Vikan


Vikan - 02.07.1987, Qupperneq 7

Vikan - 02.07.1987, Qupperneq 7
Jón Marinósson Um lágnættið lá leið okkar á Hótel Óðinsvé. Þar hittum við fyrir Jón Marinósson, laga- nema og næturvörð. Ekki hafði Jón verið margar vikur í starf- inu en sagði þó að nokkur reynsla væri komin á það og honum líkaði vel. „Ég held að næturverðir skiptist í tvo hópa, annars vegar eldri menn, ekkla eða einhleypinga, og svo hins vegar námsmenn, enda endast þessir tveir hópar betur í þessu starfi en rnargir aðrir.“ Jón vinnur sjö daga í senn og á sjö daga frí. Vaktin hefst á miðnætti og henni lýkur klukkan átta á morgnana nema um helgar, þá vinnur Jón til hádegis. En hvað gerir hann á nótt- unni? „Ég sé um hótelið, er í gesta- móttökunni, afhendi lykla, hleypi fólki inn, en ég læsi hót- elinu yfirleitt urn eittleytið. Nú, svo sé ég um að vekja þá sem eru að fara í flug og afgreiða morgunmat. Það þaff að skrifa þá inn sem konta á hótelið á nóttunni. Svo gengur maður um hótelið og athugar hvort ekki sé allt með felldu.“ - En dauðu stundirnar, hvað gerirðu þá? „Ég les. Um þessar mundir er ég dottinn í enskar bók- menntir en ég býst við að með haustinu, þegar skólinn byrjar aftur, noti ég tímann til að lesa námsbækurnar, svo horfi ég á vídeó og teikna þess á milli.“ - En' ertu ekkert syljaður á nóttunni? „Nei, ég er yfirleitt ekki sylj- aður, þegar maður er einu sinni búinn að snúa sólarhringnum við þá er þetta i lagi. Það er helst að mig syfji á milli fjögur og sex. Hins vegar getur gengið brösuglega að sofna á morgn- ana. Maður fer alltaf seinna og seinna að sofa því maður er oft orðinn vel vakandi aftur þegar maður kemur af vakt- inni. Fyrstu morgnana nær maður því að sofna milli átta og níu en svo fer þetta að drag- ast fram á daginn. Seinni vikan fer svo í að koma sér á réttan kjöl, það fara alveg þrír dagar í það. Þannig á maður i raun og veru ekki nema fjögurra daga fri.“ - Ertu ekkert myrkfælinn? Eru engir draugar hér á hótel- inu? Nú fer Jón að hlæja og segir: „Það eru engir draugar hér, þetta er mjög vinalegt hótel. Hins vegar hefur maður komið í byggingar sem er hálfónota- legt að ganga um eftir mið- nætti. í því sambandi man ég eftir gamla samkomuhúsinu á Akureyri, reyndar kom ég þangað einungis meðan ég var krakki og þá með afa. Þetta hús á sér langa sögu og ekki skrýtið þó að eitthvað sé á sveimi þar.“ - Þú verður ekki fyrir nein- um ágangi af vegfarendum hér í Þingholtunum? „Það er mjög fátitt. Maður verður líka mannþekkjari í þessu starfi og er þar af leið- andi fljótur að sjá út hverjir eiga raunverulegt erindi inn á hótelið. Nánasta umhverfi hót- elsins er mjög rólegt og þeir gestir, sem hingað koma, eru friðsemdarfólk svo vandræði eru mjög sjaldgæf.“ - En hefur ekkert skemmti- legt eða neyðarlegt gerst í starfínu? „Einu sinni spurði einhver útlendingur mig hvar næsta hóruhús væri. Annars lenti ég í hálfneyðarlegu atviki fyrstu eða aðra nóttina sem ég var á vakt. Þá var hringt niður í gestamóttöku. Það var Eng- lendingur sem sagðist ekki finna baðherbergið. Ég spurði hann á hvaða herbergi hann væri og mér heyrðist hann segja 206. Mitt fyrsta verk var að fletta upp í skránni og sá að herbergi 206 var með baði. Ég endurtók 206 og sagði mannin- um bara að leita betur, bað- herbergið væri þarna. Um hálffimm kom hann öskuvond- ur niður og sagðist hafa vaðið inn á konu á sjötugsaldri þegar hann ætlaði að fara í sturtu á 206. Þá kom í ljós að maðurinn var ekki á herbergi með baði, mér hafði misheyrst og hann hafði misskilið mig á þann vpg að 206 væri baðherbergið. Ég hafði að settla málið og lyktir urðu þær að hann sagði mér að þetta hefði svo sem verið í lagi ef hún hefði verið yngri.“ Við þökkuðum Jóni fyrir spjallið, héldum út í bjarta nóttina og ákváðum að taka stefnuna á höfnina. Jón á Hótel Óóinsvéum. 27. TBL VIKAN 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.