Vikan


Vikan - 22.10.1987, Síða 18

Vikan - 22.10.1987, Síða 18
Hróbjartur Lúðvíksson skrifar: í hringekjunni Mikll guðsblessun er það nú fyrir pólitíkusa þessa lands, að hafa hvor annan að meðspilurum á þessum foruga leikvelli þjóðlífsins, sem þeir vilja kalla stjóm- mál eða stjómsýslu. Hvaða gagn væri til dæmis að stjörnuleikmanni landsliðs í knattspymu, ef hann hefði ekki meðspilara, eins og manninn á hægri eða vinstri kantinum, sér til stuðnings. Hvemig á hann að geta skorað mark af ein- hverju viti, nema kant- mennimir leggi stundum upp fyrir hann boltann, eða íúlbakkinn fyrir aftan markið drífl hann áfram með nokkmm vel völdum hvatningaorðum? Leikur- inn yrði ansi litlaus og kauðalegur, ef lykilmenn- ina vantaði. í stjórnmálunum er þessu eins varið. Á meðan fúlbakkarn- ir fyrir aftan markið gapa og gaula til livatningar sínum manni, leggja kantmennirnir upp boltann, svo stjarnan geti skorað. Nú er það hins vegar svo ein- kennilegt, að kantmennirnir í pólitíska kappleiknum þurfa ekkert endilega að vera í sama liði og stjörnuspilarinn, hverju sinni. Hann fær nú samt að skora úr upplegginu þegar hann kemst í markfæri. Stundum endar leikurinn með sjálfsmarki, en það gerir heldur ekkert til, fúlbakkarnir gapa og gaula samt af hrifningu yflr sínum manni. Hávaðinn og atgangurinn verður því oft slíkur í þessum kappleik, að áhorfendurnir heyra hvorki né sjá hvað fram fer og halda því oft með vitlausu liði, sem þeir óvart hvetja áfram til sigurs. Sem einn áhorfenda að þess- um hráskinnungslega kappleik, verð ég að viðurkenna, að bún- ingar leikmanna verða oft svo forugir í hita leiksins, að erfltt er að greina á milli liðanna. Þver- og langrendur renna oft saman í einhvern graut, eða litanefhu, sem varla flnnst annars staðar í litrófinu, nema kannski á stöku stað úti í náttúrunni þar sem sauðfé gengur örna sinna. Hugs- anlega sjá aðrir áhorfendur önn- ur litbrigði út úr hamagangin- um, en ég kalla sjálfur þennan lit, Broddskitugult. í rninni sveit þótti hér í eina tíð, ekki par fínt að vera útatað- ur í broddskitu. Það benti ótví- rætt til að menn hafl verið að velta sér einhvers staðar upp úr óþverranum, þegar þeir áttu að sinna þarfari verkum. Hringlandi vitlaust Þessar hugleiðingar sækja nú bara á mig sí svona, í miðjum þessum pólitíska kappleik, þar sem Jón Baldvin er í augna- blikinu stjörnuspilarinn og Þor- steinn Pálsson leggur upp fyrir hann frá hægri kantinum. Denni spilar miðframherja á rneðan vinstri kanturinn er enn óvald- aður. Það má þó búast við að það lagist með haustinu, þegar ÓIi Grís eða glóbal víðsýni, eða þessi snarvitlausa kerling fyrir norðan, hafa endanlega gert Alþýðubandalagið að þröngum hagsmunahóp fýrir meðvitaðar grasætur. Kvennaflokkinn tel ég nú ekki með, þar sem ég hef það frá ör- uggum heimildum, að konur með hjámiðjuhreyflngar geti ekki spilað knattleik. Eins og á öðrum góðum kapp- leikjum, hefúr pressan stúku- sæti, þar sem hún getur fylgst með og reynt að vekja áhuga þeirra sem heima sitja. Það er annars synd, að Bjarni Fel skuli ekki lýsa þessum kapp- leik í beinni útsendingu. Hon- um tókst svo ansi vel upp með Austur-Þjóðverjana sína hér um árið. Ég er varla einn um að þykja það dálítið skondið hve fjöl- breytilega keppnisliðin skipast í leikhléunum. Það gerist samt ekki átakalaust og oft þyrlast upp við það svo ntikið ryk, að slær í augu áhorfenda, sent missa við það sjónir á leik- mönnunum. Það er samt verst, hversu fljótir áhorfendurnir eru að gleyma mörgum hröðum og æsispennandi, að