Vikan


Vikan - 22.10.1987, Qupperneq 13

Vikan - 22.10.1987, Qupperneq 13
Sovét: Er tregða í Glasnostinu Ætli Gorbachev viti af þessu? Eitthvað virðist hin svo- kaUaða glasnost stefna Gor- bachevs vera lengi að skila sér útí ystu afkima hins sov- éska skrifræðis. Þrátt fyrir yflrlýsingar um rýmri reglur í sambandi við leyfi tfl að ferðast og flytjast úr landi er fjögurra manna fjölskylda orðin nokkum veginn úr- kula vonar um að fá að heimsækja ættingja sinn sem búsettur er í Noregi. Frá því 1979 hefur fjölskyld- unni verið neitað fimm sinnum um ferðaleyfi á þeim forsendum að fjölskyldufaðirinn geti verið hættulegur öryggi ríkisins, en hann er verkfræðingur að mennt og starfaði þar til fyrir 11 árum við verkefhi sem voru stimpluð sem leyndarmál. Síð- asta áratuginn hefur hann aftur á móti starfað í leikfangaiðnaðin- um og á 15 einkaleyfi á þeim vettvangi. Mágkona Matus, Kamilla Kol- tjinskaja, fluttist frá Sovétríkjun- um til ísraels fyrir 11 árum, en hefur búið síðustu árin í Noregi. Eini fjölskyldumeðlimurinn sem hefur fengið leyfi til að heim- sækja hana er móðir hennar, átt- ræður krabbameinssjúklingur, sem heilsu sinnar vegna getur ekki ferðast einsömul. Þrátt fyrir fjölmargar fyrir- spurnir ffá norskum yfirvöldum hefur ekkert svar borist ff á þeim sovésku, nema það að nú sé málið til umfjöllunar í sérstakri nefiid innan æðstu stjórnsýslu Sovétríkjanna. Finska Notisbyrán Danmörk: HUNDA (BFUÁL) ÆÐI? Það er víðar en hér á landi sem menn lýsa sig reiðu- búna til að fóma frelsi, og jafhvel föðurlandi fýrir hundana sína. 46 ára maður frá Fredrikssund í Danmörku gekk ívið lengra í þessum málum en Albert okkar Guðmundsson, þar sem aldrei reyndi á það hvort Albert væri fús til að sitja inni vegna Lucy. Dan- inn lagði á sig tveggja vikna fangelsisvist vegna fjár- hundsins Freys, sem varð að lokum að láta lífið vegna þrjósku eigandans. Aðdragandinn að málinu var með þeim hætti að hundeigand- inn keypti Frey af hundabúi sem hafði tekið hann ffá fyrri eig- anda á fremur hæpnum forsend- um. Þegar fyrri eigandinn gerði svo kröfú til hundsins dæmdi undirréttur honum í hag, en Fredrikssundsbúinn var þá orð- Hundtryggir vinir á meðan allt lék í lyndi. inn svo elskur að kvikindinu að hann faldi hundinn og neitaði að láta uppi hvar hann var. Okkar maður var þá dæmdur í varðhald þar til hann léti af þrjósku sinni og sagði til hundsins. Tugthússlimurinn lét ekki þar við sitja, heldur áfrýjaði hann málinu til hæstaréttar sem staðfesti dóminn í síðustu viku. Þrátt fyrir óþægindin og tekju- tapið af þessu ævintýri var eng- an bilbug á okkar manni að finna, heldur sagði hann: „Kon- an mín og ég erum reiðubúin til að selja húsið okkar og bílinn og jafhvel flýja land fyrir hundinn. Eitthvað hefur hann samt ofmet- ið tryggð konunnar við hund- inn, því þegar hún sá ffam á áframhaldandi fangelsisvist bónda síns kom hún upp um felustað hundsins sem var tek- inn á dýraspítala og aflífaður. Ritzaus Bureau Noregur/Nicaragua: Olía í þróunar- hjálp? Norðmenn ætla að senda hóp sérfræðinga til Nicar- agua til að kanna grundvöll fýrir samvinnu landanna á sviði oiíuvinnslu. Norski þróunarmálaráðherrann, Vesla Vetlesen staðfesti þetta við fréttamann norsku fréttastofunnar NTB þar sem hann var í opinberri heimsókn í Man- agua fyrir nokkrum dögum. Orkumálaráðherra Nicarag- ua, Emilio Rappaccioli, sem var í heimsókn í Ösló fyrir nokkrum vikum, bryddaði þá upp á þessum hugmyndum við norska ráðamenn. Norski ráðherrann, frú Vesla Vetlesen,hefúr undanfarið ver- ið á ferð um ríki Mið- og Suð- ur-Ameríku, til að kanna ástand mála í þessum heimshluta fyrir hönd ríkisstjórnar sinnar. Meðal þeirrar aðstoðar sem Sandinistar í Nicaragua fara ffam á, er túlkun á niðurstöð- um jarðffæðilegra rannsókna með það fyrir augum að slá föstu, hvort olía finnist í land- inu eða ekki og hvort hún sé þá vinnanleg, ef hún er til staðar. Ef vinnanleg olía finnst í Nicaragua, þarf landið einnig hjálp til framleiðslunnar, þar sem landið ræður hvorki yfir tækniþekkingu né reynslu til að gera slíkt hjálparlaust. Fjölmargar tilraunir hafa verið gerðar í Nicaragua til að finna olíu. Fyrstu tilraunirnar voru gerðar á fjórða áratug aldarinnar, en Sandinista- stjórnin í landinu hefúr enga hugmynd um raunverulegan árangur þessara tilrauna, þar sem allar upplýsingar þar að lútandi hurfii úr landinu með erlendum olíufélögum sem flúðu landið í byltingarátökun- um 1979. Stjórnvöld segjast þó vita að olíulindir hafi fúndist, en ekki hvar eða hversu stórar. Sovétríkin hafá ffam að þessu séð Sandinistastjórninni fyrir olíu, en Kreml tilkynnti hins vegar í maí á þessu ári, að Sovétstjórnin treysti sér ekki til að halda því áffam. Diis B0hn VIKAN 13 UTLOND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.