Vikan


Vikan - 02.07.1987, Qupperneq 52

Vikan - 02.07.1987, Qupperneq 52
Smásaga eltir Knut Hauge Kvöldið er hlýtt og máninn hangir eins og rautt ljósker á bakborða. Sæt og sterk angan berst að vitum mér inn- an frá landinu, frá görðunum fögru að baki hafnarinnar. Innan við borgina glittir í forynjuleg fjöll eins og svartar skuggamyndir sem ber við glitrandi stjörnuhimin. Þetta er ein af fegurstu borgum í heimi eftir því sem stendur i kynningarbæklingum. En ég er orðinn þreyttur á fegurstu stöðum í heimi og það er enn of snemmt að fara til Lúnu. Þess vegna sit ég í klefanum og skrifa bréfið sem ég mun aldrei senda. Það geri ég í næstum því hverri höfn - þegar ég hef keypt bunka af litríkum póstkort- um og skrifað bréfið, sem þú færð, þar sem ég segi að ég sé frískur og líði vel og að hér sé sumar, glitrandi blómskrúð og ávextir á trjánum en að ég þrái að koma heim til þín og drengjanna. Og þegar ég kem heim í lok júni þá förum við til fjalla í eina viku, við veiðum í vötnum, göngum í urðum og snjó og gistum í geðþekkum ferðamannaskálum - og þetta verður ákaflega gaman. Þegar ég hef komið þessari kveðju í póstinn og séð kortið renna inn í bréfa- bunka meö ókunnum frímerkjum og stimplum fer ég inn og skrifa bréfið sem þú hefðir raunverulega átt að fá en færð aldrei. Það var sjómannapresturinn sem stakk þessu að mér. Ég fer til sjómannakirkjunnar strax og við komum í höfn því að þar eru alltaf bréf og norsk blöð og þar er falleg- ur söngur og tónlist - hljómar sem við þekkjum svo vel að heiman - og svo er líka alltaf gaman að tala við prestinn. Hann er öðruvísi en prestarnir heima. Hann þekkir mennina betur, að minnsta kosti okkur sjómennina, og hann gerir aldrei tilraun til að hafa áhrif á trúmála- skoðanir mínar. Það hefur alltaf góð áhrif á mig að vera í návist hans. Og þá dettur mér stundum í hug að ég herði mig kannski upp i það einhvern daginn að senda þér raunverulega bréfið mitt og að þú munir ef til vill skilja það. Þau segja víst aldrei neitt, bréfin sem þú færð. Þau segja að vísu eitthvað um þrána - hina miklu þrá og von sjó- mannsins - guð minn góður, um hana getur maður skrifað en ekki um lífið eins og það raunverulega er. Ég vil ekki minnast á löngu, leiðinlegu dagana þeg- ar við siglurn á opnu hafi og aldrei sér til lands dögum saman né heldur dýr- mætar mínútur, daga, vikur, mánuði og ár sem hverfa án þess að maður geri sér grein fyrir, hverfa eins og kjölrákin eftir skipið og að sjómaðurinn er dæmdur til eilífrar einsemdar og saknaðar. Um slíkt getur maður ekki skrifað því að sjómannakonur eiga nógu erfitt þrátt fyrir það. Ég get ekki heldur sagt henni frá þeim dögum og nóttum sem við erum í höfn þegar piltarnir okkar, sælir af því að hafa nú loksins fast land undir fótum, sælir af því að sjá konur og vera í ná- vist þeirra, stunda drykkjuskap og kynsvall dægrum saman til þess að njóta sem best tímans sem þeir hafa til um- ráða. Og þegar þeir svo koma til sjálfra sín eftir svallið verður þeim ljóst að þeir hafa ekki notið neins sem hefur varanlegt gildi. Frá slíku er ekki hægt að segja, rómantíkin verður að vera tengd sjómanninum, hinum norska sjó- manni, hetju hafsins, sem er heiður og stolt þjóðarinnar. 52 VIKAN 27. TBL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.