Vikan


Vikan - 02.07.1987, Síða 59

Vikan - 02.07.1987, Síða 59
Fegurðardrottning árið 2007 Kristjana Geirsdóttir, betur þekkt sem Jana, eignaðist dóttur nýlega. Litla stúlkan er fædd 2. júní og er því ekki enn búin að fá nafn. En hún á einn stór- an bróður sem er átta ára og heitir Geir Ólafur. Eins og margir vita hefur Jana starfað mikið við undirbúning og framkvæmd fegurðarsamkeppna. Það er því ekki að undra þótt búið sé að spá þvi að nýfædd dóttir hennar verði fegurðardrottning íslands árið 2007. Jana geislar af ánægju þegar hún talar um dótturina: „Þetta eryndislegt. Þegar hún var fædd fannst mér svo skritið hvernig hún gat komist fyrir inni í mér. Mér finnst það bara vera kraftaverk að hafa eignast heilbrigt og rétt skapað barn. Ég er svo miklu viðkvæmari núna heldur en áður og í raun nýt ég þess miklu meira núna að eignast barn. Ég veit alveg að hverju ég er að ganga, maður er ekki eins óöruggur og í fyrra skiptið, og svo er náttúrlega munur að nú erum við hjónin búin að koma okk- ur vel fyrir." Jana segist helst halda að það sé eitt- hvað í loftinu þessa dagana sem geri það að verkum að mjög margir í kring- um hana séu að eiga börn. „Ætli þetta sé bara ekki smitandi," segir hún og hlær. Hún verður svo alvarleg í bragði og segir: „Það sem ég varð hissa á þeg- ar ég átti dótturina var að það voru engar mjög ungar stelpur sem lágu með mér á fæðingardeildinni, eins og svo oft er, þá meina ég undir tvítugu. Sennilega er það frekar fólk á mínum aldri sem er að eignast börn í dag, svona i kringum þrítugt." Jana segir að nú sé hún eiginlega kom- in með óskabörnin. Samt hefur hún alltaf látið sig dreyma um þrjú. „Ann- ars þýðir ekki fyrir mig að hugsa um þetta núna, ekki strax eftir fæðinguna. Ég verð að fá að jafna mig aðeins fyrst. í dag mundi ég örugglega segja nei við þriðja barninu. Maður sér bara til,“ segir hún. Jana segir að það sé sennilega misjafnt hvort foreldrar hafi tíma fyrir börn sín. Svo heldur hún áfram: „í mínu tilfelli hefur verið nógur tími fyrir son minn og það verður eins með dótturina. Ég er heppin með vinnutíma. Honum er þannig háttað að ég er heima á dag- inn en vinn á kvöldin og um helgar. Það gerir maðurinn minn líka þannig að við getum sinnt krökkunum allan daginn. í gegnum tíðina hefur það verið þannig að þegar við höfum farið i vinnuna hef- ur Geir Ólafur verið að fara að sofa þannig að hann hefur ekki orðið mikið var við fjarveru okkar. Okkar frítími er einmitt þegar aðrir eru að vinna. Við förum til dæmis í úti- legur i miðri viku en ekki um helgar.“ Jana segist varla trúa því að foreldrar líti á börnin sín sem byrði. Það sé að minnsta kosti ekki algengt. „Það þarf enginn að eignast börn í dag ef hann vill það ekki, það eru til svo margar aðferðir til að koma í veg fyrir það. Svo finnst mér ólíklegt að fólk sé ósátt við að eiga börn þegar þau eru komin - þetta er bara svo yndislegt,“ segir Jana brosandi. 27. TBL VIKAN 59 50% Super Balance Kreuzmiren C 50% Suner m 50% Suœr 50% Suner B 50% 50%

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.