Vikan


Vikan - 02.07.1987, Page 45

Vikan - 02.07.1987, Page 45
eins og þú snúist áfram eða þá að þú standir kyrr en heimurinn sé á fleygi- ferð. Þessi tilfmning hverfur þó fljótlega. Nú spyrðu kannski: En hvað kemur þetta ógleðinni við þegar ég sit í aftur- sætinu á bílnum á leið til ömmu minnar fyrir norðan? Og svarið er: Heilmikið. Þó svo að þú snúist ekki í hringi þegar þú ferðast í bíl - nema ef foreldrar þínir eiga mjög sérstæðan bíl - ertu samt á stöðugri hreyfingu. Hlutir fyrir utan bílinn þjóta hjá og augu þín hvarfla til og frá. Þú reynir að lesa á vegarskiltin eða festa augun á skjöldóttu kúnni á túninu þarna. Heilinn hefur ærinn starfa. Hann tekur sífellt við skilaboðum frá augun- um og reynir að komast til botns í því hvort þú sitjir kyrr eða sért á hreyfmgu - og í raun gerirðu hvort tveggja í senn. Meðan á ferðalaginu stendur fær heilinn tvenns konar og andstæð skilaboð. Þeg- ar skilaboðin fara að ruglast líður þér á svipaðan hátt og eftir að hafa snúist lengi í hringi. Tilfmningin ágerist og þér fer að líða hræðilega. Sumir verða aldrei ferðaveikir en aðr- ir verða það jafnvel þó að um stutt „ferðalög“ sé að ræða, til dæmis í lyftu upp nokkrar hæðir. Það liggur í augum uppi hvert er besta ráðið við bílveiki, sjóveiki og flugveiki, það er að hætta að ferðast með bíl, skipi eða flugvél. Ef þú ert um borð í skipi og ert sjóveikur verðurðu frískur um leið og þú stígur á bryggjuna og ef þú ert í flugvél hverfur ógleðin um leið og flugvélin lendir. En við getum ekki alveg hætt að ferð- ast og viljum það fæst heldur. Lyf geta komið að gagni við að vinna bug á sjúk- dómseinkennum en mörg þessara lyíja eru ekki holl börnum og oft eru auka- verkanirnar jafnógeðfelldar og bílveikin eða sjóveikin sjálf. Fyrir þá sem verða mikið veikir á ferðalögum geta lyfin þó hjálpað. Þú getur reynt að hafa bílgluggann opinn næst þegar þú ferðast í bíl eða hlustað á útvarp til að dreifa huganum. Ef þér líður illa skaltu reyna að liggja og halda höfðinu kyrru. Ekki reyna að lesa eða horfa á landslagið sem þýtur framhjá. Það ruglar bara vesalings innsta eyrað og heilann. Þú getur beðið bílstjórann að stoppa oft til að innsta eyrað geti framið jafn- vægislistir sínar. Það er kannski lítil huggun meðan þér líður illa en þú mátt treysta því að innsta eyrað kemur á jafn- vægi á nýjan leik um leið og þú hefur fast land undir fótum. Töframaðurinn Þarna skaust ein kanína upp úr hattinum hjá þessum skrautlega töframanni. En það eru fleiri kanínur sem hafa skotist upp úr hattinum. Getur þú séð hvað þær eru margar? Umsjón: Hólmfríður Benediktsdóttir 27 TBL VIKAN 45

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.