Vikan


Vikan - 02.07.1987, Qupperneq 34

Vikan - 02.07.1987, Qupperneq 34
„Pabbi keypti handa mér fyrsta gítarinn þegar ég var sjö ára gamall," segir Friðrik er ég bið hann að rifja upp fyrstu skrefín á tónlistar- brautinni. „Þetta var svona plastgítar en ég lærði nú aldrei að spila almennilega á hann því það var eiginlega ekki hægt að stilla hann. En námið hófst fyrir alvöru þegar ég var tíu ára og bjó uppi í Mosfellssveit. Þá fór ég að læra á gítar hjá Lárusi Sveinssyni trompetleik- ara. Mér fannst þetta voðalega skemmtilegt og hafði brennandi áhuga; gítarinn varð fljótt hluti af sjálfum mér. 12-13 ára byrjaði ég svo að spila með hljómsveitum; bílskúrsböndunt sem komu fram á skóladansleikjum og áttu takmörkuðum vinsældum að fagna. Ég man nú ekki nöfnin á þessum böndum, svo ómerki- legt var þetta tilstand, eitthvað rámar mig þó i eitt sem hét Salvador og starfaði í Austurbæj- arskólanum. 16 ára hóf ég síðan nám á klassískan gítar í Tónskóla Sigursveins.“ Þegar þú varst 17 ára varð Mezzoforte til. Hver var aðdragandinn að stofnun hljóm- sveitarinnar? „Við Eyþór Gunnarsson kynntumst þegar við vorum skólafélagar í Vörðuskóla. Við áttum þarna sameiginlegt áhugamál, tónlist- ina, og byrjuðum brátt að spila saman. Unr tíma vann ég í hljóðfæraversluninni Rín og Jói (Jóhann Asmundsson) og Gulli (Gunn- laugur Briem) komu stundunr í búðina. Við fórum að kjafta saman og komumst að því að við höfðum svipaðan tónlistarsmekk. Nú, þetta varð til þess að við ákváðum að fara að spila saman." - Tóku menn þetta af alvöru, var stefnt á toppinn frá fyrstu tíð? „1 fyrstu var nú alvaran lítil, æfingar voru skrykkjóttar og æfmgastaðir hinir ýmsu skúrar víðs vegar urn bæinn. Síðar gerðumst við félagar í Ljósunum í bænum og þá kynnt- umst við Steinari Berg hjá Steinum hf.“ - Steinar gaf einmitt út fyrstu plötuna ykk- ar: „Já, á þessum árurn var Steinar með Spil- verk þjóðanna á samningi og ætlaði að gefa út plötu með því 1979 en svo var hætt við það. En hann frétti að við spiluðum saman í hljómsveit senr enn hefði ekki verið kornið á framfæri og vildi gefa út plötu með okkur. Þessu tilboði tókum við bara feginshendi.“ - Hvernig var fyrstu plötunni tekið? „Henni var tekið alveg ágætlega en sú músík, sem við spilum, virðist þó renna treg- legar í fólk en til dæmis poppmúsík. Mezzo- forte spilar fusion senr á íslensku er kölluð bræðingur. Þetta heiti er ósköp rökrétt því tónlistin á rætur sínar að rekja til hinna ýmsu tónlistarstefna, til dæmis funks, rokks og jafn- vel diskós. Þetta er alþjóðleg tónlist sem á Hver sá sem dytti í hug aóflytja lagfyrir aðra, án þess að hafa spilað það í heilu lagifyrir sjálfan sig, œtti alvarlega að íhuga að fara tilsér- frœðings og láta athuga í sér heilann! jöfnum en nokkuð takmörkuðum vinsældum að fagna um allan heim.“ - Hélduð þið áfrarn að starfa á svipuðum grundvelli eftir útgáfu fyrstu plötunnar? „Ja, við spiluðum á fleiri tónleikum og feng- um fleiri tækifæri til þess að koma fram. Svo spiluðum við inn á nokkrar plötur. En þetta var nú bara alltaf hjáverk sem aldrei var tek- ið af neinni meiri háttar alvöru. Erlendur markaður var að minnsta kosti mjög fjarlæg- ur draumur. 1982, þegar við gáfurn út plötuna Mezzo- forte 4, var Steinar Berg að byrja að þreifa fyrir sér á erlendum markaði og ákvað að reyna að koma okkur á framfæri. Svo fór nú að enginn vildi gefa lögin okkar út en Steinar var þó ekkert að láta deigan síga og stofnaði eigið útgáfufyrirtæki í Englandi. Við vorum þar með komnir inn á alþjóðamarkað og það ótrúlega gerðist: lagið hans Eyþórs, Garden Party, náði alveg feikilegum vinsældum, bæði í Englandi og á meginlandi Evrópu. Hæst komst það í 17. sæti enska vinsældalistans." - Komu þessar vinsældir ykkur á óvart? „Já, þær komu manni hreinlega í opna skjöldu. Satt best að segja var franrtíð hljóm- sveitarinnar um þetta leyti óráðin. Við höfðum ýrnsar sjálfstæðar áætlanir í gangi; ég hafði einmitt nýlokið burtfararprófi frá Tónskólanum og_ fengið styrk til náms í Bandaríkjunum. Ég átti reyndar ekkert eftir nema að kaupa farmiðann út. Þessir óvæntu atburðir breyttu því heldur betur gangi mála. Skyndilega höfðum við tækifæri til að spila erlendis og lögin okkar virtust njóta vinsælda. Við stóðum frammi fyrir þeirri staðreynd að þetta hjáverk okkar var að taka breytingum og nú urðum við að ákveða hvort halda ætti I I SSSSB£^fll «111! é, i k m wllilllliiif V Jflk Æ .. | „Guð minn góður, hvar grófstu nú þetta upp?“ spyr Friðrik þegar hann sá þessa mynd. Hún var tekin í Klúbbnum 1978: Einbeitni og innlifun skína úr svip tónlistarmannanna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.