnœttið eru það fuglarnir, sem sveima yfir miðbœnum, sem mesta athygli vekja. Ymis smáatriði í umhverfinu koma skyndilega í Ijós. A daginn er svo margt fólk á ferli að maður tekur ekki eftir umhverfinu. Þar að auki finnst manni eins og maður þekki borgina svo í smáatrið- um að þar sé fátt nýtt til að horfa á. En í bjartri vornóttinni kemst maður að því að það er ansi margt sem hefur farið fram hjá manni og borgin breytist í áður ókannaðan heim. A meðan allir virðast sofa er fjöldinn allur af fólki að störfum. Það eru mennirnir sem við sjáum aldrei. Velflestar opinberar byggingar á höfuð- borgarsvœðinu eru^ vaktaöar, hótel, fyrirtœkisbyggingar, bátar og skip og svo mcetti lengi telja. Oneitanlega er mikil ábyrgð lögð á herðar þessara manna. En hvað gera nœturverðir? Fá þeir að leggja sig? Koma margir í heimsókn? Hvernig drepa þeir tímann? Við heimsóttum þrjá staði og margt kom á óvart. Texti: Jóhanna Margrét Einarsdóttir Myndir: Valdís Úskarsdóttir 6 VI KAN 27. TBL -j- B C+M+Y C+Y C C+M M M+Y 25%

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.