Vikan - 22.10.1987, Síða 17
KÍLÓUM
er best með forsjá og höfiim við
á Vikunni fullan hug á að taka þá
til fyrirmyndar í þeim efnum.
Breytingarnar á Vikunni hafa
ekki verið átakalausar og má
með sanni segja að starfsfólk
blaðsins hafl lyft Grettistaki við
undirbúninginn undanfarna
daga, þó ekki sé beinlínis hægt
að mæla framlagið í kílóum, eins
og árangur íslensku aflrauna-
kappanna í keppninni í Kanada.
Ritstjórn Vikunnar viður-
kennir fúslega, að forsjálninni
var dálítið ábótavant, þegar
kapp var lagt á að ljúka frágangi
forsíðu blaðsins fyrir helgina,
þar sem tæknilegar forsendur
útilokuðu í þetta sinn, að hægt
væri að geyma hana til síðasta
dags fyrir útkomu blaðsins.
Félagarnir í kraftajötnahópn-
um, sem lagði af stað til Kanada
fyrir helgi, höfðu samband við
Vikuna og buðust til að færa
okkur myndir og frásögn af
væntanlegum góðum árangri
Jóns Páls Sigmarssonar í keppn-
inni, þar sem þeir reiknuðu
með að Jón Páll myndi halda
uppi merki íslands eins og hann
hefúr gert svo frækilega undan-
farin ár.
Á mánudagsmorgun mætti
síðan Hjalti Árnason, Úrsus,
með umræddar myndir og lét
þess síðan getið í forbífartinni,
að hann hafi reyndar sjálfur orð-
ið fremstur meðal jafningja og
sett glæsilegt heimsmet í keppn-
inni!
Hjalti skráði nafn sitt eftir-
minnilega í heimssöguna, þótt
hans sé ekki getið á forsíðu Vik-
unnar í þetta sinn.
Það má því á vissan hátt
kenna um hæversku samferð-
armanna Jóns Páls á keppnina,
að gefið er í skyn á forsíðunni,
að Jón Páll hafi verið einn á ferð
með kraftakörlum í Kanada.
Keppnin reyndist vera örlítið
meira mál fyrir Jón Pál, sem
náði einungis fimmta sæti.
Samanlagður árangur Hjalta
kom honum í fjórða sæti, sem er
í fyrsta sinn sem Hjalti slær Jón
Pál út í keppni af þessu tagi.
—MG
Danska stúlkan ófundin
LÖGREGLAN í Reykjavík leitar
nú fimmtán ára danskrar stúlku,
Piu Jespersen, sem ekkert hefur
til spurst siðan kl. 16.00 á mið-
vikudag. Grunur leikur á að hún
hafi komist um borð í flugvél til
Noregs.
Pia er 165 cm á hæð með Ijóst,
stutt hár og og þéttvaxin. Þegar
hún hvarf var hún klædd í strig-
askó, bláar gallabuxur og bláan
gallajakka með hvítu loðfóðrí og
loðkraga. Hún var með svarta hand-
tösku og notar ýmist gleraugu eða
linsur.
Pia dvaldist á Upptökuheimilinu
i Kópavogi og skilaði sér ekki þang-
að eftir tojarferð á miðvikudag.
vihli jyatnan komart frá íslandi.
Þcir scm gætu g“fið upplýsingar
nm forðir Piu eftir kl. 16.00 á mið-
vikmlag ent heðnir um að hafa
sanihand. við lögregluna í
Itcykjnvík.
Nnkkiir misskilningur kom upp
v.-mViuli hvnrf stúll ii'uiar )tegar
tilkvnnt vnr að latmiufarþégi gmti
v-'rið mn l">rð i Jiíska skijiinu
.lanmi'' Wclir, scm f«'r hcðan á mið-
vikinlag. Að s.i.r,, .lónasar Hallsson-
ar váiðstjóra cr Jmð vcnjan Jtcgar
fólk hvciVi.ir, að l::*im;> íivoil Jiað
só cf til vill um horð í skijr.im cða
flugvóhnn scm fnrið liafn frá ís-
lamli. Slaifsinenn strandslöðvá i
Sk.it laii.li nu'l"ðust citthvað I
ríminu að lauuiufnrþi
Þannig skýrði Morgunblaðið frá hvarfi dönsku stúlkunnar í júlí.
