Vikan - 22.10.1987, Side 6
/ LEIKLIST
Viðgerð á sv
Aldrei hefl ég unnið á bílaverkstæði
enda hef ég ekkert vit á bílum. Þetta
kemur þó ekki að sök þegar fylgst er
með leikriti Ólafs Hauks Símonarson-
ar, Bílaverkstæði Badda, sem frumsýnt
var á sunnudaginn.
Þar er Iítið rætt um bíla eða bílaviðgerðir
heldur önnur og viðameiri mál. Litla sviðið
er svo sem ekki stórt í sniðum og má segja
að þarna sé Ieikið upp í opið geðið á áhorf-
endum, líkt og þeir sitji sinn hvorum megin
við Iangborð þar sem leikendur æða fram
og aftur og bera fram veitingar í formi texta
Ólafs Hauks. Þeir sem sjá um þá uppvart-
ingu eru Bessi Bjarnason, Arnar Jónsson,
Jóhann Sigurðarson, Guðlaug María Bjarna-
dóttir, Sigurður Sigurjónsson og Árni
Tryggvason. Þetta eru allt stórleikarar sem
Þórhallur Sigurðsson stýrir af stakri snilli.
Nú er það svo, að leikrit byggist ekki síður
á texta en leik. Og það er engin ládeyða í
textanum því þar fljúga háfleygar setningar
um lífið og tilveruna, í bland við framvindu
verksins. Þarna eiga sér stað mikil átök og
stigvaxandi spenna. Hins vegar finnst mér
ákefð höfundar kannski fullmikil við að
koma að snjöllum setningum sem eru dálít-
ið út úr kortinu eins og það er lagt þarna á
borð. Maður fer svona að velta því íýrir sér
hvernig standi á að það séu eingöngu heim-
spekingar sem eru að dudda þarna á bíla-
verkstæði Badda. En það fer ekkert milli
mála að þarna er góð sýning á ferðinni þótt
sjálfúr hefði ég kosið stofúsvið frekar en
bílaverkstæði svona miðað við innihald
textans.
Litla sviðið er ekki stórt, en þarna er það
nýtt til fullnustu og sýnir enn einu sinni að
möguleikar leikhússins eru nær óendanleg-
ir, því gott leikhús fer ekki alltaf eftir því
hvað sviðið er stórt eða hvað þar rúmast
margir áhorfendur. Og þessi mikla nálægð
við sviðið er skemmtileg reynsla útaf fyrir
sig. Ég þorði hvorki að hósta né snýta mér af
ótta við að Bessi sussaði á mig. En allir sem
hafa áhuga á leikhúsi ættu að drífa sig á
verkstæðið þarna við Lindargötuna og ekki
að vita nema ýmsir fari þaðan út með ein-
hverja viðgerð á sálinni -SG
Sigurður Sigurjónsson, Jóhann Sigurðarson og Bessi Bjarnason; flókin tengsl
á bílaverkstæði.
UNDIR STRIKINU
Áfram
með
Litla
sviðið!
Litla svið Þjóðleikhússins í
gamla íþróttahúsinu hefúr á
svipstundu sannað tilveru-
ó VIKAN
rétt sinn sem þýðingarmikið
svið í leikhúslífl Reykjavík-
ur. Reyndar er það einn leik-
stjóri sem hefúr stýrt þar
tveimur afbragðssýningum
frá opnun. Þórhallur Sig-
urðsson hefúr hóað til sín
frábærum kröftum og laðað
fram það besta úr hverjum
einstökum, leikurum og
höfúndum. Litla sviðið er
einfaldlega sú smiðja sem
margan í Þjóðleikhúsinu
hefúr lengi dreymt um.
„í smásjá" eftir Þórunni Sig-
urðardóttur sem sýnt var á Litla
7
sviðinu á seinna misseri síðasta
leikárs var verulega vönduð
smíð, þarft innlegg í umræðu
tíðarinnar og anda. Verkinu var
búin stílhrein, fáguð umgjörð —
leikritið raunar eitt vandaðasta
byrjandaverk sem hér hefúr
sést. En Þórunn Sigurðardóttir
telst naumast byrjandi — og Þór-
hallur Sigurðarson er atvinnu-
maður í besta skilningi þess
orðs. Hann sannar ferni sína aft-
ur nú í haust með „Bílaverk-
stæði Badda“ eftir Ólaf Hauk,
sem fjallað er um hér að ofan.
Vinnubrögð Þórhalls eru trú-
lega það sem ffam úr skarar og
eftir situr í listrænni vinnu í
Þjóðleikhúsinu um þessar
mundir.
f þeim leikhúsum sem yfir
fleiri en einu sviði ráða, er það
næsta algengt að fela tilgreind-
um hópum umsjón eða ábyrgð á
viðbótarsviði — láta þýðingar-
mesta vaxtarbroddi hússins í té
vettvang til að starfa á og byggja
áfram á lærdómi og reynslu.
Þjóðleikhúsið hefúr borið gæfu
til að nýta sér Litla sviðið upp á
síðkastið — vonandi verður þar
framhald á. —GG