Vikan


Vikan - 02.07.1987, Qupperneq 22

Vikan - 02.07.1987, Qupperneq 22
Vikan — Kvikmyndir/IMyndbönd • WSm James Fox og Jacqueline Bisset í hlutverkum sínum í High Season. Ný kvikmynd - High Season Grískt sumar Það færist í aukana að kvenfólk stjórni kvikmyndum. Þónokkrar nýjar kvikmyndir státa af kvenleikstjórum vestanhafs og í Englandi. High Season er ein þeirra. Leikstjóri þeirrar myndar er Clare Peploe og er þetta frumraun hennar sem leikstjóra. Þykir henni hafa tekist ágætlega þótt ýmsir haldi því fram að henni hafi ekki tekist að sameina efnismikla parta í eina heild. Allir eru þó sammála um að High Season sé hin ágætasta skemmtimynd. Myndin gerist á Rhodos, eða nánar tiltekið í hinu forna og fallega þorpi Lindos sem margir Islendingar hafa áreiðanlega komið til. Þar býr ensk íjöl- skylda er lifir rólegu lífi að því er virðist. Húsmóðurina, Katherine, leikur Jacqu- eline Bisset. Hún er atvinnuljósmyndari í örvæntingarfullri leit að efni. Maður hennar, Patrick (James Lox), er mynd- höggvari. Þau eiga eina dóttur, Chloe, sem virðist hafa vit fyrir þeim. Lastur heimilisvinur er sagnfræðingurinn Sharp sem á pólitíska fortíð i Englandi sem hann vill helst ekki minnast á. í mynd- inni eiga innfæddir sinn fulltrúa, ungan mann, Yanni, sem lifir á ferðamönnum. Umsjón: Hilmar Karlsson Líf þessa fólk breytist snögglega þegar til bæjarins koma ung hjón, Rick stjórn- arerindreki og Carol, rómantísk eigin- kona hans... High Season er rómantísk gaman- mynd með úrvalsleikurum. Jacqueline Bisset og James Lox eru í aðalhlutverk- um. Vel þykir hafa tekist til með persónusköpun í aukahlutverkunum. Helstu leikarar þar eru Irena Papas, Sebastian Shaw, Lesley Manville og Kenneth Branagh. 22 VIKAN 27. TBL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.