Ótrúlegur f jölskylduharmleikur
Frh. af bls. 15
mikla áherslu á að hún flnnist,
þar sem hún er sannfærð um
að dóttir sín sé í mikilli hættu,
og aðferð Peters til að ná valdi
yfir henni jafngildi mannráni!
„Hún gjörbreyttist eftir að
Peter fór að rugla með hana og
við þekkjum hana ekki fyrir
sama barn,“ segir amman.
Ef frásagnir móður og
ömmu Piu eru sannar, er ekki
undarlegt, að stúlkan sé
ráðvillt. Hreint ótrúleg með-
ferð allrar fjölskyldunnar á Piu
hefur á endanum skapað ör-
vinglaðan ungling, sem lítur
allan heiminn með mikilli tor-
tryggni.
Fjölskyldan virðist hafa látið
að mestu óátalið og ekki kært
til lögreglunnar fyrr en seint
um síðir, að móðurbróðir Piu,
Peter Jespersen, hafi byrjað að
misnota hana kynferðislega
fyrir meira en einu og hálfu
ári.
Skýringin virðist liggja í
djúpstæðum ótta fjölskyldunn-
ar við hugsanleg ofsakennd
viðbrögð Peters, efyfirvöldum
yrði blandað í málið.
Þegar amraan, Sine Jespers-
en, var innt eftir viðbrögðum
fyrrum tengdasonar síns, raun-
verulegs föður Piu, við athöfn-
um Peters Jespersen, kom
ótrúlegur hlutur í ljós. Vikan
hefur fengið frásögn Sine Jesp-
ersen staðfesta frá fleiri aðilum
í Danmörku.
Sine Jespersen segir að son-
ur hennar, Peter Jespersen hafi
ekki aðeins haft kynferðislegt
samband við dótturdóttur
hennar. Hann hafi einnig stað-
ið í kynferðislegu sambandi
við fyrrverandi tengdason
hennar, föður Piu, sem hafi því
einnig verið tilfinningalegur
háður Peter.
Ingelise Jespersen staðfestir
þessa frásögn móður sinnar og
segir kynhverfu fyrrum eigin-
manns síns hafa verið orsök
skilnaðar þeirra.
Kynferðislegar uppákomur í
þessari dönsku fjölskyldu, áttu
þó eftir að setja enn meiri svip
á þetta ótrúlega mál.
Pia kærði stjúpa sinn til
dönsku lögreglunnar, síðast-
liðið vor fyrir kynferðislega
misnotkun á sér, sem átti að
hafa gerst um svipað leiti og
hún fór að hafa slíkt samband
við móðurbróðirinn.
Þessu harðneitar stjúpinn.
Móðir Piu og amma leggja ekki
trúnað á þessar ásakanir og
þær segjast álíta að Peter Jesp-
ersen hafi fengið Piu til að
ásaka stjúpa sinn fyrir glæp-
samlegt kynferðislegt athæfi,
þar sem Peter hafi óttast að
yfirvöld kæmust að glæpsam-
legu sambandi hans sjálfs við
barnið. Hafi hann því viljað
skella kynferðislegu skuldinni
á núverandi eiginmann T> ge-
iise Jespersen.
Hvort sem Pia Jespersen
finnst eða ekki, er þó ljóst, að
hún vill undir engum kring-
umstæðum fara heim til móð-
ur sinnar og stjúpa í Reykjavík.
Hún hefur oftsinnis hlaupist að
heiman á meðan fjölskyldan
bjó í Danmörku.
Norsk og íslensk dómsmála-
yfirvöld telja þó afar brýnt að
hún finnist og afdrif hennar
verði kunn.
Togstreitunni um yfirráð
yfir Piu lýkur þó fljótlega, þar
sem hún verður 16 ára 12.
nóvember. Þá fær hún loks
sjálf lagalegan ákvörðunarrétt
yfir eigin framtíð.
VIKAN 17