Vikan


Vikan - 02.07.1987, Qupperneq 61

Vikan - 02.07.1987, Qupperneq 61
„Ég hefði ekki viljað missa af þessu“ Pétur Pétursson fótboltakappi er í hópi þeirra fjölmörgu sem eignast hafa barn á þessu ári. Hann átti tvær dætur áður, þær írisi Dögg, sjö ára, og Töru, tveggja ára, en átjánda apríl síðastliðinn fékk hann son, Pétur Mar. Pétur segir að sú uppsveifla, sem virð- ist vera í barneignum á þessu ári, sé örugglega ekki tiskufyrirbrigði: „Mjög margir af þeim sem ég þekki hafa eða munu eignast barn á þessu ári. Eg veit ekki hvers vegna þetta er svona algengt núna. Þetta er hugsanlega vegna þess að ég er orðinn 27 ára gamall og því kominn á barneignaaldurinn. Kunn- ingjarnir eru náttúrlega á svipuðum aldri. Á þessum aldri er fólk yfírleitt búið að koma sér sæmilega vel fyrir og þá eru börnin oft á næsta leiti. Ánnars er skýringin sennilega ekki svona ein- föld. Ég man eftir því að þegar ég eignaðist fyrstu dótturina voru mjög margir í kringum mig að eiga börn á sama tíma. Þá var ég ekki nema nítján ára.“ Pétri finnst að æskilegast sé að byrja barneignir í kringum 25 ára aldurinn. Hann segist bara hafa verið krakki þeg- ar hann átti fyrsta barnið. í dag er hann þroskaðri. En hann heldur áfram: „Ég held að allir foreldrar séu ánægðir þegar börnin þeirra eru komin i heiminn, hvort sem börnin voru upphaflega velkomin eða ekki.“ Aðspurður segir Pétur að best sé ef annað foreldrið geti verið heima hjá börnunum. Hann er í góðri vinnu að þessu leyti sem þjálfari hjá KR. Hann getur skipst á við konuna sína að passa börnin. „Sjálfur er ég alinn upp í stórum krakkahópi á Akranesi. Við erum mörg frændsystkin sem ólumst upp mjög náið og erum í raun eins og systkin. Nú eru börnin okkar eins. Við hittumst oft og þá eru krakkarnir aðalatriðið. Börn eru mjög mikilvæg í minni fjölskyldu. Sjálf- ur gæti ég hugsað mér að eiga tíu krakka. Þeir sem ekki eiga börn fara að mínu áliti á mis við margt fallegt í lífmu. Ég hefði ekki viljað missa af þessu,“ segir Pétur að lokum. 27, TBL VIKAN 61
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.