Vikan


Vikan - 22.10.1987, Side 4

Vikan - 22.10.1987, Side 4
I BYRJUN VIKUNNAR Þau vinna að kynningu íslenska listans á Stöð 2, Helga Möller, Pétur Steinn, sem einnig kynnir list- ann á Bylgjunni og Valdimar Leifsson. Lesendur Vikunnar nú þátt- takendur 1 gerð íslenska listans Vikan hefiir gengið til liðs við Bylgjuna og Stöð 2 við gerð íslenska vinsældalist- ans, sem kynntur er á laug- ardögum á þessum tveim stöðvum. Lesendum Vik- unnar gefst nú tækifæri til að útfylla sérstakan atkvæða- seðil, sem er að finna á bls. 63, þar sem rita skal nöfin þeirra þriggja laga sem eru í mestu uppáhaldi. Póstíeggja þarf atkvæðaseðilinn innan viku frá útkomu blaðsins. Seðillinn er sendur Bylgj- unni og hafa atkvæði Viku- lesenda visst vægi við upp- setningu vinsældalistans. Seðlarnir verða að vera klipptir úr Vikunni, til að teljast gildir. Ekki er nauðsynlegt að sendandinn riti nafn sitt á at- kvæðaseðilinn, en þeir sem það gera mega eiga von á því að fá senda ávísun á einhverja af hljómplötunum, sem sitja í efstu sætum listans. Þá geta sendendur einnig komist á úthringingalista Bylgj- unnar með því að krossa í þar til gerðan reit á seðlinum, en eins og kunnugt er hringir Bylgjan í mikinn íjölda hlustenda, sem út- varpsstöðin hefur á skrá hjá sér, á þriðjuöagskvöldum til að spyrja viðkomandi um þrjú upp- áhaldslögin þá vikuna. íslenskur innanhúss- arkitekt vinnur til verðlauna 1 Danmörku Emma Axelsdóttír var eiiui af þrem hönnuðum sem vann tíl veglegra verðlauna í alþjóðlegri samkeppni sem fyrirtækið X- studio design í Danmörku efiidi tíl um munstur fyrir 50X 50 cm stórar teppaflísar. Alls bárust 350 tillögur í keppn- ina enda verðlaunin lokkandi: mán- aðarferð til Ástralíu, Nýja Sjálands og Fiji-eyja eða 25.000 krónur danskar fyrir hvem vinningshaía Verðlauna- Itafamir voru auk Emmu þau Anne Bitgitte Hansen textílhönnuður ffá Árósum og Ole Tonsgaard Ifá Skanderborg Teppaflísamar ffá X- design em í íjölmörgum litum sem gaf hönnuðunum mikla möguleika á að ge£i sköpunargleðinni lausan taumina “Ég vann mitt munstur út Ifá einni flís; þannig að möguleiki einn- ar flísar gaefi sem flesta möguleika til að mynda ný munstur jxgar henni væri raðað með fleiri flísum." Sagði Emma Axelsdóttir í samtali við Vik- una Hún sagði ennffemur að hún væri á förum í verðlaunaferðina Frá verðlaunaafhendingunni á húsbúnaðarsýningu í Bella Center í vor. bráðlega og að þau hefðu öll þrjú kosið ferðina fram yfir peningaverð- launin Vikan óskar Emmu góðrar ferðar og vonandi fáum við að sjá teppaflísamar hennar Emmu í versl- unum hér áður en langt um líður. —BK 4 VIKAN Ljósm.: Lárus Karl

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.