ég nefni nú ekki óvæntum, atvikum kapp- leiksins. Hver man nú eftir því þegar Gunnar Thoroddsen var hægri kantspilarinn og Albert og Eggert Haukdal skoruðu öll mörkin með aðstoð frá Guðr- únu Helga á vinstri kantinum. Denni spilaði að sjálfsögðu með, sem þessi ávalt ómissandi mið- framherji. Svo fékk Denni loks sjálfur að vera stjörnumiðframherji, eftir að Geir hafði lagt boltann fyrir hann frá hægri kantinum. Allir kepptust við að leggja upp boltann fyrir Jón Baldvin, sem er nú hinn ókrýndi konung- ur leikvallarins. Hvað hefði Jón svo sem átt að gera, ef Þorsteinn og hinir strák- arnir með Denna miðframherja, hefðu ekki lækkað tolla á bílum og opnað fjármagnsmarkaðinn með fjármögunarleigum o.s.frv. Hann hefði orðið að eyða miklu meiri tíma heima við í hungur- fæðinu hjá henni Br^mdísi, í stað þess að halda smörrebrödsfundi með fúlbökkunum, um hvernig megi aura saman fýrir gömlu skuldunum hans Þorsteins. Andskotans hringlandahdttur Að öllu gamni slepptu, þá leyfi ég mér að fullyrða, að eng- inn þessara kappa í pólitíska landsliðinu fengi svo lítið sem fjósamannsstöðu í minni sveit. Þar í hreppnum höfúm við ágæta aðferð til að losna við svona amlóða. Við sendum þá bara suður, þar sem þeir geta stundum, því miður, logið sig inn á þing. Hvaða andskotans hringl- andaháttur er það til dæmis, að lækka allt í einu verð á bílum, til þess eins að snarhækka það aft- ur þegar hýrudregnir launþegar voru loks við það að geta aurað saman fyrir einni bíltík af bil- legri gerðinni? Hvaða andskotans hringl- andaháttur er það, að opna land- ið fýrir erlendu fjármagni með því að leyfa einstaklingum og þessum fjármögnunarleigum að taka erlend lán, til þess eins að snarbanna þetta allt aftur og sekta lántakendur fyrir að hafa látið ginnast af frelsinu? Hvaða andskotans hringl- andaháttur er það, að hækka og lækka skatta sitt á hvað og geta svo aldrei sagt skattgreiðendum hreint út, hvað til stendur? Hvaða andskotans hringl- andaháttur er það, að fella niður söluskatt af matvælum, til þess eins að leggja hann á aftur þegar fólk hafði Ioks efni á að éta? Hvaða andskotans hringl- andaháttur er það, að leyfa nú fólki loks að fjárfesta í erlendum verðbréfum, þegar allir vita, að þegar nýr stjörnuspilari kemur á völlinn mun hann banna þetta allt saman og jafnvel tugthúsa menn fyrir? Svona mætti lengi telja. Hver er ætlunin með þessu öllu saman? Eru mennirnir viti sínu fjær? Kunna þeir kannski ekki að reikna, eða eru þeir ftillir? Varla þó Seglbúða-Jón. Hvaða andskotans hringl- andaháttur er þetta, að nota Ts- land sem einhvers konar póli- tíska og efnahagslega tilrauna- stöð. Hvað verður skattlagt næst? Kannski uppgötvar Jón Bald- vin nýja tekjulind í þessum vax- andi innflutningi á kvenpeningi frá austurlöndum. Kannski legg- ur hann á þær þungaskatt! Karlagreyin sem hafa aurað saman fyrir einni slíkri kerlingu, í von um líflegar bólfarir, eiga þá ekki von á góðu. Þeir geta þó að minnsta kosti huggað sig við það, að þessar austurlensku eru oftast léttar og neyslugrannar píslir, sem ekki þyngjast að ráði fyrr en þá með vorinu, þar sem þorrinn er langur og menn eru mikið innivið. Höfundurinn, Hróbjartur Lúövíks- son, ætlar eftir mætti aö skrifa fasta dálka í Vikuna, þar sem hann reifar þau mál sem eru honum hugleiknust hverju sinni. Hróbjartur er vel þekktur þjóðmálamaður í sinni sveit. Hann er ættaður af Hornströndum, sonur Lúð- víks Ástþórssonar I Neðri-Gröf og þeirra systkina. 18 VIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.